12. nóvember 2018 : Ásdís Grasa: Styrkjandi bætiefni fyrir ónæmiskerfið

Hér eru þau bætiefni sem Ásdís Grasalæknir mælir með sem eru styrkjandi fyrir ónæmiskerfið.

24. október 2018 : Grænn ofur-smoothie

Heil og sæl! Ég trúi ekki að ég hef aldrei deilt uppskrift af grænum smoothie með ykkur fyrr en núna! Þegar ég er að flýta mér á morgnana þá þykir mér upplagt að henda í einn grænan ofur-smoothie til þess að grípa með mér í skólann eða vinnuna. Ég nota m.a. grænkál í þennan smoothie því það er uppáhalds grænmetið mitt og algjör ofurfæða. Stundum borða ég grænkál eintómt sem snakk því mér þykir það svo gott! Grænkál er afskaplega næringarríkt og inniheldur mikið magn af A, C og K- vítamíni ásamt kalsíum og andoxunarefnunum: quercetin og kaempferol sem eru bólgueyðandi. Grænkál er einnig gott fyrir meltinguna. Þrátt fyrir alla heilsueiginleika grænkáls þá eru ekki allir fyrir grænkálið því það er með einkennilegt bragð svo spínat dugar líka í þessa uppskrift. Ég vill taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu og Isola Bio. Ég nota meðal annars hampfræ frá Himneskri Hollustu fyrir auka prótein í smoothie-drykkinn minn en það er líka hægt að nota chia fræ. Ég hef verið að prófa mig áfram með krydd í smoothie-drykki, það hljómar kannski undarlega en ég mæli með að prófa! Ég nota túrmerik í þennan smoothie-drykk og örlítið af svörtum pipar en svartur pipar hjálpar líkamanum að taka upp túrmerik. Fyrir áhugasama þá skrifaði ég stutta færslu um helstu heilsueiginleika túrmeriks en það er m.a. þekkt fyrir að vera bólgueyðandi. Byrjum að blanda! 

19. október 2018 : Hair Skin and Nails frá NOW

Hair skin and nails frá Now er frábær blanda innihaldsefna sem styðja við heilbrigði hárs, húðar og nagla. Blandan inniheldur m.a. A,C og E vítamín, B-komplex blöndu, steinefni, Keratín, msm, l-proline, Horstail og Hyaluronic sýru. En förum aðeins nánar yfir innhaldsefnin í þessari frábæru blöndu, Hair skin and nails frá NOW.

14. október 2018 : Kínóa grautur í haustbúning

Heil og sæl! Þetta er mín fyrsta tilraun í að gera kínóa graut og ég var mjög ánægð með útkomuna! Ég vildi nota hráefni sem minna mig á haustið og að sjálfsögðu var kanill fyrir valinu ásamt valhnetum og grænum eplum. Kínóa er ofboðslega næringarríkt, prótein- og trefjaríkt og getur komið í stað hrísgrjóna en það er líka hægt að nota kínóa í helling annað, t.d. í grautargerð! Kínóa getur verið biturt á bragðið út af efnasambandinu 'saponin' en til að losa sig aðeins við bitra bragðið er gott að skola kínóa undir köldu vatni. Ég vill taka það fram hér í byrjun að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu og Isola Bio. 

30. september 2018 : Asta Eats: Heilsu & Lífstílsdagar

Heil og sæl! Haustið er komið og með því fylgja heilsu- og lífstílsdagar í Nettó! Í þessari færslu ætla ég að telja upp mínar uppáhalds vörur sem hægt er að finna á heilsudögum ásamt nýjungum frá Himneskri Hollustu og Good Good Brand sem ég var spennt að prófa. Ég vill taka það fram að ég keypti vörurnar sjálf en ég kíki alltaf á heilsudaga og birgi mig upp fyrir veturinn og skoða spennandi nýjungar og tilboð. Heilsudagar eru til 3. október svo ég mæli eindregið með að kíkja ef þið eruð ekki enn búin að því! Það eru ofurtilboð á hverjum degi og til gamans má geta er til dæmis grænkál á 50% afslætti þann 2. október og ég mun klárlega mæta, enda er grænkál í algjöru uppáhaldi. 

28. september 2018 : Ásdís Grasa: Mínar uppáhalds smoothie uppskriftir

Hvernig væri að byrja daginn á ferskum næringaríkum smoothie og fá gott start inn í daginn! Ég byrja flesta daga iðulega á góðum þykkum smoothie drykk og fæ mér yfirleitt einn slíkan á dag, enda afar einfalt og fljótlegt og maður nær oft að lauma einhverju auka hollustustöffi í smoothie-inn til að bústa upp næringuna. 

