8. desember 2017 : RVKfit: Hressandi haustsúpa

Hver elskar ekki að fá sér góða súpu í kuldanum? Súpur eru alltaf svo góðar og ljúft er að gera svolítið magn af þeim því þá á maður alltaf. Oft finnst mér þær jafnvel bragðbetri daginn eftir. Til þess að auðvelda mér eldamennskuna geri ég oft súpuna kvöldið áður, þá þarf ég ekki annað en að hita súpuna og eiga gott brauð með. Matartíminn verður ekki einfaldari.. Þessi súpa er svo góð að ég gæti borðað endalaust af henni.

30. nóvember 2017 : Jólahnetusmjör

Heil og sæl! Jólauppskriftirnar halda áfram og að þessu sinni deili ég með ykkur heimalöguðu jólahnetusmjöri! Ég nota aðallega valhnetur í hnetusmjörið og örlítið af pekanhnetum. Svo rista ég hneturnar upp úr hlynsírópi og jólakryddblöndu, þ.e. kanill, múskat og engifer. Ég er afskaplega hrifin af valhnetum enda eru þær algjör ofurfæða. Valhnetur innihalda prótein, trefjar og gott magn af omega 3 fitusýrum. Þær eru mettandi og eru því góður kostur fyrir þá sem eru til dæmis að létta sig. Valhnetur eru einnig ríkar af andoxunarefnum og halda því hjartanu í góðri heilsu en þær draga úr hættunni á að fá hjartasjúkdóm. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að daglega neysla af valhnetum hefur jákvæð áhrif á heilastarfsemina. Ég vill líka deila með ykkur að það er algjört nammi að rista valhnetur á pönnu eða í ofninum en það losar aðeins um bitra bragðið sem er af valhnetum en passið ykkur, valhnetur brenna hratt!  Ég mæli svo sannarlega með að koma valhnetum inn í daglega fæðu, lúka á dag kemur skapinu í lag!

27. nóvember 2017 : Ásdís Grasa: Túrmerik, Curcubrain og Curcufresh

Heilsusérfræðingurinn Ásdís Ragna fer hér yfir þrjár frábærar vörur frá NOW Foods en NOW er þekkt fyrir mjög strangar gæðakröfur og hreinar vörur. 

24. nóvember 2017 : Heimalagað jólagranóla

Heil og sæl, Ásta hér! Ég hef aðeins verið að leika mér í eldhúsinu í vikunni og langaði að deila með ykkur þessari auðveldu uppskrift af heimalöguðu granóla. Ég vildi hafa uppskriftina í jólabúningi en ég skal alveg viðurkenna að ég er komin í klikkað jólaskap enda bara mánuður til jóla! Ég nota hráefni á borð við pekanhnetur, þurrkuð trönuber og svo kanil, múskat (e. nutmeg) og engifer til að búa til ekta jólakryddblöndu. Ég nota svo uppáhalds lífræna hlynsírópið mitt frá Naturata til að fá smá sætu. Ég nota líka tröllahafra en ég mæli frekar með að nota þá heldur en að nota fína hafra. Fínir hafrar gefa bara ekki þetta góða “crunch” sem að við viljum. Svo að lokum nota ég möndlusmjör til að halda öllu saman og möndlusmjör er líka góður próteingjafi sem er algjör bónus! Ég nota líka graskersfræ, hið fullkomna fræ, stútfullt af næringarefnum, járni, próteini og trefjum!

13. nóvember 2017 : Epla nachos

Heil og sæl, Ásta hér! Mér þykir mjög gaman að taka eitthvað í óhollari kantinum og setja það í hollari búning. Ég fæ mikinn innblástur af Instagram og ég rakst á þessa sniðugu hugmynd ... epla nachos! Það eru endalausar útgáfur af epla nachos á netinu svo þetta er ekkert nýtt á nálinni en ég vildi prófa mína eigin útgáfu með grænum eplum, heimalöguðu möndlusmjöri og kanil. Það eru ekki allir fyrir grænu eplin þar sem að þau geta verið smá súr. Ef þið notið t.d rauð epli mæli ég með að kreista smá sítrónusafa yfir til að koma í veg fyrir að eplabitarnir verða brúnir. Eins og ég sagði áðan ... það eru endalausar útgáfur af epla nachos. Sumir nota bráðna karamellu, súkkulaði eða jafnvel hnetusmjör í staðinn fyrir möndlusmjörið. Margir setja súkkulaðibita eða jafnvel litla sykurpúða til að skreyta. Ég ætla hins vegar að halda mig við aðeins hollari hráefni, fræ og hnetur! 

