Blackstar

Héldum upp á sumarið með pop-up pizzapartý Blackbox x Converse = Blackstar. Á boðstólnum voru eldbakaðar súrdegis pizzur og ískaldur Tuborg. Egill Spegill, Dadykewl, Þorri og Sturla Atlas héldu uppi stemningunni með ljúfum tónum. 
Hér eru myndir af þessu vel heppnaða kvöldi! Næsta Blackstar partý verður í byrjun júlí, mælum með því að þið fylgist með Blackbox á Instagram til þess að missa ekki af næsta teiti. 


H Magasín

14. júní 2018 : Blackstar

Héldum upp á sumarið með pop-up pizzapartý Blackbox x Converse = Blackstar. Á boðstólnum voru eldbakaðar súrdegis pizzur og ískaldur Tuborg. Egill Spegill, Dadykewl, Þorri og Sturla Atlas héldu uppi stemningunni með ljúfum tónum. 
Hér eru myndir af þessu vel heppnaða kvöldi! Næsta Blackstar partý verður í byrjun júlí, mælum með því að þið fylgist með Blackbox á Instagram til þess að missa ekki af næsta teiti. 

29f5ef80-389d-416d-b2b9-9aa769f10643

5. júní 2018 : Próteinríkur kaffismoothie og gjafaleikur: Bætiefnapakki frá NOW

Halló, halló .. Indíana hér! Ég bara varð að deila uppskriftinni að þessum ótrúlega einfalda kaffismoothie sem er bæði próteinríkur og vegan. Hann er svo ótrúlega bragðgóður og áferðin er eins og sjeik! Aðeins 5 innihaldsefni + klakar.

Ég er síðan með geggjaðan gjafaleik á Instagram hjá mér sem ég hvet ykkur til að taka þátt í!

5. júní 2018 : Mjög góðir prótein boltar í millimál

Hversu gaman er að fá pakka? Það er loksins komið smá sumar og sólin er farin að láta sjá sig og þá fer fólk í smá gjafastuð!! Um daginn beið mín mjög sætur pakki þegar ég kom í H Verslun frá The Protein Ball Co. Í þessum fallega pakka voru protein boltarnir. Ég hef verið að smakka þessa bolta í nokkur skipti núna og er að fýla þá. Ég viðurkenni það alveg að það þarf að venjast þessu vel áður en þú ferð að kaupa þér þetta í hverri ferð út í búð. Það eru sex boltar í hverjum poka og það eru til fjögur mismunandi brögð. Mér finnst þetta frábært millimál og svo gott að eiga inn í skáp og grípa með sér ef maður er alltaf á ferðinni eins og ég. 

1. júní 2018 : Creme Brulee skyrterta

Hvað er betra en góður eftirréttur sem er bæði sykur og glúteinlaus? Pabbi átti afmæli í vikunni og langaði mig til að sjá um eftirréttinn og hafa hann í hollari kantinum. Ég ákvað að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og gera skyrtertu, þar sem ég geri nánast aldrei tertur eða eftirrétti. Styrkleikarnir eru ekki allsstaðar en þessi skyrterta kom mjög vel út mér til mikillar gleði. 

31. maí 2018 : Ristað kókossmjör

Heil og sæl! Jafnvel þó að það sé búið að rigna allan mánuðinn þá ætla ég ekki að láta það stoppa mig í sumaruppskriftunum mínum! Ég vinn mikið með kókos í eldhúsinu og rakst á skemmtilega hugmynd á netinu, kókossmjör! Kókossmjör er ekki það sama og kókosolía en kókosolía er búin til með því að pressa olíu úr kókosinum sjálfum og er tilvalin í eldamennskuna. Kókossmjör er búið til með því að blanda kókosinum saman og í því ferli losnar um olíurnar sem eru í kókosinum alveg eins og gerist með hnetusmjör! Kókosolía er því einungis olían úr kókosinum sjálfum en kókossmjör er bæði kókosinn og olían. Í þessari uppskrift ristaði ég kókosmjölið en það er alls ekki nauðsynlegt. Ef þú vilt mikið kókosbragð mæli ég ekki með að rista kókosinn því það breytir bragðinu örlítið. 

