Kókosbitar

Heil og sæl! Það er búið að vera alveg pakkað hjá mér þessa vikuna, vinnan, próf, fyrirlestrar, fundir og hópverkefni! Núna þegar það er aðeins farið að róast hjá mér nýtti ég tækifærið og lék mér aðeins í eldhúsinu. Ég dýrka kókos og ég dýrka dökkt súkkulaði svo það er engin furða að kókosbitarnir frá Himneskri Hollustu er í algjöru uppáhaldi. Ég vildi hins vegar prófa að búa til mína eigin útgáfu og viti menn, hún kom æðislega út! Kókos og súkkulaði eru sálufélagar .. ég er að segja ykkur það! Það er algjörlega hægt að leika sér með þessa uppskrift, t.d. búa til kúlur eða jafnvel stangir úr kókosblöndunni, leyfa þeim að mótast inn í ísskáp og dýfa þeim svo í gómsætt súkkulaði - þá kemur meira súkkulaðibragð sem ég hef ekkert á móti! Passið bara að eiga nóg af súkkulaði til þess að bræða! Ég legg kókosblönduna í brauðform og helli súkkulaði yfir og sker svo í marga bita en kókosbragðið er þá í aðalhlutverki frekar en súkkulaðið. Ég hvet ykkur til að prófa, sama hvaða aðferð þið notið! 


H Magasín

19. mars 2018 : Vantar þig góða hlaupaskó?

Hlaupaskór og æfingaskór .. ég (Indíana) skrifaði um muninn og sagði frá mínum uppáhalds æfingaskóm um daginn. 

Sjálf hef ég alltaf haft meira gaman af stuttum og snörpum hlaupum frekar en langhlaupum en engu að síður finnst mér betra að vera í hlaupaskóm þegar ég tek spretti og tek þá oftast hlaupaskó með mér á æfingu svo ég geti skipt úr æfingaskónum áður en ég fer á brettið. 

19. mars 2018 : Hráköku súkkulaði draumur

Hráköku súkkulaði draumur var kakan þessa helgina. Að eiga góða hráköku inn í frysti fyrir gesti sem koma óvænt í heimsókn eða sem eftirrétt á sunnudegi. Það slær alltaf í gegn að eiga til góða köku til þess að bjóða uppá og ekki skemmir fyrir að það sé holl súkkulaði hrákaka. Það tekur 10 mínútur að skella í þessa hráköku ef þið eigið góðan blender eða matvinnsluvél. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni af þessari hráköku sem er bæði hveiti og sykurlaus.

19. mars 2018 : Anna Eiríks: Stinnur og sterkur líkami

Halló H Magasín! 
Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fimm góðar æfingar sem styrkja allan líkamann en frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, þrjár til fjórar umferðir. Það er í góðu lagi að byrja á því að gera æfingarnar bara eina umferð fyrst um sinn og auka svo álagið jafnt og þétt með tímanum og vinna sig upp í allavega þrjár umferðir.

Mosssett2

18. mars 2018 : Moss sett

Hæhæ kæru lesendur. Í desember deildi ég með ykkur jólagjafalista en á þessum lista var sett frá Moss Olga, flauels sett sem var til í Galleri 17 í bæði kóngabláu og svörtu. Þetta sett var einmitt á mínum óskalista fyrir jólin og fékk ég svarta settið í jólagjöf frá kærastanum mínum. Ég viðurkenni það að ég hef ekki verið nógu dugleg að nota það saman, en ég hef notað peysuna sér og buxurnar sér. Loksins ákvað ég að fara í settinu í afmæli til Guðnýjar vinkonu minnar á föstudagskvöldið. 

