Sumargranóla með kókos og þurrkuðum mangó

Heil og sæl! Ég er svo sannarlega komin í sumarskap og er búin að vera að leika mér í eldhúsinu með sumarleg hráefni eins og kókos og mangó ...  þá kviknaði sú hugmynd að gera sumargranóla! Sjálf er ég mikið fyrir granóla og geri reglulega mitt eigið en ég mæli sérstaklega með heimalöguðu súkkulaðigranóla. Granóla er æðislegt út á grautinn eða jógúrtið og svo þykir mér líka algjört nammi að borða það eitt og sér! Ég notaði meðal annars hafra og kókos ásamt fræblöndu frá Himneskri Hollustu sem var alveg tilvalin í granólagerð! Það var líka svo skemmtilegt að vinna með þurrkaða mangóbita og guli liturinn kemur manni klárlega í sumarskap! 


H Magasín

A2b926e6-0bce-44df-b6a1-733cf24d6c29

21. maí 2018 : Ofureinfalt granola með döðlum, kanil, kókos og vanillu

Heimagert, einfalt og ótrúlega gott granola (eða rawnola ef ekki ristað). Þetta er ótrúlega gott eitt og sér til að narta í eða út á smoothie skálar, grauta eða jógúrt.

Ég hef lengi ætlað að prufa að gera granola sjálf heima. Í gær áttum ég og Finnur rólegan dag heima saman og gerðum okkur acai skál og edamame baunir í hádegismat. Ég týndi allt til úr skápunum og byrjaði að búa til rawnola sem er í raun bara hrátt granola, s.s. ekki eldað. Þannig þessa uppskrift er bæði hægt að hafa alveg hráa eða það er hægt að rista blönduna á pönnu og þá verður þetta meira crunchy.

Hlutföllin í uppskriftini eru sirka rétt en ég var ekki að mæla neitt sem ég setti í blönduna. Það er mikið hægt að prufa sig áfram með þessa uppskrift.

18. maí 2018 : Sumargranóla með kókos og þurrkuðum mangó

Heil og sæl! Ég er svo sannarlega komin í sumarskap og er búin að vera að leika mér í eldhúsinu með sumarleg hráefni eins og kókos og mangó ...  þá kviknaði sú hugmynd að gera sumargranóla! Sjálf er ég mikið fyrir granóla og geri reglulega mitt eigið en ég mæli sérstaklega með heimalöguðu súkkulaðigranóla. Granóla er æðislegt út á grautinn eða jógúrtið og svo þykir mér líka algjört nammi að borða það eitt og sér! Ég notaði meðal annars hafra og kókos ásamt fræblöndu frá Himneskri Hollustu sem var alveg tilvalin í granólagerð! Það var líka svo skemmtilegt að vinna með þurrkaða mangóbita og guli liturinn kemur manni klárlega í sumarskap! 

15. maí 2018 : Nýr og betri hlaupaskór frá Nike: REACT

Hvað er Nike React? 

Nike leitast alltaf eftir því að vera í fremstu röð þegar kemur að tækni og nýjungum í sínum vörum. Fyrir nokkrum vikum síðan kom á markað glæný tækni frá Nike sem nefnist REACT. Nike mun svo í framhaldi nýta þessa nýju tækni í hlaupaskó, körfuboltaskó og fleiri tegundir.

Screen-shot-2018-05-15-at-21.38.29

15. maí 2018 : Bikini frá Nike

Hugsunin um að sumarið sé rétt handan við hornið er geggjað, loksins!! Ég er miklu meiri sumarmanneskja  heldur en vetrarmanneskja, sumarið er svo heillandi tími. Á sumrin er létt yfir öllum og fólk er fáklætt og í góðu skapi, þannig á það að vera. Í mars kom sending í H Verslun frá Nike, bikiní, já Nike bikiní. Núna er bókstaflega hægt að ganga í öllu Nike, frá toppi til táar sem okkur finnst nú alls ekki leiðinlegt, enda er Nike vörurnar mjög þæginlegar og fallegar :) Ég hef mikinn áhuga á því að kaupa mér bikiní og á margar týpur og gerðir.  Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort að ég ætti að fá mér eitt stykki bikiní frá Nike og ég er ennþá að hugsa málin en ég held að ég fari og slái til. 

