'Chunki Monki' granóla

Heil og sæl! Heimagert granóla er í allra uppáhaldi hjá mér því það er svo einfalt að búa það til sjálfur og það er hægt að gera granóla á óteljandi vegu! Ég hef meðal annars búið til jólagranóla, sumargranóla og súkkulaði granóla en að þessu sinni ætla ég að gera granóla með bönunum og hnetusmjöri! Ég stappa niður 1-2 banana og bræði hnetusmjör með hlynsírópi svo það verður mjúkt og blanda saman við hafra, kasjúhnetur, möndlur og kakónibbur. Ég veit að það eru ekki allir hrifnir af kakónibbum en þegar búið er að rista þær inn í ofni bragðast þær miklu betur svo ég mæli með að prófa, auk þess eru þær ótrúlega hollar og stútfullar af trefjum og andoxunarefnum. 


H Magasín

15. ágúst 2018 : Heimsins besti prótein smoothie

Heimsins besti prótein smoothie? Allavena að mínu mati! Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei fýlað að drekka prótein. Aldrei fundið neitt prótein gott á bragðið og áferðin ekki góð. Það var ekki fyrr en ég smakkaði Now Plant Protein Complex í bragðinu Chocolate Mocha. Ef þið eruð eitthvað eins og ég og hafið ekki verið á prótein vagninum þá mæli ég innilega með því að prófa þetta prótein. 

9. ágúst 2018 : 'Chunki Monki' granóla

Heil og sæl! Heimagert granóla er í allra uppáhaldi hjá mér því það er svo einfalt að búa það til sjálfur og það er hægt að gera granóla á óteljandi vegu! Ég hef meðal annars búið til jólagranóla, sumargranóla og súkkulaði granóla en að þessu sinni ætla ég að gera granóla með bönunum og hnetusmjöri! Ég stappa niður 1-2 banana og bræði hnetusmjör með hlynsírópi svo það verður mjúkt og blanda saman við hafra, kasjúhnetur, möndlur og kakónibbur. Ég veit að það eru ekki allir hrifnir af kakónibbum en þegar búið er að rista þær inn í ofni bragðast þær miklu betur svo ég mæli með að prófa, auk þess eru þær ótrúlega hollar og stútfullar af trefjum og andoxunarefnum. 

Vildbjerg3

7. ágúst 2018 : Mín versló

Hæ kæru lesendur! Ég var að koma heim úr frábæri ferð í Danmörku með 25 fótboltastelpum úr 3.flokki kvenna íA. Þær voru að keppa á Vildbjerg cup og ég var svo heppinn að fá að koma með sem farastjóri. Við fórum á mánudegi og komum heim á frídegi verslunarmanna þannig ég eyddi minni versló í DK í 27°+ hita, án grins geggjað! Vildbjerg Cup er eitt af stærstu fótboltamótum í Evrópu en þetta mót er fyrir stráka og stelpur frá 9 ára til 18 aldri. Við mættum rétt fyrir mót og náðum að versla og fara í Djur Sommerland áður en mótið byrjaði. 

31. júlí 2018 : Hampfræ + uppskrift af hampmjólk

Heil og sæl! Ég er að prófa mig mikið áfram með hampfræ og hampolíu þessa dagana en ég tek 1-2 matskeiðar af hampolíu á morgnana og drekk vatnsglas beint eftir á (bragðið er ekki það besta, hehe) Heilsueiginleikar hampfræja og hampolíunnar eru magnaðir en hampolían hefur m.a. mjög góð áhrif á húð og hægt er að nota hana sem áburð á húðina. Ég hef verið að kljást við slæmt exem frá því ég var barn og hampolían hefur hjálpað mér svo mikið að þið trúið því ekki en mér líður miklu betur í húðinni þegar ég tek hampolíu daglega. Það er ómega-3 fitusýrunum að þakka en hampolían er stútfull af ómega-3 og ómega-6 fitusýrum sem hafa góð áhrif á húð, hár og neglur ásamt því að stuðla að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi. Hampfræin eru einnig talin vera bólgueyðandi. Hampfræ og hampolía hafa hins vegar fengið á sig slæmt orðspor vegna þess að hampur kemur frá plöntunni Cannabis Sativa en marijúana kemur einnig af sömu plöntu. Það er samt ekkert að óttast því hampur og marijúana eru tvö aðskyld fyrirbæri þó að þau komi af sömu plöntu en hampur er ekki vímuefni eins og marijúana. 