30. maí 2018 : Maskari og Eyeliner frá Inika

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag langar mér að deila með ykkur mínu uppáhalds combói þessa stundina. Vegan Long Lash maskarinn frá Inika og Liquid Eye Liner einnig frá Inika. Báðar vörurnar eru lífrænar, vegan og ekki prófaðar á dýrum sem skiptir mig miklu máli. Gaman að segja frá því að maskarinn vann Glamour verðlaun fyrir besta maskarann og stendur hann svoleiðis fyrir því! 

30. maí 2018 : Ásdís Grasa: Heilsueflandi jurtir í mataræðið

Heilsueflandi jurtir eru góð viðbót í mataræðið okkar. Vilt þú læra hvernig þú getur notað lækningajurtir í mataræðinu þínu fyrir stórkostlega heilsu, orku og vellíðan?

30. maí 2018 : Guðrún Bergmann: Laxerolía er alger undraolía

Hver hefur ekki heyrt um hægðalosandi áhrif laxerolía. Lexerolían hefur hins vegar öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum. Eiginleikar hennar gera það að verkum að hún er til margs nýtileg og í þessari grein fjalla ég einungis um smá brot af því.

Talið er að Egyptar til forna hafi verið þeir fyrstu til að byrja að nota olíuna og þar hafa fundist Castor-baunir sem olían er unnin úr í grafhýsum frá 4.000 f. Krist. Sagt er að Cleopatra hafi notað hana til að gera hvítuna í augum sínum hvítari (betri hægðalosun og hreinni ristill hefur m.a. þau áhrif) og sem áburð á húðina.

A2b926e6-0bce-44df-b6a1-733cf24d6c29

21. maí 2018 : Ofureinfalt granola með döðlum, kanil, kókos og vanillu

Heimagert, einfalt og ótrúlega gott granola (eða rawnola ef ekki ristað). Þetta er ótrúlega gott eitt og sér til að narta í eða út á smoothie skálar, grauta eða jógúrt.

Ég hef lengi ætlað að prufa að gera granola sjálf heima. Í gær áttum ég og Finnur rólegan dag heima saman og gerðum okkur acai skál og edamame baunir í hádegismat. Ég týndi allt til úr skápunum og byrjaði að búa til rawnola sem er í raun bara hrátt granola, s.s. ekki eldað. Þannig þessa uppskrift er bæði hægt að hafa alveg hráa eða það er hægt að rista blönduna á pönnu og þá verður þetta meira crunchy.

Hlutföllin í uppskriftini eru sirka rétt en ég var ekki að mæla neitt sem ég setti í blönduna. Það er mikið hægt að prufa sig áfram með þessa uppskrift.

18. maí 2018 : Sumargranóla með kókos og þurrkuðum mangó

Heil og sæl! Ég er svo sannarlega komin í sumarskap og er búin að vera að leika mér í eldhúsinu með sumarleg hráefni eins og kókos og mangó ...  þá kviknaði sú hugmynd að gera sumargranóla! Sjálf er ég mikið fyrir granóla og geri reglulega mitt eigið en ég mæli sérstaklega með heimalöguðu súkkulaðigranóla. Granóla er æðislegt út á grautinn eða jógúrtið og svo þykir mér líka algjört nammi að borða það eitt og sér! Ég notaði meðal annars hafra og kókos ásamt fræblöndu frá Himneskri Hollustu sem var alveg tilvalin í granólagerð! Það var líka svo skemmtilegt að vinna með þurrkaða mangóbita og guli liturinn kemur manni klárlega í sumarskap! 

15. maí 2018 : Nýr og betri hlaupaskór frá Nike: REACT

Hvað er Nike React? 

Nike leitast alltaf eftir því að vera í fremstu röð þegar kemur að tækni og nýjungum í sínum vörum. Fyrir nokkrum vikum síðan kom á markað glæný tækni frá Nike sem nefnist REACT. Nike mun svo í framhaldi nýta þessa nýju tækni í hlaupaskó, körfuboltaskó og fleiri tegundir.