IMG_1336

Indíana: Hópþjálfun í World Class

Hópþjálfun eða hóp-einka-þjálfun er sú þjálfun sem ég býð uppá í World Class og mig langar til að segja ykkur aðeins frá henni og skemmtilegum mini-viðburð sem ég hélt 3. mars.

Neðst í færslunni er að finna praktískar upplýsingar um þjálfunina, þ.e. hvað er innifalið, verð o.fl. Ég er líka mjög dugleg að deila æfingum og myndböndum á Instagram hjá mér og þér er velkomið að fylgja mér þar: @indianajohanns


H Magasín

10. apríl 2018 : Nýtt úr bíumbíum

Hæ kæru lesendur! Í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur nýjar dásamlegar flíkur sem ég keypti fyrir Arndísi. Ég gerði mér ferð um daginn í eina af mínum uppáhalds barnafataverslunum, bíumbíum. Þar rakst ég á nokkrar flíkur sem ég gat ekki staðist og keypti. Ég reyndar fór þangað í öðrum tilgangi en að kaupa það sem ég keypti en það er önnur saga. Ég pæli rosalega mikið í gæðum þegar ég versla barnafatnað í dag og ég vil frekar eyða aðeins meiri pening í fatnaðinn ef ég veit að flíkin lítur vel út eftir endalausan þvott og notkun án þess að hnökra, teygjast og snúast. Að auki er meiri möguleiki á endurnýtingu á flíkinni ef hún lítur vel út, svo þegar uppi er staðið er þetta allt peningana virði. Í Bíum Bíum fást öll þessi helstu merki frá Danmörku eins og til dæmis, Wheat, MarMar og Mini a ture. Mæli með að allir geri sér ferð í Síðumúlann og kíki á dásemdirnar <3

10. apríl 2018 : Nat.Kitchen: Hollur og fjölbreyttur matseðill sem kom á óvart

Hola! Indíana hér .. og að sjálfsögðu með pistil um mat, hah! Hvað annað?

Ég var svo lukkuleg að fá boð ekki einu sinni heldur tvisvar um að koma og fá mér hádegisverð á Nat.Kitchen á Laugaveginum. Ég og Finnur fórum saman í bæði skiptin og vorum sammála um að staðurinn hefði komið virkilega á óvart en matseðilinn var töluvert stærri og mun fjölbreyttari en við áttum von á.

10. apríl 2018 : Ásdís Grasa: Aukin orka inn í daginn

Hvað veldur veldur þreytu og orkuleysi? Við viljum öll hafa næga orku til að framkvæma allt það sem við viljum gera. Það að upplifa smá þreytu af og til þykir eðlilegt en þegar við hins vegar erum oft þreytt, til lengri tíma þarf að finna út hvað veldur þreytunni og orkuleysinu og leita sér aðstoðar þegar þetta er farið að hamla okkur í daglegu lífi.

Screen-Shot-2018-04-09-at-20.48.02

9. apríl 2018 : Nike óskalisti Aldísar

Hæ kæru lesendur, langt síðan síðast! Eins og þið eflaust vitið þá finnst mér rosalega gaman að skoða föt á netinu og búa mér til óskalista. Maður má alltaf láta sig dreyma og það er alltaf gott að hafa smá óskalista. Mér finnst fátt skemmtilegra en að kaupa mér fallegar og góðar flíkur sem mér finnst þægilegt að vera í. Eins og það hefur marg oft komið fram þá elska ég NIKE vörurnar. Flíkurnar frá þeim eru bæði fallegar og vel gerðar. Það er alltaf hægt að bæta við ræktarfötum eða kosý fötum í safnið. Í síðustu viku fór ég inn á H Verslun og Nike.com og skoðaði og bjó mér til lítinn óskalista sem mig langar að deila með ykkur! 

6176642688_IMG_0405_1523223981332

8. apríl 2018 : Heilsusamlegt mataræði og líkamleg líðan: Þrjú mikilvæg atriði að mínu mati

Halló, halló .. Indíana hér! Ef þú hefur eitthvað fylgst með mér á Instagram þá veistu að ég elska, elska mat. Þegar ég hugsa um það þá hefur matur alltaf verið risa partur af mér og ég hef alltaf pælt mikið í mat einhvernveginn þó svo að mataræðið mitt hafi lengst af verið langt frá því að vera gott.

Þegar ég var yngri borðaði ég nánast ekkert nema grjónagraut og pizzu. Ég var alltaf mjög dugleg að baka allskonar góðgæti eins og pizzu, pönnukökur, kanilsnúða og bara nefndu það. Þegar ég var t.d. í 10. bekk kom ég oft heim úr skólanum, bakaði mér stafla af pönnukökum, borðaði hann allan sjálf og fór svo á handboltaæfingu - haha! 

Ég byrjaði fyrst að fatta að ég þyrfti eitthvað að breyta mataræðinu mínu þegar ég var á sirka öðru eða þriðja ári í menntaskóla. Þá byrjaði ég að borða hafragraut, tók með mér ávexti í skólann og fór annaðhvort á salatbarinn eða Serrano í hádeginu sem dæmi. Ég sá fljótlega hversu góð áhrif það hafði á mig að breyta aðeins til.

