Pastasalat með kjúkling og avocado

Heil og sæl! Ég vildi endilega deila með ykkur uppskrift af ljúffengu pastasalati sem að ég geri oft á mínu heimili og fyrir vinkonuhópinn en þetta salat slær alltaf í gegn! Ég kalla það 'mömmusalat' vegna þess að mamma gerði þetta salat oft þegar ég var yngri. Ég og systir mín hjálpuðum til og ég var alltaf svo spennt þegar það var mömmusalat í matinn. Ég setti minn eigin snúning á salatið og bætti avocado út á ásamt ristuðum kasjúhnetum til þess að fá smá 'crunch' en ég set oft hnetur í staðinn fyrir brauðteninga út á salöt. Ég nota oftast tilbúinn kjúkling sem að ég kaupi í Melabúðinni, alveg eins og mamma gerði. Það er líka í fínasta lagi að steikja sinn eigin kjúkling ef maður vill það frekar. Þetta salat er ljúffengt, auðvelt og fljótlegt! Svo er það æðislegt daginn eftir í hádegismat!


H Magasín

18. september 2018 : Sætur hummus

  • Heil og sæl! Já, þið lásuð rétt - uppskrift dagsins er sætur hummus með súkkulaði og hnetusmjöri! Ég er alveg í skýjunum yfir þessum hummus og ég get ekki hætt að borða hann. Ég skal alveg viðurkenna að ég borða þennan hummus stundum eintóman, hann er hættulega góður! Annars er hann líka ljúffengur með jarðaberjum eða ofan á brauð eða beyglu. Ég nota að sjálfsögðu kjúklingabaunir í grunninn og tek hýðið af baununum svo hummusinn verður extra mjúkur. Þegar ég var að prófa mig áfram með þessa uppskrift hugsaði ég hvaða hráefni væru í hummus og notaði svipuð hráefni í sætari kantinum. Í staðinn fyrir sesamsmjör (e. tahini) notaði ég gróft hnetusmjör, í staðinn fyrir ólífuolíu notaði ég hlynsíróp, í staðinn fyrir sítrónusafa notaði ég kókosolíu og í staðinn fyrir salt notaði ég döðlusykur sem er í algjöru uppáhaldi í baksturinn. Döðlusykur er nefnilega ekki sykur heldur þurrkaðar döðlur sem eru svo malaðar niður í duft. Ég notaði svo kakóduft en passaði að setja ekki of mikið vegna þess að kakó er mjög bragðsterkt og því þarf ekki mikið af því. Þessi uppskrift er svo gómsæt, og svo auðveld. Eftir að maður er búinn að taka hýðið af kjúklingabaununum þá tekur enga stund að skella þessu öllu í matvinnsluvél, blanda og njóta!

Threact

6. september 2018 : Þórólfur Ingi: Nike Odyssey React

Hvernig er annað hægt en að líka vel við Nike Odyssey React skóna. Nýja uppáhalds mjúku hlaupaskórnir mínir. Þeir eiga það sameiginlegt með öðrum Nike hlaupaskóm sem ég á að vera úr mjúku efni yfir ristina, það er því ólíklegt að fá einhver nuddsár og það jafnvel við mikla notkun.

5. september 2018 : Nýr æfingaskór - Nike Metcon Free

Hlaup, hopp eða styrktaræfingar? Nike Metcon Free er nýr æfingaskór sem sameinar þetta allt í einum skó.

5. september 2018 : Ásdís Grasa: Hressandi og frískandi tedrykkir með Clipper

Hægt er að njóta þess að drekka te á ýmsa vegu og eru tedrykkir t.a.m. frábær leið til að auka inntöku okkar á vökva og eins til að draga úr of mikilli kaffidrykkju, neyslu á sætum drykkjum og eða orkudrykkjum. Í hverjum einasta tebolla eru fjölmörg heilsueflandi virk efni úr lækningajurtum sem bæta heilsu okkar svo um munar og því mjög snjallt að innleiða tedrykkju inn í okkar daglega mataræði. Ég hef sjálf drukkið te í fjölda ára á hverjum degi og mér finnst afar skemmtilegt að tvista aðeins til tedrykkjuna hjá mér og blanda te með öðru hráefni í stað þess að drekka það á gamla mátann, þ.e.a.s. í soðið vatn þó það standi vissulega alltaf fyrir sínu.

31. ágúst 2018 : Ídýfa með kasjúhnetum og graslauk

Heil og sæl! Ég er á fullu að prófa mig áfram með kasjúhnetur í eldhúsinu og mig langaði að gera einhvers konar kasjúhnetu-rjómaosta-ídýfu, svolítið eins og hummus nema úr kasjúhnetum. Ef kasjúhnetur eru lagðar í bleyti þá verða þær svo rjómakenndar og það er hægt að búa til alls konar gúmmelaði úr þeim! Ég kalla þessa uppskrift 'ídýfu' en þetta getur alveg verið rjómaostur líka því það er æðislegt að skella ídýfunni beint á beyglu. Ég prófaði mig áfram með graslauk því ég átti nóg af honum til heima en það er líka hægt að prófa sólþurrkaða tómata, soðnar gulrætur eða rauðrófur jafnvel sætar kartöflur, bara hvað sem manni langar í! Ég mæli líka með að krydda ídýfuna með góðum kryddum, t.d. með ristuðum hvítlauki en ég notaði hvítlaukssalt. 