14. maí 2018 : Kókos prótein kúlur

Hæ elsku H Magasín lesendur. Í dag langaði mig að deila með ykkur nýrri uppskrift sem ég er mjög spennt fyrir! Kókos prótein kúlur - þær eru sykur- og glúteinlausar ásamt því að vera vegan. Ég ákvað að prufa mig áfram með upprunalegt uppáhalds döðlukúlu uppskrift að prófa setja prótein duft. Það heppnaðist mjög vel og elska að eiga svona kúlur inní frysti með kaffinu eða þegar mér langar í eitthvað sætt. 

11. maí 2018 : Asta Eats: Coconut Bowls

Heil og sæl! Eftir krefjandi en skemmtilegar 15 vikur í skólanum er ég loksins komin í sumarfrí! Ég ákvað að verðlauna mig og kaupa mér eitt sem mér hefur langað í mjög lengi, kókoshnetuskál frá Coconut Bowls! Ég er búin að fylgja Coconut Bowls á Instagram í langan tíma og lét loksins verða að því og keypti skálar og skeiðar í stíl. Ég keypti mér 'The Coco Combo' sem inniheldur tvær kókoshnetuskálar, eina grófa og eina fína, og tvær kókoshnetuskeiðar. Það er hægt að kaupa gaffla í staðinn eða bæði skeiðar og gaffla. Ég notaði afsláttarkóðann ecofriendly sem gaf mér 10% afslátt og já, þau senda til Íslands!

7. maí 2018 : Matseðill og Afmælis vikan 7 - 13 mai

Hvað skal hafa í matinn í vikunni? Gott finnst mér að setja upp matseðil fyrir vikuna frá mánudegi til sunnudags. Sjálfsögðu sveigi ég oft út af honum og breyti til, ekki er maður alltaf í stuði til þess að elda eða hafa fisk eða kjúkling þann dag svo það er í góðu lagi á mínu heimili að breyta til. 

Buxur10

6. maí 2018 : Mínar uppáhalds sprettæfingar

Hvað er skemmtilegra en að taka góða sprettæfingu? Þegar það er off season í fótboltanum eða langt í leik finnst mér mjög gaman að taka spretti en ég geri það eiginlega alltaf þegar ég fer að lyfta en þá eru sprettirnir kannski í styttri kantinum. Ég er dugleg að búa mér til æfingabanka, sama hvort það er lyftingaæfing eða sprettir. Mér finnst það hentugt og hef ég verið dugleg að bæta í safnið síðustu ár. Í þessum æfingabanka eru t.d sprettæfingarnar úr hlaupa programminu frá Indí, sem mér finnst alveg frábært og mæli með. Þá byggi ég einnig margar æfingar á efni af netinu eða eða efni sem ég sankað að mér frá öðrum þjálfurum í fótboltanum.

Now_fraedslukvold_fb

4. maí 2018 : Fræðslukvöld 8. maí: Hreyfing, mataræði, hugarfar og bætiefni

Halló, halló .. Indíana hér!

Heilbrigður lífsstíl verður megináherslan á fyrirlestrakvöldi sem haldið verður þriðjudaginn 8. maí í næstu viku. Ég er virkilega spennt fyrir þessu kvöldi en ég, Beggi Ólafs og Arnór Sveinn ætlum að halda þrjá ólíka fyrirlestra sem eiga það þó allir sameiginlegt að snúast um atriði tengd heilbrigðu líferni.

4. maí 2018 : Bleikja með sveppum, kóríander og hvítlauk

Hæhó eftir miklar eftirspurnir af bleikjunni sem ég setti í Instagram story í vikunni langar mig til að deila með ykkur uppskriftinni. Ég fæ alltaf besta og ferskasta fiskinn hjá vini mínum í Hafinu Hlíðarsmára, ég finn mikinn mun á milli fiskbúða hvernig fiskurinn er og hef ég alltaf haldið mig við fiskinn frá Hafinu því ég veit ég fæ hann alltaf ferskan og bragðgóðan hjá þeim. 

3. maí 2018 : New in: Converse Break Point

Hæ elsku H Magasín lesendur. Þegar ég keypti mér þessa skó var heldur betur vor veður og tími fyrir nýja sumarskó - nú þegar ég skrifa þetta er snjókoma. Held ég þurfi að bíða örlítið til að geta byrjað nota þessa Converse aðeins lengur en ég er nokkuð viss um að þeir verði mjög mikið notaðir í sumar. Ég held notað Converse skó í meira en 10 ár og ég fæ aldrei leið á þeim. Converse Break Point eru aðeins hlutlausari heldur en klassíska týpan og mun ég nota þá meira þegar ég er að fara eitthvað fínt - held þeir myndu smellpassa við til dæmis einhverja flotta dragt.