1 árs afmæli

Hlín Arngrímsdóttir

12. janúar 2018

Hipp hipp húrra! Arndís varð 1 árs þann 1. Janúar síðastliðinn. Við Hlynur vildum hafa þetta eins auðvelt og hægt væri og buðum bara þeim allra nánustu. Ég var ekki að mikla þetta of mikið fyrir mér en vildi hafa þetta krúttlegt boð. Ég var búin að ákveða að kaupa einhyrningsköku frá 17 sortum, því hún er jú einfaldlega aðeins of krúttuð. 

Ég fór nokkra netrúnta í leit að marglitu skrauti og fann einhyrningsblöðrur og einhyrningsskraut á möffins inn á www.pippa.is. Þessi síða er algjör snilld og mikið af flottu skrauti. Ég hef áður pantað þaðan skraut fyrir skírnina hjá Arndísi. Diskarnir og glösin voru í pastel litum, bleikt, gult og grænt, það keypti ég í Partývörum. Veitingarnir voru mjög fjölbreyttar, allt frá ostum, brauði og pestó upp í dýrindis kökur. Við vorum t.d. með heit rúllubrauð, Snickers tertu, súkkulaði möffins, afmælis köku og osta og kex. Dagurinn heppnaðist mjög vel og mín kona var alveg búin á því eftir daginn. Myndavélin var alls ekki ofnotuð þennan dag svo myndirnar eru af skornum skammti þetta skiptið. 

Einhyrningskaka - 17 Sortir

Einhyrningsskraut - Pippa.is, fæst hér

Einhyrningsblöðrur - Pippa.is, fæst hér 

Blöðrur - Partýbúðin

Diskar og glös - Partývörur

Hárskraut - Söstrene Grene


444A9A79-6DAA-40FE-A16E-E9BC0625F4D0Ávaxtaspjót 

C7230C49-F4F9-4E71-8285-E82630D69E58Dásamlega falleg kaka frá 17 Sortum

24D0F159-0CEB-4B2B-99C1-0EB2A4F3C081
3FE8D37C-5766-435E-90DD-4D21C5781149Einhyrningsskraut frá Pippa.is 


66F7E2D3-2095-4482-956C-0DF0DA1B786CAfmælisdís

858EC00B-10FE-4899-BE71-1593FAE5D113Hæst ánægð með Cheerios

A6428AE1-76A6-472F-BCF5-141D1EB6AA46

Lítil glöð einhyrningsskotta!


Þangað til næst!

Hlín Arngrímsdóttir