25. ágúst 2018 : Pastasalat með kjúkling og avocado

Heil og sæl! Ég vildi endilega deila með ykkur uppskrift af ljúffengu pastasalati sem að ég geri oft á mínu heimili og fyrir vinkonuhópinn en þetta salat slær alltaf í gegn! Ég kalla það 'mömmusalat' vegna þess að mamma gerði þetta salat oft þegar ég var yngri. Ég og systir mín hjálpuðum til og ég var alltaf svo spennt þegar það var mömmusalat í matinn. Ég setti minn eigin snúning á salatið og bætti avocado út á ásamt ristuðum kasjúhnetum til þess að fá smá 'crunch' en ég set oft hnetur í staðinn fyrir brauðteninga út á salöt. Ég nota oftast tilbúinn kjúkling sem að ég kaupi í Melabúðinni, alveg eins og mamma gerði. Það er líka í fínasta lagi að steikja sinn eigin kjúkling ef maður vill það frekar. Þetta salat er ljúffengt, auðvelt og fljótlegt! Svo er það æðislegt daginn eftir í hádegismat!

15. ágúst 2018 : Heimsins besti prótein smoothie

Heimsins besti prótein smoothie? Allavena að mínu mati! Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei fýlað að drekka prótein. Aldrei fundið neitt prótein gott á bragðið og áferðin ekki góð. Það var ekki fyrr en ég smakkaði Now Plant Protein Complex í bragðinu Chocolate Mocha. Ef þið eruð eitthvað eins og ég og hafið ekki verið á prótein vagninum þá mæli ég innilega með því að prófa þetta prótein. 

9. ágúst 2018 : 'Chunki Monki' granóla

Heil og sæl! Heimagert granóla er í allra uppáhaldi hjá mér því það er svo einfalt að búa það til sjálfur og það er hægt að gera granóla á óteljandi vegu! Ég hef meðal annars búið til jólagranóla, sumargranóla og súkkulaði granóla en að þessu sinni ætla ég að gera granóla með bönunum og hnetusmjöri! Ég stappa niður 1-2 banana og bræði hnetusmjör með hlynsírópi svo það verður mjúkt og blanda saman við hafra, kasjúhnetur, möndlur og kakónibbur. Ég veit að það eru ekki allir hrifnir af kakónibbum en þegar búið er að rista þær inn í ofni bragðast þær miklu betur svo ég mæli með að prófa, auk þess eru þær ótrúlega hollar og stútfullar af trefjum og andoxunarefnum. 

Vildbjerg3

7. ágúst 2018 : Mín versló

Hæ kæru lesendur! Ég var að koma heim úr frábæri ferð í Danmörku með 25 fótboltastelpum úr 3.flokki kvenna íA. Þær voru að keppa á Vildbjerg cup og ég var svo heppinn að fá að koma með sem farastjóri. Við fórum á mánudegi og komum heim á frídegi verslunarmanna þannig ég eyddi minni versló í DK í 27°+ hita, án grins geggjað! Vildbjerg Cup er eitt af stærstu fótboltamótum í Evrópu en þetta mót er fyrir stráka og stelpur frá 9 ára til 18 aldri. Við mættum rétt fyrir mót og náðum að versla og fara í Djur Sommerland áður en mótið byrjaði. 

31. júlí 2018 : Hampfræ + uppskrift af hampmjólk

Heil og sæl! Ég er að prófa mig mikið áfram með hampfræ og hampolíu þessa dagana en ég tek 1-2 matskeiðar af hampolíu á morgnana og drekk vatnsglas beint eftir á (bragðið er ekki það besta, hehe) Heilsueiginleikar hampfræja og hampolíunnar eru magnaðir en hampolían hefur m.a. mjög góð áhrif á húð og hægt er að nota hana sem áburð á húðina. Ég hef verið að kljást við slæmt exem frá því ég var barn og hampolían hefur hjálpað mér svo mikið að þið trúið því ekki en mér líður miklu betur í húðinni þegar ég tek hampolíu daglega. Það er ómega-3 fitusýrunum að þakka en hampolían er stútfull af ómega-3 og ómega-6 fitusýrum sem hafa góð áhrif á húð, hár og neglur ásamt því að stuðla að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi. Hampfræin eru einnig talin vera bólgueyðandi. Hampfræ og hampolía hafa hins vegar fengið á sig slæmt orðspor vegna þess að hampur kemur frá plöntunni Cannabis Sativa en marijúana kemur einnig af sömu plöntu. Það er samt ekkert að óttast því hampur og marijúana eru tvö aðskyld fyrirbæri þó að þau komi af sömu plöntu en hampur er ekki vímuefni eins og marijúana. 

31. júlí 2018 : Mitt uppáhalds holla ''snakk''

Hæhæ! Mörg okkar eru oft í vandræðum hvað okkur langar til að hafa til hliðar á kvöldin til að snarla á eða fá okkur yfir sjónvarpsþættinum jafnvel sem snarl í töskuna í vinnnuna. Ég er komin með mitt uppáhalds ''snakk'' sem ég á erfitt með að hætta borða þegar ég byrja, góða við það að það er hollt og alls ekki slæmt ''snakk''!