Snyrtivörur ársins - 2017

Hildur Sif Hauks

3. janúar 2018

Halló halló og gleðilegt nýtt ár! Fyrsta færsla ársins verður um snyrtivörur ársins 2017 að mínu mati. Eitt að heitunum mínum fyrir árið 2018 er að hugsa betur um húðina mína. Lengi hef ég einungis notað vatn, augnhreinsi og rakakrem í minni daglegri húðrútínu en hef aðeins bætt við þá rútínu. Mig langar samt sem áður að prófa mig áfram í að finna bestu rútínuna og vörur fyrir mína húð. Ég reyni eins og ég get að velja hreinustu vörurnar hverju sinni og er einnig mikilvægt að vörurnar sem ég nota séu "cruelty free". En eftirfarandi vörur eru þær sem stóðu uppúr árið 2017!

*Þessi færsla er ekki kostuð
Screen-Shot-2018-01-03-at-10.38.38


Vitamin E augnkrem - fæst í Body Shop
Á veturna á ég til í að vera þurr í kringum augun og hefur þetta krem verið algjör "life saver" síðustu mánuði!

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.38.12
Vitamin E Hydration Face Mist - fæst í Body Shop

Ég er gjörsamlega háð þessu spreyji, nota það alltaf þegar ég kemst í það, yfir farða eða á hreina húð. Gefur raka, vítamín og frískar uppá húðina.

Screen-Shot-2018-01-03-at-13.40.46
Face Tan Water - fæst hér

Áður en ég kynntist þessari vöru var ég viss um að það væri ekki hægt að vera með brúnkukrem í andlitinu án þess að vera flekkótt. En þessi snilld gefur manni svo fallegan lit og best er að hún stíflar engar húðholur í andlitinu. Ég nota Face Tan Water 2x í viku og mæli klárlega með

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.26.00
St Tropez Express Bronzing Mousse - fæst hér
Lífið er einfaldlega betra með smá brúnku. Ég  hef prófað margar tegundir af brúnkukremi og er þessi nýleg uppáhald. Ég nota brúnku 3-4 í mánuði og það sem ég elska mest við þessa er að hún er með minni brúnkukremslykt og þarf einungis að vera á húðinni í 1-3 klukkustundir. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.23.24
Organic Pure Primer - fæst hér
Þessi primer gefur húðinni mjög góðan raka og nota ég hann undir farða eða bara einn og sér yfir daginn. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-13.56.15
Burt Bees Tinted Lip Balm í litnum Pink Blossom - fæst í öllum helstu verslunum

Ég þarf alltaf að vera með varasalva á mér og hef verið að teygja mig mest í þennan nýlega. Gefur frá sér örlitinn bleikan lit. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.23.44Organic Vegan Lipstick í litnum Nude Pink - fæst hér 
Maður á aldrei nóg af nude varalitum og hefur þessi frá Inika verið í uppáhaldi uppá síðkastið.


Screen-Shot-2018-01-03-at-10.47.36
Anastasia Beverly Hills Dip Brow - fæst hér
Augabrýr eru mér mjög mikilvægar og finnst mér dip brow lang best til að móta augabrýrnar mínar. Kostirnir eru að liturinn helst vel á yfir daginn, varan endist lengi og er auðveld í notkun.


Screen-Shot-2018-01-03-at-10.22.47
Mineral Mattifying Powder - fæst hér
Vara sem fer alltaf ofan í snyrtibudduna. Nota hana undir augun og á svæðin sem ég á til að glansa yfir daginn. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.28.32
Maria Nila Sheer Silver - fæst hér 
Besta sjampóið til þess að losna við gula undirtóninn í ljósa hárinu mínu. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.29.00
Maria Nila Soft Argan Oil - fæst hér

Þessi olía tók við af Moroccanoil sem ég var búin að nota í mörg ár. Finnst Maria Nila olían léttari í hárið og lyktin er rugl góð!

Þetta eru þær vörur sem ég mun klárlega ekki hætta að nota á næstunni og mæli hiklaust með! En takk fyrir að lesa og ef þið viljið fylgjast með mér eitthvað frekar þá er ég rosa virk á Instagram 

www.instagram.com/hildursifhauks 
IMG_3391_1514989581804
Þangað til næst <3
-Hildur Sif Hauks