Hair Skin and Nails frá NOW

Hair skin and nails frá Now er frábær blanda innihaldsefna sem styðja við heilbrigði hárs, húðar og nagla. Blandan inniheldur m.a. A,C og E vítamín, B-komplex blöndu, steinefni, Keratín, msm, l-proline, Horstail og Hyaluronic sýru. En förum aðeins nánar yfir innhaldsefnin í þessari frábæru blöndu, Hair skin and nails frá NOW.


H Magasín

20. október 2018 : Próteinrík Acai skál

Halló, halló .. Indíana hér með einfalda uppskrift að Acai skál. Þessi skál er alveg ótrúlega fersk en berjabragðið af Acai duftinu og frosnu ávöxtunum og síðan vanillubragðið af próteininu tónar alveg ótrúlega vel saman.

19. október 2018 : Hair Skin and Nails frá NOW

Hair skin and nails frá Now er frábær blanda innihaldsefna sem styðja við heilbrigði hárs, húðar og nagla. Blandan inniheldur m.a. A,C og E vítamín, B-komplex blöndu, steinefni, Keratín, msm, l-proline, Horstail og Hyaluronic sýru. En förum aðeins nánar yfir innhaldsefnin í þessari frábæru blöndu, Hair skin and nails frá NOW.

17. október 2018 : Kaffisúkkulaði hrákaka og súkkulaði salthnetu hrákúlur

Hvernig hljómar kaffi döðlusúkkulaði hrákaka fyrir þá sem eru kaffi og súkkulaði elskendur?
Einföld Hrákaka sem tekur minna en 10 mín að gera inn í frysti svo er ykkar val hvernig þig toppið ykkar hráköku. Mig langar að deila með ykkur minni uppskrift af góðri Hráköku sem og Salthnetu og súkkulaði döðlukúlum. 

16. október 2018 : Millivegurinn: Katrín Tanja

Hraustasta kona í heimi Katrín Tanja kíkti á okkur í Milliveginn og ræddi við okkur meðal annars um mótlæti, tilgang lífsins, andlega þáttinn, morgunrútínuna og að sjálfsögðu Crossfit.

16. október 2018 : Anna Eiríks: Fjórar hörkugóðar æfingar

Hollt mataræði og fjölbreyttar æfingar eru lykillinn að góðum árangri. Í þessu myndbandi sýni ég þér fjórar hörku góðar æfingar sem ég hvet þig til þess að gera á næstu æfingu eða t.d. eftir góðan göngutúr. 

14. október 2018 : Kínóa grautur í haustbúning

Heil og sæl! Þetta er mín fyrsta tilraun í að gera kínóa graut og ég var mjög ánægð með útkomuna! Ég vildi nota hráefni sem minna mig á haustið og að sjálfsögðu var kanill fyrir valinu ásamt valhnetum og grænum eplum. Kínóa er ofboðslega næringarríkt, prótein- og trefjaríkt og getur komið í stað hrísgrjóna en það er líka hægt að nota kínóa í helling annað, t.d. í grautargerð! Kínóa getur verið biturt á bragðið út af efnasambandinu 'saponin' en til að losa sig aðeins við bitra bragðið er gott að skola kínóa undir köldu vatni. Ég vill taka það fram hér í byrjun að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu og Isola Bio. 

Screen-shot-2018-09-16-at-21.21.29

9. október 2018 : Nýr galli frá NIKE

Hæ elsku lesendur! Núna er komið svolítið haustveður úti og rútínan hefur komist í gang aftur. Ég fór í H Verslun fyrir stuttu síðan og nældi mér í nýjan galla frá Nike. Ég er mikið að fýla að vera í galla, semsagt sama lit af buxum og peysu og þessi féll alveg fyrir augað. Þetta er vinsælu Tech fleece buxurnar og peysa í stíl. Gallinn er til í þremur litum, svartur, grár og gulur. Peysan er einnig Tech fleece. 

7583926800_IMG_3550

7. október 2018 : Skref fyrir skref: Ofureinföld, sykurlaus eplabaka með kanil og kókos

Hér höfum við ljúffenga og ofureinfalda eplaböku. Þessi er dásamleg nýkomin úr ofninum með þeyttum rjóma eða ís. Hægt er að bera hana fram með sykurlausri súkkulaðisósu en uppskriftin að henni er líka að finna hér að neðan.

5. október 2018 : Karamellu kókos skyrterta

Hver elskar ekki góðan eftirrétt? Hér eru engin boð og bönn því þessi Kókos karamellu skyrterta er hollustu dásemd myndi ég segja. Oft langar manni í eitthvað sætt eftir matinn, með kaffinu eða bara gera sér glaðan dag með góðri sneið af skyrtertu þá er þessi tilvalin til að eiga í frysti.

Vildbjerg9

1. október 2018 : Uppáhalds æfingarnar mínar sem taka stuttan tíma.

Hæ kæru lesendur. Mér finnst rosalega gaman að hreyfa mig en mig langar líka að reyna að vera eins fljót og ég get með æfingarnar. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að dunda mér í ræktinni, ég vil helst drífa þetta af og keyra púlsinn vel upp. Mínar uppáhalds æfingar til þess að gera í ræktinni eru stuttar og reyna vel á þolið í leiðinni. Ég er ekki með neina menntun í að gera æfingar en mér finnst bara gaman að púsla saman því sem mér finnst skemmtilegt. Ég fæ margar góðar hugmyndir frá þjálfurum sem ég hef verið hjá og finnst gaman að setja saman mitt eigið.  Þetta eru tvær æfingar sem taka 30 mín og 20 mín.  

30. september 2018 : Asta Eats: Heilsu & Lífstílsdagar

Heil og sæl! Haustið er komið og með því fylgja heilsu- og lífstílsdagar í Nettó! Í þessari færslu ætla ég að telja upp mínar uppáhalds vörur sem hægt er að finna á heilsudögum ásamt nýjungum frá Himneskri Hollustu og Good Good Brand sem ég var spennt að prófa. Ég vill taka það fram að ég keypti vörurnar sjálf en ég kíki alltaf á heilsudaga og birgi mig upp fyrir veturinn og skoða spennandi nýjungar og tilboð. Heilsudagar eru til 3. október svo ég mæli eindregið með að kíkja ef þið eruð ekki enn búin að því! Það eru ofurtilboð á hverjum degi og til gamans má geta er til dæmis grænkál á 50% afslætti þann 2. október og ég mun klárlega mæta, enda er grænkál í algjöru uppáhaldi.