Nú í dag hef ég prufað mig áfram t.d. í plant based/vegan mataræði, grænmetisfæði og á tímabili hugsaði ég mikið um prótein og tók t.d. alltaf whey prótein eftir æfingu og casein prótein á kvöldin fyrir svefn o.s.frv. Þannig ég hef farið um víðan völl, prufað margt og svolítið fundið út úr því hvað hentar mér best en eftirfarandi setning lýsir mataræðinu sem mér líður best af mjög vel: 

6. apríl 2018 : Prótein hafrapönnukökur

Hvað er betra en að vakna í huggulegan morgunmat á frídegi? Mikilvægasta máltíð dagsins hjá mér er morgunmatur. Góð orka skiptir öllu máli hjá mér fyrir komandi átök hvort sem það er að koma mér af stað inn í daginn eða á æfingu. Á frídögum finnst mér gott að vakna í rólegheitum gera mér góðan morgunmat og að sjálfsögðu fá góðan kaffibolla með.

Um páskana langaði mig að breyta aðeins til frá hafragrautnum og prufa prótein hafrapönnukökur með allskonar góðgæti ofan á. 

 

IMG_1336

5. apríl 2018 : Indíana: Hópþjálfun í World Class

Hópþjálfun eða hóp-einka-þjálfun er sú þjálfun sem ég býð uppá í World Class og mig langar til að segja ykkur aðeins frá henni og skemmtilegum mini-viðburð sem ég hélt 3. mars.

Neðst í færslunni er að finna praktískar upplýsingar um þjálfunina, þ.e. hvað er innifalið, verð o.fl. Ég er líka mjög dugleg að deila æfingum og myndböndum á Instagram hjá mér og þér er velkomið að fylgja mér þar: @indianajohanns

4. apríl 2018 : Hafrafrækex stútfullt af hollustu

Hafrafrækex er alltaf til í skúffunni heima hjá mér sem ég geri frá grunni úr hráefnum frá Himneskri hollustu. Undirstaðan er einungis hafrar og allskyns fræ sem til er hverju sinni í skúffunni, sæta það með steviu eða ekki fer eftir hverjum og einum hvernig þið viljið hafa ykkar frækex sætt eða meira af til dæmis rósmarín og kryddjurtum.
Mig langar til að deila með ykkur mínu klassíska frækexi. Frækexið hentar með súpum eða í hádeginu til að setja álegg á sem hummus, grænmeti og egg. 

2. apríl 2018 : Páska laugardagur

Hæ elsku H Magasín lesendur. Síðasta laugardag átti ég æðislegan dag með vinkonu minni niðrí bæ. Við fórum á vinsælasta brunch stað landsins Snaps. Við deildum avocado Toast, pönnukökum og frönskum. Kíktum í búðir og röltum í miðbænum í geggjuðu vorveðri.  Einnig vildi ég deila með ykkur mínu dressi þann daginn. Þetta páskafrí er búið að vera svo rosalega ljúft - fyrsta páskafrí í langan tíma sem ég er ekki að læra undir lokapróf og það er bara geggjað! 

1. apríl 2018 : Krauma - náttúrulaugar

Heitir hverir leynast á mörgum stöðum á fallega landinu okkar. Ég heimsótti Krauma, náttúrulaugar sem eru staðsettar við Deildartunguhver, um 30 mínútur frá Borgarnesi. Á svæðinu eru 6 laugar með mismunandi hitastigi, 5 heitar og 1 köld, slökunarherbergi og 2 eimböð. Að vera þarna, umlykin náttúrunni er svo yndislegt! Ég elska að svona rólega, þægilega staði þar sem eina sem heyrist eru hljóð frá náttúrunni. Ég naut í botn og fékk mér einn kaldann ofan í. Mæli með gera sér glaðan dag og taka rúnt upp í Reykholt. Svo er tilvalið að prufa veitingastaðinn þegar búið er að baða sig.

30. mars 2018 : Heimagerðar granóla stangir

Heil og sæl! Granóla stangirnar góðu ... hið fullkomna millimál! Hafið þið samt tekið eftir því hvað það getur verið mikill viðbættur sykur í granóla stöngum sem maður kaupir út í búð ... alveg mikill viðbættur sykur? Ég mæli þess vegna með að prófa að gera ykkar eigin stangir og segja bless við viðbætta sykurinn! Ég geri reglulega mitt eigið granóla og tek það með mér í nesti til að narta í en í þetta sinn vildi ég prófa að gera mínar eigin granóla stangir og sleppa því að kaupa þær í búðinni. Ég rakst á þessa frábæru uppskrift á uppáhalds Youtube-rásinni minni, The Domestic Geek. Í myndbandinu neðst í færslunni deilir Domestic Geek þremur mismunandi uppskriftum af gómsætum granóla stöngum og það er ekkert mál að búa þær til! Þar sem ég er mikill kanil og valhnetu aðdáandi þá gerði ég uppskrift númer tvö. Án efa bestu granóla stangir sem að ég hef smakkað!