15. október 2017 : 4 vikna hlaupaplan: Stuttar og snarpar æfingar

Indíana Nanna

Hlaup hafa aldrei verið minn tebolli, þ.e.a.s. langhlaup. Ég sver það ég stífna upp í kálfunum við það eitt að hugsa um 10 km hlaup. Persónulega og líkamlega er ég hrifnari af styttri og hraðaði hlaupum. Ég var í handbolta í sirka 15 ár en þar snýst allt um stutt og snörp hlaup/hreyfingar. Þegar ég fann loksins eldmóðinn í hreyfingu eftir að ég hætti í boltanum fór ég að prufa mig áfram í keyrsluhlaupum á brettinu samhliða styrktaræfingum. Mér finnst geggjað að geta tekið stutta æfingu sem skilur mig eftir í svitapolli og með gott endorfín kikk.

Ég hef verið dugleg að deila stuttum hlaupaæfingum á Instagram og viðbrögðin hafa verið mjög góð. Þessvegna ákvað ég að hanna 4 vikna hlaupaplan sem inniheldur stuttar og fjölbreyttar æfingar. Hér fyrir neðan deili ég með ykkur æfingu sem þið getið spreytt ykkur á og segi ykkur frá hlaupaplaninu.

13. október 2017 : Outfit dagsins

Hildur Sif Hauks

Halló - í þessari færslu ætla að sýna ykkur outfit dagsins sem ég var í á þessum fallega haustdegi hérna á Íslandi. Veðrið var ekkert smá fallegt og ákváðum ég og Bergsveinn kærastinn minn að rölta í bænum og fara á Hlemm Mathöll og fá okkur vegan burger á staðnum Kröst. Tókum nokkrar myndir í fallega umhverfinu og deili því með ykkur! 

Image_1507845729945

13. október 2017 : Nýtt Nike

Aldís Ylfa

H Verslun er ein af mínum uppáhalds fatabúðum. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að versla mér flíkur sem eru þægilegar og fallegar. Ég nota mikið þykkar hettupeysur, sérstaklega núna þegar það fer að kólna í veðri. Ég elska að eignast ný íþróttaföt. Núna þegar það er frí í fótboltanum, þá er ég dugleg að fara í ræktina og það hvetur mann ennþá meira að fara þegar maður er í nýjum fötum. H Verslun er búin fá flottar sendingar af íþróttafötum upp á síðkastið og ég ætla að sýna ykkur brot af því nýjasta síðustu mánuði.

5. október 2017 : Íbúðin mín vol. 1

Hildur Sif Hauks

Hef haft mjög gaman að því að innrétta íbúðina mína og er hún alls ekki tilbúin eins og staðan er núna. Mun ég því "update-a" hérna inná H Magasín breytingarnar sem munu eiga sér stað. Hvítir og gráir tónar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa stundina og einkennir íbúðina mína mjög vel.  Ég myndi segja að minn stíll sé minimalískur með smá rómantík en hef samt mjög gaman að því að blanda allskyns stílum saman. Hef verið að sýna frá flutningum og kaupum á Instastories og hef fengið þónokkrar spurningar um kaup mín og ákvað því að henda í eina færslu. Flest í íbúðinni fékk ég á mjög fínu verði og mun ég deila því með ykkur!

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.39.05

4. október 2017 : Áhugaverðir Íslendingar - Magdalena Sara Leifsdóttir

Katrín Kristinsdóttir

Hún Magdalega Sara er 21 árs, búsett í New York og starfar sem módel þar. Hún flutti til New York í maí síðastliðinn og ekki löngu eftir það labbaði hún á New York Fashion Week fyrir Kith. Hún hefur þó starfað um allan heim og meðal annars setið fyrir í Marie Carie, Vogue, Vikunni og One Magazine. Ég fékk að spyrja hana spjörunum úr og fékk mjög skemmtileg svör.

Image-5

3. október 2017 : Lokahóf KFÍA

Aldís Ylfa

Helgin var frábær. Fótboltasumarið kláraðist með stæl á lokahófi KFÍA á laugardagskvöldið. Hátíðin kallast Septemberfest hér á Akranesi og er um 200 gestir sem mæta á Gamla Kaupfélagið og fagna fótboltasumrinu. Þarna koma saman meistaraflokkur karla og kvenna ásamt 2. fl. karla og kvenna. Þá er einnig öðrum þeim sem hafa starfað í kringum knattspyrnuna á Akranesi boðið að vera með.  Skemmtiatriðin voru frábær og maturinn ekki síðri enda er Gamla Kaupfélagið mjög góður veitingastaður. 

6241690640_IMG_0540

1. október 2017 : Hygge í Árósum

Indíana Nanna

Hygge og aftur hygge. Ég átti ótrúlega notalega viku í Árósum með fjölskyldunni minni sem einkenndist af yndislegum samverustundum, bæjarferðum, góðum mat og hörkuæfingum.

Ég tók nýju myndavélina mína með mér út og var dugleg að taka myndir. Mér finnst alveg ótrúlega skemmtilegt að eiga svona góða myndavél. Týpan sem ég á heitir Canon EOS M10, mæli með að tékka á henni.

1. október 2017 : Uppgjör Septembermánaðar

Hér að neðan má sjá lista yfir afþreyinguna sem stóð upp úr hjá mér í Septembermánuði.

29. september 2017 : Undirbúningur fyrir maraþon-viðtal

Sigrún Birta

Hvernig undirbýr maður sig fyrir heilt maraþon og að hverju þarf að huga fyrir svona langt hlaup? Vinkonurnar Elín Sóley og Thelma Lind eru 22 ára háskólanemar og miklar hlaupakonur. Þann 6. október n.k. fljúga þær til Munchen í Þýskalandi til að taka þátt í sínu fyrsta opinbera maraþoni en fyrir þá sem ekki vita er heilt maraþon 42.2 km. Ég fékk að spyrja þær nokkrar spurningar varðandi undirbúninginn.

27. september 2017 : Lil Wayne - 35 ára

Bergþór Másson

Hamingju- og heillaóskir eru það sem einn besti rappari allra tíma, Lil Wayne, á skilið í dag. Lil Wayne er 35 ára í dag, þann 27. September. Hér að neðan mun ég fara yfir það besta sem hann hefur gefið út á sínum tuttugu ára ferli, ásamt stuttri kynningu á manninum, Dwayne Michael Carter Jr.

 

Síða 1 af 9