12. október 2017 : Ásdís Grasa: Glútenlausar prótein pönnsur

Hverjum finnast ekki pönnukökur góðar? Það er eitthvað svo notalegt að gæða sér á ilmandi pönnuköku og kaffibolla en undanfarið hef ég verið að prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir að glúteinlausum næringarríkum pönnslum sem metta vel en þessar er líka hægt að nota sem vöfflur. 

10. október 2017 : Ragga Nagli: Góðgerlar

Halló! Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. Góðar bakteríur hjálpa okkur að halda heilsunni í blússandi botni. 

9. október 2017 : RVKfit: Kókos-Brokkolí súpa

Hollar og góðar súpur finnst mér vera mikilvægur hluti af haustinu. Þegar skammdegið skellur á er ekkert yndislegra en að kveikja á  kerti með holla og orkumikla súpu í skál. Þessi súpa er ekki bara mikilvægur hluti af haustinu heldur er hún líka næringarík, bragðmikil og vegan. Það er einnig stór kostur að hún er auðveld í matreiðslu og í hana þarf fá innihaldsefni.

6. október 2017 : Lifðu til fulls: Túrmerik hummus með steinselju salati

Hummus með túrmerik og steinselju salati a la Júlía Magnúsdóttir en hún heldur úti vefsíðunni Lifðu til fulls.

Júlía skrifar: Með honum má líka bera framniðurskorið grænmeti eins og gúrkur og gulrætur, eða eitthvað gott glútenfríttkex. Hægt er að gera þrefalda uppskrift af salatinu og nota réttinn sem aðalrétt. Að elda frá grunni er alltaf besti kosturinn í stöðunni þegar kemur að matarvali. Það þarf alls ekki að vera tímafrekt því eins og ég segi alltaf þá er hollari valkosturinn yfirleitt sá sem inniheldur færri hráefni.

3. október 2017 : Acai smoothie skál

Hvað sem klukkan slær – það er alltaf tími fyrir smoothie skál!
Ég er vægast sagt mikill aðdáandi smoothie skála en ég fór að prófa mig áfram í að búa til svona skálar eftir að ég sá mikið um þær á samfélagsmiðlum. Ég var komin með leið á því að búa mér til sama smoothie-inn og drekka hann með röri og datt í hug að gera frekar smoothie skál. Þar sem ég ferðast mikið erlendis er ég orðin fastagestur á mörgum veitingastöðum sem bjóða upp á smoothie skálar og hef prófað mjög margar útgáfur af þeim. Þó finnst mér langbest að búa til skálina heima og mixa hvað það sem mig langar í hverju sinni. Mér finnst best að gera smoothie-inn frekar þykkann og skreyta með ávöxtum, granóla, möndlum, kókosflögum, chiafræjum, kakónibbum og jafnvel hnetusmjöri. Ég ætla deila með ykkur uppskrift af þeirri smoothie skál sem er í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana.

30. september 2017 : Stökkar orkukúlur með hnetusmjöri og chia

Heil og sæl! Nú á dögum var ný gerð af hnetusmjöri að detta í búðir ... hnetusmjör með chia frá Himneskri Hollustu! Þegar ég fékk hnetusmjörið í hendurnar þá vissi ég að ég þurfti barasta að búa til eitthvað gómsætt! Mér fannst tilvalið að prófa mig áfram í orkukúlugerð með nýja hnetusmjörinu. Ég hef afskaplega gaman af því að búa til mínar eigin orkukúlur og finnst gott að geta nartað í eitthvað sætt án hvíta sykursins en ég nota döðlur mikið þegar ég bý til mínar eigin orkukúlur fyrir náttúrulega sætu. Hefjumst handa! 

26. september 2017 : Hvað er hollt? Hvað er ekki hollt?

Heilsusérfræðingarnir Ragga Nagli og Ásdís Grasa eru að halda stórskemmtilegan viðburð á morgun, miðvikudaginn 27.september. Stöllurnar tvær ætla að fara yfir allskonar mál sem vefst fyrir fólki þegar það hugar að fara í lífsstílsbreytingu, hvað má og má ekki borða og svo framvegis.
Viðburðurinn er á Facebook: Heilsukvöld - Ragga Nagli og Ásdís Grasa

21. september 2017 : Heimalagað möndlusmjör

Heil og sæl! Haustuppskriftirnar hjá mér halda áfram en í þessari viku var ég að leika mér aðeins í eldhúsinu og prófaði að búa til mitt eigið möndlusmjör. Það tók sinn tíma, ég skal alveg viðurkenna það en það er bara svo gaman að búa til sitt eigið svo það er algjörlega þess virði! Ég notaði hlynsíróp og kanil (kemur á óvart...) til að krydda aðeins upp á möndlusmjörið mitt og kom það skemmtilega út! Fyrir þá sem vilja hreint möndlusmjör þá sleppið þið bara sírópinu og kanilnum og þið ráðið hvort að þið setjið salt, persónulega get ég alveg sleppt því. Ég borða möndlusmjör með eplabitum, ofan á maískökur með niðurskornum banana og svo er líka hægt að skella smá möndlusmjöri á ristað brauð eða jafnvel setja það í þeytinginn en möndlusmjör er trefjaríkt og inniheldur gott magn af hollri fitu (e. monounsaturated fat). Ég ætla að vara ykkur við strax í byrjun, heimalagað möndlusmjör reynir á þolimæðina og það verða læti. 

12. september 2017 : Orkukúlur með kanil og eplum

Heil og sæl! Nú er elskulega haustið að skella á en það er bara eitthvað við haustið sem er svo notalegt ... laufin, heitir drykkir, stórir treflar og kertaljós. Mér datt þess vegna í hug að prófa mig áfram í eldhúsinu með hráefnum sem að ég sjálf tengi við haustið; epli, kanill og hlynsíróp. Mér finnst ægilega gott að geta nartað í eitthvað í hollari kantinum til að slá á sykurþörfina hjá mér og fannst mér þess vegna tilvalið að búa til orkukúlur en það er ekkert smá auðvelt og tala nú ekki um hvað það getur verið skemmtilegt, sérstaklega fyrir krakkana! 

Ragga Nagli döðlukaramella1

11. september 2017 : Ragga Nagli: Gómsæt karamellusósa

Þó þú gerir ekki nema eitt í dag nema skella í þessa gómsætu karamellusósu.

Sem hefur fengið þann hógværa stimpil að vera það allra gómsætasta á byggðu bóli.

Síða 1 af 10