Unnamed-1

6. nóvember 2017 : RVKFIT: Himneskar vöfflur

Hæhó, ég vona að þið hafið haft það gott yfir helgina í óveðrinu. Mig langaði til að deila með ykkur uppskrift sem ég geri vandræðalega oft. Um er að ræða ljúffengar hafra- & bananavöfflur en ef mig langar í brauð eða bakkelsi þá eru vöfflurnar nefnilega frábær kostur. Bæði hollar og líka sjúklega góðar!

31. október 2017 : Súkkulaðihafragrautur

Heil og sæl! Ásta hér. Nú þegar farið er að kólna í veðri hef ég verið að prófa mig áfram í hafragrautsgerð. Ég veit nú að mörgum finnst hafragrautur vera mjög óspennandi og bara alls ekkert góður en það er hægt að leika sér endalaust með hafragrauta og taka þá á allt annað stig. Eftir nokkrar tilraunir í eldhúsinu breytti ég mínum hafragraut í súkkulaðihafragraut! .... eða svona hálfgert. Nafnið er smá villandi þar sem að það er ekki beint súkkulaði í þessum hafragraut en ég notaði kakóduft. Ég vill taka það fram að kakóduft er mjög bragðsterkt, og þá meina ég MJÖG. Það þarf því ekki mikið af því í grautinn en ég notaði 1-2 tsk og það var alveg meira en nóg. 

21. október 2017 : Banana 'french toast'

Heil og sæl! Það er bara eitthvað við brunch sem að ég gjörsamlega dýrka. Það er svo notaleg tilfinning að fá að sofa út um helgar, hella hlynsírópi yfir allt og borða á sig gat ... eða ég geri það allavega! Maður má nú aðeins leyfa sér þegar það kemur að brunch enda er allt gott í hófi! Í uppáhaldi hjá mér er hið svokallaða 'french toast' ... verst að ég er með ofnæmi fyrir eggjum en ég fann ágæta lausn! Í staðinn fyrir að nota egg og mjólk í 'french toast' notaði ég stappaðan banana og möndlumjólk og það virkar jafn vel og eggið ef ekki betur! Þessi uppskrift hentar því fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir eggjum eða þola mjólkina illa eins og ég. Sunnudagur er rétt handan við hornið, á ekki að skella sér í brunch? Ég held það! Fyrir þessa uppskrift notaði ég eggja- og mjólkurlaust brauð en mér finnst súrdeigsbrauð tilvalið en hvaða brauð sem er dugar. 

17. október 2017 : Kókoskúlur .. í hollari búningi

Heil og sæl! Það kannast allir við klassísku kókoskúlurnar en ég bjó þær oft til þegar að ég var krakki. Á mínum fullorðinsárum þá fór ég að sakna þess að búa til kókoskúlur og vildi prófa að búa þær til á ný og reyndi að finna uppskrift á netinu. Það var þá sem ég gerði mér fyrst grein fyrir því hvað nákvæmlega var í þeim ... SYKUR og mikið af honum! Ég hef ekkert á móti smá sykri en mér finnst gaman að prófa önnur hollari hráefni sem hægt er að nota í staðinn fyrir hvítan sykur þegar ég er að baka. Mér datt þá í hug að nota döðlur í staðinn en ég hætti ekki þar því ég prófaði líka að nota avocado í staðinn fyrir smjörið og ótrúlegt en satt þá komu kókoskúlurnar vel út!

12. október 2017 : Ásdís Grasa: Glútenlausar prótein pönnsur

Hverjum finnast ekki pönnukökur góðar? Það er eitthvað svo notalegt að gæða sér á ilmandi pönnuköku og kaffibolla en undanfarið hef ég verið að prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir að glúteinlausum næringarríkum pönnslum sem metta vel en þessar er líka hægt að nota sem vöfflur. 

Síða 1 af 10