Sprettir H Mag

Af hverju sprettir?.. 3 mismunandi æfingar til að spreyta sig á

Hraði og snerpa. Sprettir eru frábærir til að byggja upp vöðvamassa og brennslan er mikil á skömmum tíma. Persónulega finnst mér leiðinlegt að eyða of miklum tíma á brettinu en ég elska spretti. Líka ef ég hef lítinn tíma til að æfa þá verða sprettir langoftast fyrir valinu þar sem ég get verið á brettinu í kannski 30 mínútur í heildina og samt tekið ótrúlega vel á því. Þegar við sprettum erum við í raun að taka á öllum líkamanum en við þjálfum sérstaklega vel rass- og lærvöðvana og kviðvöðvana. Hér að neðan eru þrjár sprettæfingar sem ég gríp oft í þegar ég hef lítinn tíma og mig langar að taka vel á því og svitna helling.


Sprettir H Mag

22. júlí 2017 : Af hverju sprettir?.. 3 mismunandi æfingar til að spreyta sig á

Hraði og snerpa. Sprettir eru frábærir til að byggja upp vöðvamassa og brennslan er mikil á skömmum tíma. Persónulega finnst mér leiðinlegt að eyða of miklum tíma á brettinu en ég elska spretti. Líka ef ég hef lítinn tíma til að æfa þá verða sprettir langoftast fyrir valinu þar sem ég get verið á brettinu í kannski 30 mínútur í heildina og samt tekið ótrúlega vel á því. Þegar við sprettum erum við í raun að taka á öllum líkamanum en við þjálfum sérstaklega vel rass- og lærvöðvana og kviðvöðvana. Hér að neðan eru þrjár sprettæfingar sem ég gríp oft í þegar ég hef lítinn tíma og mig langar að taka vel á því og svitna helling.

21. júlí 2017 : Nesti í ferðalagið

Hvort sem ég er að fara í skóla, vinnu, flug eða ferðalag þá er aðeins einn hlutur sem ég passa alltaf uppá að gleymist ekki og það er heimatilbúið nesti. Mörgum finnst það krefjast of mikillar fyrirhafnar að græja nesti en með smá skipulagi og örlitlu hugmyndaflugi er það enginn vandi. Þá eru líka minni líkur að þú freistist í óhollan skyndibita yfir daginn. Mér finnst lang best að útbúa nesti kvöldinu áður þar sem oft gefst lítill tími til að hugsa útí það á morgnana.

Nike-179

21. júlí 2017 : Sjáðu myndir frá #sneakerball_rvk

Sneakerball var haldið í Gamla Bíó þann 15. júlí síðastliðin. Fram komu DJ Jay-O, Alexander Jarl, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier, Sturla Atlas og Emmsjé Gauti. Allir mættu í sínum flottustu Nike skóm og stemningin var ótrúleg.

21. júlí 2017 : Máttur Future

Hendrix, Future Hendrix, Super Future, Future Vandross, Future Mozart, Fire Marshall Future, The Wizard, The Monster, The Astronaut Kid, Pluto. Fullt nafn: Nayvadius Wilburn, er sá músíkant sem ég hef hlustað mest á í gegnum mikilvægustu ár lífs míns og er þar af leiðandi uppáhalds tónlistarmaðurinn minn.

20. júlí 2017 : Into and above glacier

Hið íslenska sumar hefur uppá mikið að bjóða þó svo að það sé ekki glampandi sól alla daga. Það er mikið af skemmtilegum ferðum í boði og svo er klassíska roadtrip-ið alltaf snilld. Fyrr í júlí fór ég með kærasta mínum í óvissuferð þar sem ég átti afmæli og fór hann með mig upp á Langjökul.