16. mars 2018 : Kókosbitar

Heil og sæl! Það er búið að vera alveg pakkað hjá mér þessa vikuna, vinnan, próf, fyrirlestrar, fundir og hópverkefni! Núna þegar það er aðeins farið að róast hjá mér nýtti ég tækifærið og lék mér aðeins í eldhúsinu. Ég dýrka kókos og ég dýrka dökkt súkkulaði svo það er engin furða að kókosbitarnir frá Himneskri Hollustu er í algjöru uppáhaldi. Ég vildi hins vegar prófa að búa til mína eigin útgáfu og viti menn, hún kom æðislega út! Kókos og súkkulaði eru sálufélagar .. ég er að segja ykkur það! Það er algjörlega hægt að leika sér með þessa uppskrift, t.d. búa til kúlur eða jafnvel stangir úr kókosblöndunni, leyfa þeim að mótast inn í ísskáp og dýfa þeim svo í gómsætt súkkulaði - þá kemur meira súkkulaðibragð sem ég hef ekkert á móti! Passið bara að eiga nóg af súkkulaði til þess að bræða! Ég legg kókosblönduna í brauðform og helli súkkulaði yfir og sker svo í marga bita en kókosbragðið er þá í aðalhlutverki frekar en súkkulaðið. Ég hvet ykkur til að prófa, sama hvaða aðferð þið notið! 

14. mars 2018 : Hendrikka Waage

Hendrikka Waage skartgripir hafa lengi verið einir af mínum uppáhalds. Alveg frá því á fermingaraldri þegar ég fékk minn fyrsta hring frá henni hef ég elskað hönnunina og merkið. Hendrikka Waage er skartgripahönnuður, barnabókahöfundur og heimsborgari -  skartgripa línan hennar er seld víðsvegar um heiminn og hefur verið fjallað um hana í tískutímaritum líkt og Vogue, Baazar, Elle og fleiri. 

Hugmynd1

13. mars 2018 : Fataskápurinn á morgnana

Hver hefur ekki lent í því að standa fyrir framan fataskápinn og hafa ekki hugmynd um í hverju maður vill fara í skólann eða vinnu. Ég hef alltof oft lent í því og ég veit ekki um neitt meira pirrandi en þegar maður mátar fleiri og fleiri flíkur. Fataval skiptir mig miklu máli og ég er oft í stuði fyrir að klæða mig fínt en stundum er ég bara í hettupeysu eða kósý buxum. Það er hægt að gera allar flíkur flottar, bara ef maður hefur sjálfsöryggi til þess að fara út fyrir rammann og prófa nýjar samsetningar. 

13. mars 2018 : Ebba Guðný: Ítalskt sítrónupasta

Himneskur ítalskur spaghettíréttur sem er afar einfaldur, fljótlegur og sérlega ljúffengur. Hann sannar hið marg kveðna að minna er oftast svo miklu, miklu... meira.

13. mars 2018 : Guðrún Bergmann: Vertu með fallega og heilbrigða brúnku í sumar

Húðin er okkar stærsta líffæri og því þurfum við að hugsa vel um hana. Astaxanthin er frábært sem innri sólarvörn, þar sem það verndar húðina gegn útfjólubláum sólarskemmdum, eykur teygjanleika hennar, dregur úr fínum línum og eykur rakastig hennar. Það er talið vera eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar og mælingar hafa sýnt að það sé öflugara en E-vítamín, C-vítamín, beta-karótín og lútein. Astaxanthin dregur einnig úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, allt frá liðvandamálum eins og liðagigt, til krabbameina. Það er einnig talið auka orku og úthald hjá íþróttamönnum. 

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.59.37

12. mars 2018 : Ég er bara Sigurður Sævar

Hann Sigurður Sævar er ungur listamaður úr Vesturbænum sem hefur skotist upp á toppinn á listanum mínum yfir eftirtektarverða listamenn á Íslandi. Ég fékk að kíkja í heimsókn til hans, heyrði sögu hans, spurði hann spjörunum úr og fékk að mynda verkin hans.

12. mars 2018 : Instagram vikunnar: Anna S. Bergmann

H-tískuáhugakonan Anna S. Bergmann er 22 ára Garðarbæjarmær. Frá því hún man eftir sér hefur hún haft mikinn áhuga á fötum, skóm og öllu sem tengist tískuheiminum. Hún bjó í London í tvö ár þar sem hún lagði stund á nám í Fashion Management. Hún áætlar svo að flytja til Milano í haust þar sem hún ætlar að klára námið. Anna skrifar um ástríðu sína á tískuheiminum, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl á lífsstílsvefnum www.femme.is en ásamt því að hafa áhuga á tísku hreyfir hún sig mikið og hefur ánægju af því að hugsa bæði um líkama og sál.