Image_1507845729945

Nýtt Nike

H Verslun er ein af mínum uppáhalds fatabúðum. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að versla mér flíkur sem eru þægilegar og fallegar. Ég nota mikið þykkar hettupeysur, sérstaklega núna þegar það fer að kólna í veðri. Ég elska að eignast ný íþróttaföt. Núna þegar það er frí í fótboltanum, þá er ég dugleg að fara í ræktina og það hvetur mann ennþá meira að fara þegar maður er í nýjum fötum. H Verslun er búin fá flottar sendingar af íþróttafötum upp á síðkastið og ég ætla að sýna ykkur brot af því nýjasta síðustu mánuði.


H Magasín

15. október 2017 : 4 vikna hlaupaplan: Stuttar og snarpar æfingar

Hlaup hafa aldrei verið minn tebolli, þ.e.a.s. langhlaup. Ég sver það ég stífna upp í kálfunum við það eitt að hugsa um 10 km hlaup. Persónulega og líkamlega er ég hrifnari af styttri og hraðaði hlaupum. Ég var í handbolta í sirka 15 ár en þar snýst allt um stutt og snörp hlaup/hreyfingar. Þegar ég fann loksins eldmóðinn í hreyfingu eftir að ég hætti í boltanum fór ég að prufa mig áfram í keyrsluhlaupum á brettinu samhliða styrktaræfingum. Mér finnst geggjað að geta tekið stutta æfingu sem skilur mig eftir í svitapolli og með gott endorfín kikk.

Ég hef verið dugleg að deila stuttum hlaupaæfingum á Instagram og viðbrögðin hafa verið mjög góð. Þessvegna ákvað ég að hanna 4 vikna hlaupaplan sem inniheldur stuttar og fjölbreyttar æfingar. Hér fyrir neðan deili ég með ykkur æfingu sem þið getið spreytt ykkur á og segi ykkur frá hlaupaplaninu.

13. október 2017 : Outfit dagsins

Halló - í þessari færslu ætla að sýna ykkur outfit dagsins sem ég var í á þessum fallega haustdegi hérna á Íslandi. Veðrið var ekkert smá fallegt og ákváðum ég og Bergsveinn kærastinn minn að rölta í bænum og fara á Hlemm Mathöll og fá okkur vegan burger á staðnum Kröst. Tókum nokkrar myndir í fallega umhverfinu og deili því með ykkur! 

Image_1507845729945

13. október 2017 : Nýtt Nike

H Verslun er ein af mínum uppáhalds fatabúðum. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að versla mér flíkur sem eru þægilegar og fallegar. Ég nota mikið þykkar hettupeysur, sérstaklega núna þegar það fer að kólna í veðri. Ég elska að eignast ný íþróttaföt. Núna þegar það er frí í fótboltanum, þá er ég dugleg að fara í ræktina og það hvetur mann ennþá meira að fara þegar maður er í nýjum fötum. H Verslun er búin fá flottar sendingar af íþróttafötum upp á síðkastið og ég ætla að sýna ykkur brot af því nýjasta síðustu mánuði.

12. október 2017 : Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Háskólaneminn Rakel Grímsdóttir er 25 ára stelpa frá Seltjarnarnesi. Hún leggur stund á lögfræði í Háskóla Íslands, ásamt því að vera í flugnámi og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er alger heimsborgari og hefur gaman af því að ferðast, en sjálf hefur hún búið bæði í Þýskalandi og Brasilíu. Rakel leggur uppúr því að njóta lífsins og hafa gaman af því sem hún er að gera. 

12. október 2017 : Ásdís Grasa: Glútenlausar prótein pönnsur

Hverjum finnast ekki pönnukökur góðar? Það er eitthvað svo notalegt að gæða sér á ilmandi pönnuköku og kaffibolla en undanfarið hef ég verið að prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir að glúteinlausum næringarríkum pönnslum sem metta vel en þessar er líka hægt að nota sem vöfflur. 

10. október 2017 : Ragga Nagli: Góðgerlar

Halló! Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. Góðar bakteríur hjálpa okkur að halda heilsunni í blússandi botni. 

9. október 2017 : RVKfit: Kókos-Brokkolí súpa

Hollar og góðar súpur finnst mér vera mikilvægur hluti af haustinu. Þegar skammdegið skellur á er ekkert yndislegra en að kveikja á  kerti með holla og orkumikla súpu í skál. Þessi súpa er ekki bara mikilvægur hluti af haustinu heldur er hún líka næringarík, bragðmikil og vegan. Það er einnig stór kostur að hún er auðveld í matreiðslu og í hana þarf fá innihaldsefni.

6. október 2017 : Lifðu til fulls: Túrmerik hummus með steinselju salati

Hummus með túrmerik og steinselju salati a la Júlía Magnúsdóttir en hún heldur úti vefsíðunni Lifðu til fulls.

Júlía skrifar: Með honum má líka bera framniðurskorið grænmeti eins og gúrkur og gulrætur, eða eitthvað gott glútenfríttkex. Hægt er að gera þrefalda uppskrift af salatinu og nota réttinn sem aðalrétt. Að elda frá grunni er alltaf besti kosturinn í stöðunni þegar kemur að matarvali. Það þarf alls ekki að vera tímafrekt því eins og ég segi alltaf þá er hollari valkosturinn yfirleitt sá sem inniheldur færri hráefni.

5. október 2017 : Íbúðin mín vol. 1

Hef haft mjög gaman að því að innrétta íbúðina mína og er hún alls ekki tilbúin eins og staðan er núna. Mun ég því "update-a" hérna inná H Magasín breytingarnar sem munu eiga sér stað. Hvítir og gráir tónar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa stundina og einkennir íbúðina mína mjög vel.  Ég myndi segja að minn stíll sé minimalískur með smá rómantík en hef samt mjög gaman að því að blanda allskyns stílum saman. Hef verið að sýna frá flutningum og kaupum á Instastories og hef fengið þónokkrar spurningar um kaup mín og ákvað því að henda í eina færslu. Flest í íbúðinni fékk ég á mjög fínu verði og mun ég deila því með ykkur!

5. október 2017 : Innblástur fyrir haustið: Þægileg og töff tíska

Haustið hefur nú heldur betur gert vart við sig og það kólnar með hverjum deginum. Flestir eru komnir í gömlu góðu rútínuna eftir sumarið og jafnvel farnir að hugsa um veturinn og jólin. Við á H Magasín tókum saman nokkur lúkk fyrir haustið sem eru allt í senn töff, þægileg, hlý og kósí.

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.39.05

4. október 2017 : Áhugaverðir Íslendingar - Magdalena Sara Leifsdóttir

Hún Magdalega Sara er 21 árs, búsett í New York og starfar sem módel þar. Hún flutti til New York í maí síðastliðinn og ekki löngu eftir það labbaði hún á New York Fashion Week fyrir Kith. Hún hefur þó starfað um allan heim og meðal annars setið fyrir í Marie Carie, Vogue, Vikunni og One Magazine. Ég fékk að spyrja hana spjörunum úr og fékk mjög skemmtileg svör.