19. júlí 2017 : Uppáhalds skór

Hversu mikið gera skórnir fyrir heildarlookið? Persónulega finnst mér flottir skór vera algjört möst. Ég er mikill skófíkill og hef alltaf verið. Þetta er allt frá því að vera sneakers yfir í fína skó sem ég tími varla að nota. Ég á mér þó þrjá uppáhalds skó eða skótýpur sem ég geng mikið í og það endar oftast þannig að þeir verða fyrir valinu þegar ég vel mér í hverju ég á að fara. Þetta eru þrír ólíkir skór en eiga mikið sameinlegt. 

17. júlí 2017 : Spirulina skál + krefjandi verkefni

Hnetusmjör gerir allt betra. Þessa skál fékk ég mér í kvöldmat um daginn .. já kvöldmat. Ég var að kenna og mig langaði svo ótrúlega mikið í eitthvað kalt og djúsí þegar ég kom heim. Ég toppaði skálina með súkkulaði granóla og namm þetta var svo gott. Ég hafði stuttan tíma til að gera mér kvöldmat svo þetta var hentugt en ég þurfti að bruna í Ljósmyndaskólann að vinna í skemmtilegu og krefjandi (!) verkefni (sjá neðar). Þegar ég kom heim um ellefu leytið snarlaði ég á papriku og jalapeno hummus en ég er hummusóð þessa dagana!

17. júlí 2017 : ASTA EATS

Heil og sæl! Ég heiti Ásta og er nýjasti meðlimurinn í H Magasín teyminu. Ég er 22 ára gömul, fædd og uppalin í Vesturbænum og ég er þessi þreytandi týpa sem að þarf alltaf hreint að taka myndir af matnum sínum ... og ég elska það! Ég er í sambúð og kem úr stórri fjölskyldu en ég á 4 systkini. Fyrst og fremst er ég matgæðingur og námsmaður en ég er að læra lögfræði og viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. 

Þó að ég sé mikill matgæðingur hef ég allt mitt líf verið með mikið matarofnæmi sem er smá kaldhæðnis-legt. Ég var alltaf þessi krakki í afmælinu sem mátti ekki borða kökuna því annars myndi ég fá ofnæmi. Þetta fannst mér ósanngjarnt og ég vildi fá köku líka. Ég ætlaði ekki að láta eitthvað ofnæmi stoppa mig. 

16. júlí 2017 : Vegan sunnudagsbrunch

Hver elskar ekki að byrja sunnudaga á góðum brunch með fólkinu sínu. Flest allir dagar byrja á svokölluðum ‘'overnight oatmeal'' hjá mér og þess vegna finnst mér sérstaklega gaman að breyta til og gefa mér góðan tíma til að nostra við matinn um helgar eða þegar ég á frí. En góður brunch þarf alls ekki að vera óhollur eða þungur í magann, þvert á móti. Í þessari færslu ætla að sýna ykkur þrjár tegundir af æðislegu hráefni sem gott er að smyrja ofan á ristað súrdeigsbrauð ásamt því að deila með ykkur uppskrift af pönnukökum með himneskri nutella súkkulaðisósu.

Screen-Shot-2017-07-13-at-20.28.01

14. júlí 2017 : Katrín Kristinsdóttir

Heil og sæl! Ég heiti Katrín Kristinsdóttir og er nýr bloggari hér á H Magasín, ég er ekki bara ný hérna á H Magasín heldur er ég líka glæný í bloggbransanum. Ég er mjög spennt fyrir því að deila með ykkur öllu því sem mér finnst skemmtilegt að gera og hef áhuga á. Ég mun að mestu leyti skrifa um ferðalög, menningu og mat. En ég hef einnig mikinn áhuga á fatnaði, snyrtivörum og öllu sem við kemur tísku.

Bergthor Masson

14. júlí 2017 : Bergþór Másson

Halló, ég er 22 ára ungur strákur að mestu leyti búsettur í London þar sem ég er að vinna í Bachelor-gráðu í Music Business, en bý í Reykjavík/City of Actavis/Anxiety City á sumrin og jólin.