Lifðu til fulls: Túrmerik hummus með steinselju salati

6. október 2017

Hummus með túrmerik og steinselju salati a la Júlía Magnúsdóttir en hún heldur úti vefsíðunni Lifðu til fulls.

Júlía skrifar: Með honum má líka bera framniðurskorið grænmeti eins og gúrkur og gulrætur, eða eitthvað gott glútenfríttkex. Hægt er að gera þrefalda uppskrift af salatinu og nota réttinn sem aðalrétt. Að elda frá grunni er alltaf besti kosturinn í stöðunni þegar kemur að matarvali. Það þarf alls ekki að vera tímafrekt því eins og ég segi alltaf þá er hollari valkosturinn yfirleitt sá sem inniheldur færri hráefni.

Túrmerik hummus

 • 240 g (1 krukka) soðnar kjúklingabaunir frá Himneskri Hollustu
 • 3 msk tahini frá Monki
 • 1 sítróna, kreist
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 3 msk olífuolía frá Himneskri Hollustu
 • 1/4 bolli vatn (eða meira)
 • 1 tsk tamarisósa
 • 2 tsk túrmerikduft frá Himneskri Hollustu
 • 1 tsk papríkuduft
 • 1 tsk svartur pipar
 • 1/2 tsk kúmensalt eftir smekkörlítið af engiferdufti (má sleppa)

Kryddaðar kjúklingabaunir

 • 240 g (1 dós) kjúklingabaunir soðnar frá Himneskri Hollustu
 • 1/2 tsk papríkuduft
 • 1/2 tsk chillisalt og pipar eftir smekk
 • 1 msk olífuolía frá Himneskri Hollustu

Steinseljusalat

 • Handfylli steinselja
 • Handfylli klettasalat
 • Handfylli konfekttómatar
 • 1/4 bolli rauðlaukur
 • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk ólífuolía frá Himneskri Hollustu

Höfundur: Júlía Magnúsdóttir