18. september 2018 : Sætur hummus

  • Heil og sæl! Já, þið lásuð rétt - uppskrift dagsins er sætur hummus með súkkulaði og hnetusmjöri! Ég er alveg í skýjunum yfir þessum hummus og ég get ekki hætt að borða hann. Ég skal alveg viðurkenna að ég borða þennan hummus stundum eintóman, hann er hættulega góður! Annars er hann líka ljúffengur með jarðaberjum eða ofan á brauð eða beyglu. Ég nota að sjálfsögðu kjúklingabaunir í grunninn og tek hýðið af baununum svo hummusinn verður extra mjúkur. Þegar ég var að prófa mig áfram með þessa uppskrift hugsaði ég hvaða hráefni væru í hummus og notaði svipuð hráefni í sætari kantinum. Í staðinn fyrir sesamsmjör (e. tahini) notaði ég gróft hnetusmjör, í staðinn fyrir ólífuolíu notaði ég hlynsíróp, í staðinn fyrir sítrónusafa notaði ég kókosolíu og í staðinn fyrir salt notaði ég döðlusykur sem er í algjöru uppáhaldi í baksturinn. Döðlusykur er nefnilega ekki sykur heldur þurrkaðar döðlur sem eru svo malaðar niður í duft. Ég notaði svo kakóduft en passaði að setja ekki of mikið vegna þess að kakó er mjög bragðsterkt og því þarf ekki mikið af því. Þessi uppskrift er svo gómsæt, og svo auðveld. Eftir að maður er búinn að taka hýðið af kjúklingabaununum þá tekur enga stund að skella þessu öllu í matvinnsluvél, blanda og njóta!

5. september 2018 : Ásdís Grasa: Hressandi og frískandi tedrykkir með Clipper

Hægt er að njóta þess að drekka te á ýmsa vegu og eru tedrykkir t.a.m. frábær leið til að auka inntöku okkar á vökva og eins til að draga úr of mikilli kaffidrykkju, neyslu á sætum drykkjum og eða orkudrykkjum. Í hverjum einasta tebolla eru fjölmörg heilsueflandi virk efni úr lækningajurtum sem bæta heilsu okkar svo um munar og því mjög snjallt að innleiða tedrykkju inn í okkar daglega mataræði. Ég hef sjálf drukkið te í fjölda ára á hverjum degi og mér finnst afar skemmtilegt að tvista aðeins til tedrykkjuna hjá mér og blanda te með öðru hráefni í stað þess að drekka það á gamla mátann, þ.e.a.s. í soðið vatn þó það standi vissulega alltaf fyrir sínu.

31. ágúst 2018 : Ídýfa með kasjúhnetum og graslauk

Heil og sæl! Ég er á fullu að prófa mig áfram með kasjúhnetur í eldhúsinu og mig langaði að gera einhvers konar kasjúhnetu-rjómaosta-ídýfu, svolítið eins og hummus nema úr kasjúhnetum. Ef kasjúhnetur eru lagðar í bleyti þá verða þær svo rjómakenndar og það er hægt að búa til alls konar gúmmelaði úr þeim! Ég kalla þessa uppskrift 'ídýfu' en þetta getur alveg verið rjómaostur líka því það er æðislegt að skella ídýfunni beint á beyglu. Ég prófaði mig áfram með graslauk því ég átti nóg af honum til heima en það er líka hægt að prófa sólþurrkaða tómata, soðnar gulrætur eða rauðrófur jafnvel sætar kartöflur, bara hvað sem manni langar í! Ég mæli líka með að krydda ídýfuna með góðum kryddum, t.d. með ristuðum hvítlauki en ég notaði hvítlaukssalt. 

25. ágúst 2018 : Pastasalat með kjúkling og avocado

Heil og sæl! Ég vildi endilega deila með ykkur uppskrift af ljúffengu pastasalati sem að ég geri oft á mínu heimili og fyrir vinkonuhópinn en þetta salat slær alltaf í gegn! Ég kalla það 'mömmusalat' vegna þess að mamma gerði þetta salat oft þegar ég var yngri. Ég og systir mín hjálpuðum til og ég var alltaf svo spennt þegar það var mömmusalat í matinn. Ég setti minn eigin snúning á salatið og bætti avocado út á ásamt ristuðum kasjúhnetum til þess að fá smá 'crunch' en ég set oft hnetur í staðinn fyrir brauðteninga út á salöt. Ég nota oftast tilbúinn kjúkling sem að ég kaupi í Melabúðinni, alveg eins og mamma gerði. Það er líka í fínasta lagi að steikja sinn eigin kjúkling ef maður vill það frekar. Þetta salat er ljúffengt, auðvelt og fljótlegt! Svo er það æðislegt daginn eftir í hádegismat!

Síða 1 af 19