Img_9180

11. júlí 2018 : Kjóll og sneakers

Aldís Ylfa

Hæhæ kæru vinir! Því miður er lítið sumar í gangi á Íslandi núna en það stoppar engan til þess að klæða sig í kjól og sneakers. Um daginn fór ég í afmæli til vinkonu minnar og var ekki í stuði til þess að vera í hælaskóm. Ég fann þennan fallega gula kjól í Galleri 17 og fannst hvítir snearks passa ekkert smá vel við. Ég ákvað einnig að "poppa" lookið upp og fara í hvíta sport nike sokka við og það kom ekkert smá vel út.

Neostrata_campaign52444

30. júní 2018 : Rakabombur: Þrjár uppáhalds húðvörur á meðgöngunni

Indíana Nanna

Góð húðumhirða er eitthvað sem þarf alltaf að huga að en kannski smá extra á meðgöngu. Ég (Indíana) allavegana vildi huga vel að húðinni alveg frá byrjun meðgöngunnar og næra hana vel.

,,Á meðgöngu myndar kvenlíkami meðgönguhormón sem mýkja liðbönd í mjaðmagrindinni svo að hún gefi betur eftir við fæðingu. En þau mýkja líka þræði í húðinni og gera húðslit líklegra. Fyrir utan meðgöngu kemur húðslit helst fram við hraða þyngdaraukningu fólks, hjá vaxtarræktarfólki og vegna vaxtarkippa á kynþroskaskeiði, þar sem sjö af hverjum tíu stelpum fá húðslit en fjórir af hverjum tíu strákum.''

Tekið af Vísindavefnum

Converse1_1530307840302

29. júní 2018 : Júní - skór mánaðarins

Aldís Ylfa

Hæhæ og gleðilegt sumar, eða hvað? Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds skóm þennan mánuðinn en núna er það Converse, já Converse!!! Það eru allir komnir í Converse skó og ég er að dýrka það! Ég hef alltaf verið mikið fan af Converse skóm, alveg síðan að ég flutti heim frá Svíþjóð. Ég kynntist Converse tískunni 2009 þegar ég flutti til Svíþjóðar og fljótlega fannst mér ég þurfa að kaupa þessa skó. Á meðan ég bjó úti átti ég 4 liti, bæði háa og láa. Það gleður mig mikið að Converse sé að koma aftur svona sterkt inn hér á Íslandi. 

29. júní 2018 : Fallega Ísland

Hæhæ! mig langar að deila með ykkur myndum frá fallega Íslandinu okkar sem voru teknar rétt fyrir sumarið. Uppáhaldsfossinum mínum Seljarlandsfoss, löbbuðum þar í kring og leiðin okkar þaðan lá svo inn í Gljúfrabúa sem var skemmtileg upplifun. 

26. júní 2018 : Sykurlausu sulturnar við öll tilefni

Hádegis, Morgun & Eftirréttur? Uppáhaldið mitt á móti hafragrautnum er laktósafrítt vanillu jógúrt frá Örnu á móti létt Ab mjólk blandað saman. Punkturinn yfir þetta allt saman er sykurlausa bláberja sultan frá Good good brand. Ég hef verið að nota bláberjasultuna frá þeim mikið, í hafrabrauðin mín, morgungrautinn, próteinsjeikinn og eins í jógúrtið mitt þessa dagana og langar mig að deila með ykkur mínu uppáhaldi af góðri skál

26. júní 2018 : Uppáhalds heilsuvörur

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag langar mig að deila með ykkur mínum uppáhalds heilsuvörum. Þessar vörur hafa allar verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðustu mánuði og á ég þær alltaf til í eldhúsinu mínu. 

29f5ef80-389d-416d-b2b9-9aa769f10643

5. júní 2018 : Próteinríkur kaffismoothie og gjafaleikur: Bætiefnapakki frá NOW

Indíana Nanna

Halló, halló .. Indíana hér! Ég bara varð að deila uppskriftinni að þessum ótrúlega einfalda kaffismoothie sem er bæði próteinríkur og vegan. Hann er svo ótrúlega bragðgóður og áferðin er eins og sjeik! Aðeins 5 innihaldsefni + klakar.

Ég er síðan með geggjaðan gjafaleik á Instagram hjá mér sem ég hvet ykkur til að taka þátt í!

5. júní 2018 : Mjög góðir prótein boltar í millimál

Aldís Ylfa

Hversu gaman er að fá pakka? Það er loksins komið smá sumar og sólin er farin að láta sjá sig og þá fer fólk í smá gjafastuð!! Um daginn beið mín mjög sætur pakki þegar ég kom í H Verslun frá The Protein Ball Co. Í þessum fallega pakka voru protein boltarnir. Ég hef verið að smakka þessa bolta í nokkur skipti núna og er að fýla þá. Ég viðurkenni það alveg að það þarf að venjast þessu vel áður en þú ferð að kaupa þér þetta í hverri ferð út í búð. Það eru sex boltar í hverjum poka og það eru til fjögur mismunandi brögð. Mér finnst þetta frábært millimál og svo gott að eiga inn í skáp og grípa með sér ef maður er alltaf á ferðinni eins og ég. 

1. júní 2018 : Creme Brulee skyrterta

Hvað er betra en góður eftirréttur sem er bæði sykur og glúteinlaus? Pabbi átti afmæli í vikunni og langaði mig til að sjá um eftirréttinn og hafa hann í hollari kantinum. Ég ákvað að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og gera skyrtertu, þar sem ég geri nánast aldrei tertur eða eftirrétti. Styrkleikarnir eru ekki allsstaðar en þessi skyrterta kom mjög vel út mér til mikillar gleði. 

30. maí 2018 : Maskari og Eyeliner frá Inika

Hildur Sif Hauksdóttir

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag langar mér að deila með ykkur mínu uppáhalds combói þessa stundina. Vegan Long Lash maskarinn frá Inika og Liquid Eye Liner einnig frá Inika. Báðar vörurnar eru lífrænar, vegan og ekki prófaðar á dýrum sem skiptir mig miklu máli. Gaman að segja frá því að maskarinn vann Glamour verðlaun fyrir besta maskarann og stendur hann svoleiðis fyrir því! 

Síða 1 af 23