Lokahóf KFÍA

Aldís Ylfa

3. október 2017

  • Image-5

Helgin var frábær. Fótboltasumarið kláraðist með stæl á lokahófi KFÍA á laugardagskvöldið. Hátíðin kallast Septemberfest hér á Akranesi og er um 200 gestir sem mæta á Gamla Kaupfélagið og fagna fótboltasumrinu. Þarna koma saman meistaraflokkur karla og kvenna ásamt 2. fl. karla og kvenna. Þá er einnig öðrum þeim sem hafa starfað í kringum knattspyrnuna á Akranesi boðið að vera með.  Skemmtiatriðin voru frábær og maturinn ekki síðri enda er Gamla Kaupfélagið mjög góður veitingastaður. 


Fyrr um daginn var lokahóf yngri flokka ÍA haldið en það er hefð fyrir því að halda uppskeruhátíð fyrir yngri flokka sama dag og lokahóf KFÍA fer fram. Þetta er skemmtilegur dagur þar sem ég fékk þann heiður  að afhenda ungum og efnilegum krökkum viðurkenningar fyrir árangur liðins árs. Það er gaman að segja frá því að ég hef komið að þjálfun allra árganga sem tóku þátt í þessu lokahófi, það er frá 2001 til og með 2010, annað hvort karla megin eða kvenna megin. 

Aldislokahof2

Aldislokahof3
Ég keypti mér kjól fyrir lokahófið inn á síðu sem heitir In The Style. Ég var rosalega ánægð með hann og hann var mjög þægilegur. Skórnir eru keyptir í Primark í Amsterdam - ótrulegt en satt en þeir eru sjúklega þægilegir og ekkert mál að vera í þeim allt kvöldið. Elskulega Fanney frænka mín kom og gerði hárið á mér en ég málaði mig sjálf. 

Image-1[1]

Image_1506983576017

Image-5Ég og Steinar kærastinn minn á laugardaginn.  

Image-2[1]

Þangað til næst!