Nike17

Vilt þú vinna 50 þúsund króna gjafabréf og tvær risa heilsukörfur?

H Magasín er í gjafastuði og vill gefa þér 50 þúsund króna gjafabréf í H Verslun og tvær risa gjafakörfur. Sú fyrri er stúfull af hinum ýmsu fæðubótarefnum og vítamínum frá NOW og sú seinni er smekkfull af allskonar ljúffengum heilsuvörum frá Himneskri Hollustu. 


23. mars 2017 : Instagram vikunnar: Helga Gabríela

Helga Gabríela er 25 ára grænkeri úr Kópavogi. Hún er útskrifuð úr listnámi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en eftir útskrift fór Helga í áframhaldandi nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Í dag er hún kokkanemi á VOX en þessa dagana er hún að njóta þess að vera í fæðingarorlofi með litla stráknum sínum honum Loga sem fæddist 14. ágúst síðastliðinn. Helga er trúlofuð Frosta Logasyni og eins og hún segir sjálf þá hún er ástfangin upp fyrir haus og elskar að elda og útbúta mat fyrir bæði Frosta og Loga litla. Helga Gabríela heldur úti fallegri vefsíðu þar sem hún er dugleg að setja inn girnilega uppskriftir og fallegar myndir.

Ferming

22. mars 2017 : Hugmyndir að fermingarskreytingum

H Magasín tók saman flottar og sniðugar hugmyndir að fermingarskreytingum. Nú fer að líða að fermingum og margir eru farnir að huga að undirbúningi fyrir fermingarveislur. Hægt er að útbúa mikið af skemmtilegum skreytingum sjálf/ur sem þurfa ekki að kosta mikinn pening. Við tókum saman nokkrar hugmyndir sem gætu nýst þér í skreytingarhugleiðingum. 

Bláber

22. mars 2017 : Bláberja- og sítrónugleði Naglans

Hafragrautur með bláberja- og sítrónubragði eftir Röggu Nagla. Hún kemur hér með frumlega og ferska uppskrift að hafragraut sem er ólík flestum sem við höfum séð. Grauturinn sem um ræðir er útbúinn kvöldinu áður þannig hægt er að grípa hann með sér á leiðinni út daginn eftir eða njóta hans í rólegheitum heima fyrir án fyrirhafnar. Það er ótrúlega sniðugt að gera sér svona graut kvöldinu áður, það tekur svo stuttan tíma og hafragrautur er stútfullur af góðri orku sem nýtist okkur inn í daginn.

Nike17

21. mars 2017 : Vilt þú vinna 50 þúsund króna gjafabréf og tvær risa heilsukörfur?

H Magasín er í gjafastuði og vill gefa þér 50 þúsund króna gjafabréf í H Verslun og tvær risa gjafakörfur. Sú fyrri er stúfull af hinum ýmsu fæðubótarefnum og vítamínum frá NOW og sú seinni er smekkfull af allskonar ljúffengum heilsuvörum frá Himneskri Hollustu. 

21. mars 2017 : RVKfit: Kaffi smoothie

Hefur þú prófað kaffi smoothie? Þrátt fyrir að vera lítill kaffiunnandi í daglegu lífi þá er ég orðin húkkt á mjólkurlausu mjólkinni með kaffibragðinu frá Rebel Kitchen. Kaffi mjólkin er í raun lífræn kókosmjólk með kaffibragði, en einnig er hægt að fá hana með súkkulaðibragði. 

Amino Power

21. mars 2017 : Arnór Sveinn mælir með: Now Amino Pre-Workout Power

Hinn alræmdi bætiefnabransi getur verið ansi mikið villt vestur og því getur verið erfitt að finna gæða bætiefni frá framleiðanda sem maður treystir. Sem íþróttamaður þarf að hafa þetta sérstaklega í huga, þ.e.a.s. velja bætiefni frá framleiðanda sem stundar framleiðsluaðferðir sem tryggja gæði og gengur úr skugga um að það sem stendur í innihaldslýsingu sé raunverulega í vörunni. 

