Screen-shot-2018-05-15-at-21.38.29

15. maí 2018 : Bikini frá Nike

Aldís Ylfa

Hugsunin um að sumarið sé rétt handan við hornið er geggjað, loksins!! Ég er miklu meiri sumarmanneskja  heldur en vetrarmanneskja, sumarið er svo heillandi tími. Á sumrin er létt yfir öllum og fólk er fáklætt og í góðu skapi, þannig á það að vera. Í mars kom sending í H Verslun frá Nike, bikiní, já Nike bikiní. Núna er bókstaflega hægt að ganga í öllu Nike, frá toppi til táar sem okkur finnst nú alls ekki leiðinlegt, enda er Nike vörurnar mjög þæginlegar og fallegar :) Ég hef mikinn áhuga á því að kaupa mér bikiní og á margar týpur og gerðir.  Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort að ég ætti að fá mér eitt stykki bikiní frá Nike og ég er ennþá að hugsa málin en ég held að ég fari og slái til. 

14. maí 2018 : Kókos prótein kúlur

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur. Í dag langaði mig að deila með ykkur nýrri uppskrift sem ég er mjög spennt fyrir! Kókos prótein kúlur - þær eru sykur- og glúteinlausar ásamt því að vera vegan. Ég ákvað að prufa mig áfram með upprunalegt uppáhalds döðlukúlu uppskrift að prófa setja prótein duft. Það heppnaðist mjög vel og elska að eiga svona kúlur inní frysti með kaffinu eða þegar mér langar í eitthvað sætt. 

7. maí 2018 : Matseðill og Afmælis vikan 7 - 13 mai

Hvað skal hafa í matinn í vikunni? Gott finnst mér að setja upp matseðil fyrir vikuna frá mánudegi til sunnudags. Sjálfsögðu sveigi ég oft út af honum og breyti til, ekki er maður alltaf í stuði til þess að elda eða hafa fisk eða kjúkling þann dag svo það er í góðu lagi á mínu heimili að breyta til. 

Buxur10

6. maí 2018 : Mínar uppáhalds sprettæfingar

Aldís Ylfa

Hvað er skemmtilegra en að taka góða sprettæfingu? Þegar það er off season í fótboltanum eða langt í leik finnst mér mjög gaman að taka spretti en ég geri það eiginlega alltaf þegar ég fer að lyfta en þá eru sprettirnir kannski í styttri kantinum. Ég er dugleg að búa mér til æfingabanka, sama hvort það er lyftingaæfing eða sprettir. Mér finnst það hentugt og hef ég verið dugleg að bæta í safnið síðustu ár. Í þessum æfingabanka eru t.d sprettæfingarnar úr hlaupa programminu frá Indí, sem mér finnst alveg frábært og mæli með. Þá byggi ég einnig margar æfingar á efni af netinu eða eða efni sem ég sankað að mér frá öðrum þjálfurum í fótboltanum.

Now_fraedslukvold_fb

4. maí 2018 : Fræðslukvöld 8. maí: Hreyfing, mataræði, hugarfar og bætiefni

Indíana Nanna

Halló, halló .. Indíana hér!

Heilbrigður lífsstíl verður megináherslan á fyrirlestrakvöldi sem haldið verður þriðjudaginn 8. maí í næstu viku. Ég er virkilega spennt fyrir þessu kvöldi en ég, Beggi Ólafs og Arnór Sveinn ætlum að halda þrjá ólíka fyrirlestra sem eiga það þó allir sameiginlegt að snúast um atriði tengd heilbrigðu líferni.

4. maí 2018 : Bleikja með sveppum, kóríander og hvítlauk

Hæhó eftir miklar eftirspurnir af bleikjunni sem ég setti í Instagram story í vikunni langar mig til að deila með ykkur uppskriftinni. Ég fæ alltaf besta og ferskasta fiskinn hjá vini mínum í Hafinu Hlíðarsmára, ég finn mikinn mun á milli fiskbúða hvernig fiskurinn er og hef ég alltaf haldið mig við fiskinn frá Hafinu því ég veit ég fæ hann alltaf ferskan og bragðgóðan hjá þeim. 

3. maí 2018 : New in: Converse Break Point

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur. Þegar ég keypti mér þessa skó var heldur betur vor veður og tími fyrir nýja sumarskó - nú þegar ég skrifa þetta er snjókoma. Held ég þurfi að bíða örlítið til að geta byrjað nota þessa Converse aðeins lengur en ég er nokkuð viss um að þeir verði mjög mikið notaðir í sumar. Ég held notað Converse skó í meira en 10 ár og ég fæ aldrei leið á þeim. Converse Break Point eru aðeins hlutlausari heldur en klassíska týpan og mun ég nota þá meira þegar ég er að fara eitthvað fínt - held þeir myndu smellpassa við til dæmis einhverja flotta dragt. 

2. maí 2018 : Salthnetu og karamellu hafraklattar

Hafraklattar með salthnetu og karamellu sem eru sykur og glúteinlausir, tilvalið millimál fyrir daginn. Hver kannast ekki við að vera í vandræðum með millimál, snögga orku fyrir eða eftir æfingu? Þessir hafraklattar bjarga mér sem millimál, á ferðinni í töskunni eða skjótfeng orka ef ég vil ekki vera fá mér of þungt í magann fyrir æfingu. Tilvalið að setja í nestis töskuna hjá krökkunum, holl og góð næring fyrir alla.

Womens-Nike-Metcon-DSX-Flyknit-2

1. maí 2018 : Á óskalistanum hjá Indíönu í nýrri vefverslun: NIKE, NOW góðgerlar og Inika Organics

H Verslun hefur tekið vefverslunina sína í gegn og bætt við fleiri vörumerkjum eins og NOW Foods og Inika Organics. Ég var aðeins að skoða úrvalið  og ákvað að deila með ykkur því sem er á mínum óskalista.

29. apríl 2018 : Local x Indíana

Indíana Nanna

Hollt og gott salat er alltaf gott fyrir líkama og sál. Ég var svo heppin að fá að setja saman salat mánaðarins fyrir Local í apríl. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni fyrir matargatið mig og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. 

Mig langaði til að sýna ykkur nokkrar myndir sem við tókum fyrir auglýsingaherferð í kringum þetta skemmtilega verkefni.

Síða 1 af 22