31. júlí 2018 : Mitt uppáhalds holla ''snakk''

Hæhæ! Mörg okkar eru oft í vandræðum hvað okkur langar til að hafa til hliðar á kvöldin til að snarla á eða fá okkur yfir sjónvarpsþættinum jafnvel sem snarl í töskuna í vinnnuna. Ég er komin með mitt uppáhalds ''snakk'' sem ég á erfitt með að hætta borða þegar ég byrja, góða við það að það er hollt og alls ekki slæmt ''snakk''! 

26. júlí 2018 : Bleikur chia grautur

Heil og sæl! Chia grautur er reglulegur liður í mataræði mínu og ég er alltaf að reyna að koma með nýjar hugmyndir af nýjum grautum. Mér hefur alltaf langað að gera bleikan graut og ég prófaði mig áfram með fersk hindber. Fyrst varð grauturinn hvítur, svo varð hann grár hjá mér en loksins kom bleiki liturinn! Ég setti líka örlítið af hampfræjum í grautinn sem er nýja uppáhalds fæðan mín en ég hafði ekki hugmynd um heilsueiginleika þeirra. Hampfræ er gríðarlega næringarrík og próteinrík en þau innihalda meira prótein en chia fræ. Hampfræ innihalda einnig ómega-3 fitusýrur og ómega-6 fitusýrur. Ég mæli klárlega með að setja örlítið af hampfræjum út á grautinn, smoothie-skálina, jógúrtið eða í booztið!

23. júlí 2018 : Stutt stopp í Boston

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag er ég stödd uppí sófa heima hjá mér í mikilli þreytu eftir smá vinnutörn og ákvað að skrifa eina færslu hérna inná um stutta stoppið mitt í Boston í síðustu viku. 

13. júlí 2018 : Þriggja laga hnetugott

Heil og sæl! Síðustu dagar hjá mér hafa verið frekar pakkaðir en ég náði loksins að finna mér tíma og leika mér smá í eldhúsinu en ég held að þetta sé flóknasta uppskriftin mín hingað til enda er hún þriggja laga! Hún er samt þess virði, ég lofa! Ég er búin að vera með hnetusmjör á heilanum undanfarna daga og vildi gera eitthvað gotterí helst úr hnetusmjöri og dökku súkkulaði. Mér datt í hug að gera einhvers konar þriggja laga heimagert "snickers" og var útkoman alveg hreint frábær! Fyrsta lagið er kremlag gert úr kasjúhnetum og kókosolíu ásamt smá hafrahveiti. Það var mjög gaman að prófa sig áfram með kasjúhnetum og á næstunni mun ég klárlega gera fleiri uppskriftir þar sem ég nota kasjúhnetur. Ég lagði þær í bleyti í nokkrar klst en þær verða svo rjómakenndar ef það er gert. Annað lagið er hnetusmjörslag gert úr hnetusmjöri og döðlum, það er svo gott kombó að ég get borðað það eintómt! Þriðja og síðasta lagið er gómsætt dökkt súkkulaði, því súkkulaði gerir einfaldlega allt betra. 

Img_9180

11. júlí 2018 : Kjóll og sneakers

Hæhæ kæru vinir! Því miður er lítið sumar í gangi á Íslandi núna en það stoppar engan til þess að klæða sig í kjól og sneakers. Um daginn fór ég í afmæli til vinkonu minnar og var ekki í stuði til þess að vera í hælaskóm. Ég fann þennan fallega gula kjól í Galleri 17 og fannst hvítir snearks passa ekkert smá vel við. Ég ákvað einnig að "poppa" lookið upp og fara í hvíta sport nike sokka við og það kom ekkert smá vel út.

5. júlí 2018 : Nýr Nike Air Zoom Pegasus 35

Hlaupaskórinn sem allir þekkja hefur hlotið uppfærslu í hinum nýja Air Zoom Pegasus 35. Þessi nýja útgáfa er ennþá betri en forveri sinn.

Neostrata_campaign52444

30. júní 2018 : Rakabombur: Þrjár uppáhalds húðvörur á meðgöngunni

Góð húðumhirða er eitthvað sem þarf alltaf að huga að en kannski smá extra á meðgöngu. Ég (Indíana) allavegana vildi huga vel að húðinni alveg frá byrjun meðgöngunnar og næra hana vel.

,,Á meðgöngu myndar kvenlíkami meðgönguhormón sem mýkja liðbönd í mjaðmagrindinni svo að hún gefi betur eftir við fæðingu. En þau mýkja líka þræði í húðinni og gera húðslit líklegra. Fyrir utan meðgöngu kemur húðslit helst fram við hraða þyngdaraukningu fólks, hjá vaxtarræktarfólki og vegna vaxtarkippa á kynþroskaskeiði, þar sem sjö af hverjum tíu stelpum fá húðslit en fjórir af hverjum tíu strákum.''

Tekið af Vísindavefnum