Ferming

20. mars 2017 : Húðumhirða og förðun fyrir fermingu

Húðin og húðumhirða er ekki síður mikilvæg hjá ungum stelpum en þeim sem eldri eru. Nú þegar styttist í fermingar og fermingarundirbúningurinn er kominn á fullt er mikilvægt að hugsa vel um húðina og undirbúa hana fyrir stóra daginn. Við á H Magasín tókum saman smá punkta um húðumhirðu og snyrtivörur sem henta ungri húð og geta komið að góðum notum í undirbúningi fyrir fermingardaginn. 

HO16_NW_PlusSize_Training_02

20. mars 2017 : 40 mínútna æfing með áherslu á rass, læri og miðjuna

Hreysti og heilbrigði skiptir flesta ef ekki alla miklu máli. Tilfinningin eftir góða æfingu eða aðra hreyfingu er engri annarri lík. Mín persónulega reynsla eftir mörg ár bæði í hópíþrótt og annarri fjölbreyttri þjálfun er sú að mér líður nánast alltaf betur þegar ég er búin að hreyfa mig. Það er bara svo gott að koma blóðinu á hreyfingu og fjarlægja sig frá öllu öðru sem maður er að sinna dagsdaglega. En samhliða vinnu, skóla og öðru daglegu amstri getur verið erfitt að finna tíma til að hreyfa sig.

Hallur og Arnþór

17. mars 2017 : Podcast Arnórs: Arnþór Ingi og Hallur Flosa

Hallur Flosason og Arnþór Ingi Kristinsson eru gestir Arnórs í nýju podcasti. Arnþór og Hallur hafa verið að taka cover lög hérna inn á H Magasín og höfum við nefnt þá sem Skagadúettinn. Arnór tekur létt og skemmtilegt spjall við Skagadúettinn sjálfan og þeir frændur svara hinum ýmsum spurningum frá Arnóri allt frá fótboltanum, tónlistina og lífið sjálft. Allir þrír eiga það sameiginlegt að spila í Pepsi deildinni og allir í sitthvoru liðinu. Endilega hlustið á strákana, sem rifu upp gítarinn í beinni og tóku lagið Rúllupp eftir Aron Can.

17. mars 2017 : Gulli Gull: Uppáhalds heimildarmyndir á Netflix

Heimildarmyndasérfræðingur og markmaður í Breiðablik í knattspyrnu. Það eru kannski ekki margir sem vita það en Gunnleifur Gunnleifsson er sérstaklega góður að finna heimildarmyndir, þætti og kvikmyndir inn á Netflix og er það sérstakt áhugamál hjá honum. Þegar hann er ekki að horfa á Netflix með konunni sinni, Hildi Einarsdóttur, þá liggur hann yfir heimildarmyndum um seinni heimstyrjöldina, sönn sakamál, Sovétríkin, kommúnisma í Evrópu og Norður Kóreu. Gulli tók saman fyrir okkur á H Magasín sínar uppáhalds heimdarmyndir og þáttaraðir á Netflix.

16. mars 2017 : Instagram vikunnar: Hildur Anissa

Hildur Anissa er 21 árs Garðbæingur og kláraði hún Fjölbrautarskólann í Garðabæ um jólin 2015. Eftir útskrift ákvað hún að taka sér pásu, bæði til þess að ferðast og reyna að átta sig á hvað henni langar að gera í framhaldinu. Hildur vinnur fyrir Mac Cosmetics en það hefur hún gert í rúmlega 3 ár ásamt því að vera að þjóna í Bláa Lóninu. Hún hefur mjög mikinn áhuga á tísku, hreyfingu, góðum mat og ferðalögum. Eins og er, er Hildur stödd í Víetnam með vinkonu sinni og þegar við höfðum samband við hana sat hún í lest á leið til Huê að svara spurningunum okkar. Hún segir að ferðalagið sé búið að vera algjört ævintýri og að það hafi klárlega farið fram úr öllum hennar væntingum.