8. nóvember 2018 : Glúteinlaust Lasagna

Hvað á að hafa í matinn í kvöld?
Grænmetis lasagna með ungnauta hakki var á matseðli vikunnar á mínu heimili þessa vikuna, mikið rosalega var það gott! Ég hef ekki borðað rautt kjöt í langan tíma og ákvað að breyta aðeins til og kaupa gæða ungnauta hakk sem ég vissi að ég gæti borðað. Ég er ekki mikil kjöt manneskja en ef það er eitthvað sem mér finnst virkilega gott þá læt ég það eftir mér.

5. nóvember 2018 : Kornflex kókos súkkulaði konfekt

Hátíðlegt konfekt getur líka verið sykur og glúteinlaust. Ég gerði tvær útgáfur, aðra með sykurlausu súkkulaði og hina með venjulegu súkkulaði. Hver elskar ekki súkkulaði? Hvernig sem það er, það er fullkomið í alla eftirrétti.

31. október 2018 : Hádegismatur á innan við 15 mínútum

Hádegismatur á innan við 15 mínútum. Ertu á hraðferð, nærðu að fara heim í hádeginu til að gera þér hádegismat? Þessi er fullkominn fyrir þá sem ná að fara heim í hádeginu eða eru með aðstöðu í annríki dagsins. Það er mikilvægt að fá sér góðan og næringarríkan mat í hádeginu og það þarf ekki að vera mjög flókið að útbúa slíkan hádegisverð. 

29. október 2018 : Gæða Ítalskur matur

Hágæða matur myndi ég segja að fáist á Ítalíu. Matur frá grunni, ferskari hráefni og mat hef ég ekki fengið eins og á Ítalíu. Olífu Olíur og Balsamik edik á hverju borði til að hafa með salatinu og á matinn, engar sósur á kjötið, kjúklinginn eða salatið nema Olifu olíur og það var það besta. Er dolfallin yfir matarvenjum Ítalía eftir ferðina. 

MexikanskarSaetarIndiana

22. október 2018 : Mexíkanskar sætar kartöflur

Indíana Nanna

Heimagerður matur er alltaf bestur að mínu mati. Að búa eitthvað til frá grunni í eldhúsinu virkar eins og hugleiðsla fyrir mig. Ég elska að hafa Netflix, tónlist eða podcast í gangi á meðan ég dúlla mér.

Ég hafði oft séð myndir af fylltum, sætum kartöflum en aldrei prufað að gera þær sjálf. Þegar ég elda eða baka þá fylgi ég nánast aldrei uppskrift heldur skoða ég nokkrar ólíkar uppskriftir, bæði vegan og ekki vegan, og útfæri síðan réttinn á minn hátt. Það fer eftir því hvað ég á hverju sinni hvernig rétturinn kemur út. Stundum heppnast það mjög vel og stundum ekki, en þá læri ég af því og prófa eitthvað ólíkt næst.

Þessi réttur er ótrúlega einfaldur, stúfullur af góðri næringu og síðan er hann bara ótrúlega litríkur og fallegur. Eina ''vesenið'' er að sætu kartöflurnar þurfa 40 mínútur í ofninum en það tekur enga stund að skella þeim inn og svo er hægt að nýta tímann í að útbúa fyllinguna.

20. október 2018 : Próteinrík Acai skál

Indíana Nanna

Halló, halló .. Indíana hér með einfalda uppskrift að Acai skál. Þessi skál er alveg ótrúlega fersk en berjabragðið af Acai duftinu og frosnu ávöxtunum og síðan vanillubragðið af próteininu tónar alveg ótrúlega vel saman.

17. október 2018 : Kaffisúkkulaði hrákaka og súkkulaði salthnetu hrákúlur

Hvernig hljómar kaffi döðlusúkkulaði hrákaka fyrir þá sem eru kaffi og súkkulaði elskendur?
Einföld Hrákaka sem tekur minna en 10 mín að gera inn í frysti svo er ykkar val hvernig þig toppið ykkar hráköku. Mig langar að deila með ykkur minni uppskrift af góðri Hráköku sem og Salthnetu og súkkulaði döðlukúlum. 

Screen-shot-2018-09-16-at-21.21.29

9. október 2018 : Nýr galli frá NIKE

Aldís Ylfa

Hæ elsku lesendur! Núna er komið svolítið haustveður úti og rútínan hefur komist í gang aftur. Ég fór í H Verslun fyrir stuttu síðan og nældi mér í nýjan galla frá Nike. Ég er mikið að fýla að vera í galla, semsagt sama lit af buxum og peysu og þessi féll alveg fyrir augað. Þetta er vinsælu Tech fleece buxurnar og peysa í stíl. Gallinn er til í þremur litum, svartur, grár og gulur. Peysan er einnig Tech fleece. 

7583926800_IMG_3550

7. október 2018 : Skref fyrir skref: Ofureinföld, sykurlaus eplabaka með kanil og kókos

Hér höfum við ljúffenga og ofureinfalda eplaböku. Þessi er dásamleg nýkomin úr ofninum með þeyttum rjóma eða ís. Hægt er að bera hana fram með sykurlausri súkkulaðisósu en uppskriftin að henni er líka að finna hér að neðan.

5. október 2018 : Karamellu kókos skyrterta

Hver elskar ekki góðan eftirrétt? Hér eru engin boð og bönn því þessi Kókos karamellu skyrterta er hollustu dásemd myndi ég segja. Oft langar manni í eitthvað sætt eftir matinn, með kaffinu eða bara gera sér glaðan dag með góðri sneið af skyrtertu þá er þessi tilvalin til að eiga í frysti.

Síða 1 af 25