Sætkartöfluvöfflur

Sætkartöfluvöfflur

Holl og næringarrík hráefni geta gert gæfumuninn. Í þessari uppskrift leynast slík hráefni. Sætar kartöflur þekkjum við flest. Margir hafa innleitt þær inn í mataræðið sitt og þá jafnvel skipt þeim alveg út fyrir venjulegar kartöflur. Það fylgja því margir kostir að borða sætar kartöflur en þær innihalda meðal annars flókin kolvetni, eru ríkar af B-6 vítamíni og valda ekki hækkun á blóðsykri. Auk þess eru þær ódýrar og auðvelt er að nálgast þær út í búð.


20. janúar 2017 : Götutískan í Verzló

H tískan í Verzlunarskólanum hefur verið áberandi fyrir flottan klæðnað til fjölda ára og því gaman að fylgjast með krökkunum. Við fengum að skoða tískuna sem er á göngunum, og sýnist okkur íþróttafatnaður vera ríkjandi hjá þessum flottu krökkum.

Alex Silver Fagan

20. janúar 2017 : Mælum með: Alex Silver Fagan

Hvatning er alltaf mikilvæg og hægt er að sækja sér innblástur víða. Að umkringja sig fólki sem er metnaðarfullt og ákveðið getur haft mikil áhrif. Flestir eyða dágóðum tíma á samfélagsmiðlum hvern einasta dag og hvers vegna ekki að bæta við fólki þar sem gæti hugsanlega ýtt eitthvað við okkur. Ef þig vantar innblástur hvað varðar þjálfun og stíl mælum við sterklega með því að þú bætir Alex Silver Fagan við á fylgjendalistann þinn, en hún er allt í senn íþróttakona, einka- og hóptímaþjálfari, jóga kennari, fitness módel og Nike þjálfari.

Sætkartöfluvöfflur

20. janúar 2017 : Sætkartöfluvöfflur

Holl og næringarrík hráefni geta gert gæfumuninn. Í þessari uppskrift leynast slík hráefni. Sætar kartöflur þekkjum við flest. Margir hafa innleitt þær inn í mataræðið sitt og þá jafnvel skipt þeim alveg út fyrir venjulegar kartöflur. Það fylgja því margir kostir að borða sætar kartöflur en þær innihalda meðal annars flókin kolvetni, eru ríkar af B-6 vítamíni og valda ekki hækkun á blóðsykri. Auk þess eru þær ódýrar og auðvelt er að nálgast þær út í búð.

19. janúar 2017 : Undravara fyrir hár & húð

Hver ykkar þekkir til og veit til hvers laxerolía er notuð. Það sem fáir hins vegar vita er að laxerolía er hrein olía sem nota má á allan líkamann og í andlit. Laxerolía á auðvelt með að smjúga djúpt inn í húðina og er því góð bæði til að mýkja hana og græða. Olían er frekar þykk og því getur verið tilvalið að þynna hana út með annarri olíu, t.d. möndluolíu.

19. janúar 2017 : Vantar þig æfingaskó?

Hinir vinsælu Air Zoom Strong frá Nike búa yfir mörgum sterkum eiginleikum. Skórnir veita stöðugleika, mýkt og gott aðhald. Síðan skemmir það alls ekki fyrir að þeir eru með eindæmum fallegir. Þessi nýji meðlimur í æfingaskó flóru Nike er að koma virkilega sterkur inn! 

Deliciously Ella

18. janúar 2017 : Mælum með: Ómótstæðileg Ella

Heilbrigt, heilandi og heilsusamlegt líferni. Þetta eru þau atriði sem Ómótstæðileg Ella (e. Deliciously Ella) leggur hvað mesta áherslu á í daglegu lífi. Ella er svokölluð glútenlaus vegan þó að henni sé illa við stimpilinn ,,vegan‘‘ vegna þess að ekki er alltaf samasemmerki á milli þess og að vera heilbrigður og borða hollan mat.

Turierla

18. janúar 2017 : Fyrsta árið mitt sem „atvinnumaður“

Hver er Þuríður Erla Helgadóttir?

SkalVegan

17. janúar 2017 : Vegan kvöldverðar skál

Hvað á að vera í kvöldmatinn? Þetta er líklega sú spurning sem við spyrjum okkur sjálf og aðra hvað oftast frá degi til dags. Að gera sér skál er skotheld hugmynd og möguleikarnir eru óendanlegir. Hér er um að gera að nota hugmyndaflugið og leika sér hvað varðar innihald og samsetningar. Hér að neðan er ein hugmynd að samsetningu sem inniheldur líklega flest þau næringarefni sem einkenna góðan og heilsusamlegan kvöldverð. Gaman er að raða öllu innihaldinu fallega í skál og skreyta jafnvel með ferskum kryddjurtum eða fræjum.

Dreka

16. janúar 2017 : Bai drekaávaxta orkuskot

Hinir vinsælu Bai svaladrykkir eru bragðgóðir og frískandi, náttúrulegir og orkugefandi. Þeir eru ríkir af andoxunarefnum og hafa mjög lágan sykurstuðul. Bai eru frábærir sem bragðviðbót, einir og sér eða í bland við annað.

MiaSvavars

16. janúar 2017 : Instagram vikunnar - Mía

Hildur Emelía Svavarsdóttir eða Mía er með mjög áhugaverðan stíl. Hún verður tvítug á árinu og er á lokaári í Menntaskólanum á Akureyri. Hún mun ljúka stúdentsprófinu í vor og með skólanum vinnur hún sem þjónn á veitingastaðnum Strikinu. Mía stundar líkamsrækt reglulega og er að njóta lífsins á Akureyri.