29. janúar 2018 : Sykurlaus áskorun: Slepptu sykri í 14 daga

Hráfæðiskokkurinn Júlía Magnúsdóttir elskar fátt meira en að vera í eldhúsinu og hefur hjálpað einstaklingum að öðlast sátt í eigin skinni með heilbirgðum lífstíl síðustu ár. Hún starfar sem heilsumarkþjálfi og næringar- og lífstílsráðgjafi hjá fyrirtæki sínu Lifðu til fulls. 

22. janúar 2018 : Asta Eats mælir með: Whole Foods + innkaupalisti

Heil og sæl! Ég skrapp til Mississauga í Kanada um helgina og ákvað að nýta tækifærið og fara í búð sem mér hefur lengi dreymt um að heimsækja en hún er ekki á Íslandi ... Whole Foods! Whole Foods er bandarísk keðja sem einblínir á að selja einungis góðan og náttúrlegan mat, þ.e. án transfitu (einnig kölluð hert fita) og án allra auka- og rotvarnarefna. Þá er einnig hægt að finna frábært magn af lífrænum mat og alls konar skemmtilegum vörum. Hægt er að setjast niður og borða á staðnum líka en inn í búðinni sjálfri er hálfgerður veitingastaður. Whole Foods var algjört ævintýri en það er hægt að finna allt þarna, virkilega! Það var glæsilegt kjötborð, fiskborð, ostaborð, bakarí sem meðal annars seldi vegan bakkelsi og kökur. Svo rakst ég á stærsta salatbar sem að ég hef séð! Ég tók nokkrar myndir sem að ég vildi deila með ykkur og vona að þið hafið gaman af þeim!

11. janúar 2018 : RVKfit: LOHILO ís smakk

Hver er ekki til í að smakka hollan ís? Við stelpurnar fengum nú á dögunum að smakka nýjan ís sem var að koma á markað hér á landi. Ísinn heitir LOHILO og er próteinís sem er lár í fitu, kolvetnum og sykri. LOHILO stendur fyrir LO carb HI protein LO fat. Það kom verulega á óvart hvað próteinísinn bragðaðist alveg eins og venjulegur ís og sló heldur betur í gegn. 

9. janúar 2018 : H Magasín 1 árs

H tíð! H Magasín fagnar 1 árs afmæli sínu í dag og því ber að fagna. Okkur langar að þakka fyrir lesturinn og samfylgdina fyrsta árið okkar og hlökkum mikið til framhaldsins. Við tókum saman vinsælustu greinarnar yfir árið, það er gaman að sjá hvað mikið hefur gerst síðan H Magasín fór í loftið og því vel við hæfi að rifja upp gamlar greinar. 

31. desember 2017 : Asta Eats: Áramótaheit

Heil og sæl! Nú fer einu öðru ári að ljúka og nýtt ár tekur við. Það eru margir sem að hugsa að nýtt ár þýðir nýtt upphaf og mér finnst mikið til í því. Á nýju ári ætla ég að vera jákvæðari, prófa hluti sem eru út fyrir þægindarammann minn, lesa fleiri bækur, horfa minna á sjónvarpið og síðast en ekki síst ... komast í betra form en ég glími við slæman astma og vill vinna úr honum. Vinsælasta áramótaheitið er án efa að komast í betra form hvort sem það er að hreyfa sig meira, grenna sig eða byrja að borða hollari mat. Þó að þetta er frábær leið til að byrja nýja árið þá finnst mér mikilvægt að vera ekki of kröfuharður í sinn eigin garð heldur að byrja bara rólega og vinna sig svo upp. Það er mikilvægt að muna að maður sér ekki alltaf árangur strax heldur getur það tekið sinn tíma þannig ekki gefast upp því góðir hlutir gerast hægt! Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds Youtube-stjörnum sem hafa hjálpað mér í gegnum mitt ferðalag að hollari lífstíl og mun vonandi hjálpa ykkur líka!

26. desember 2017 : Guacamole

Heil og sæl! Þeir sem þekkja mig vita að ég er hinn mesti avocado-aðdáandi en ég reyni að troða avocado í gjörsamlega allt sem að ég borða og ég mæli með að þú gerir það líka. Þú getur til dæmis prófað þessar avocado kókoskúlur

Avocado, eða lárpera á íslensku, er næringarríkur ávöxtur og inniheldur meiri fitu en aðrir ávextir en ekki láta það hræða þig því þessi fita er holl og góð fyrir þig. Avocado inniheldur ekkert kólesteról en hefur þó áhrif á kólesterólmagn líkamans. Ávöxturinn er stútfullur af einómettuðum fitusýrum sem lækka magn LDL kólesterólsins, kallað "vonda kólesterólið“, og hækkar magn HDL kólesterólsins, kallað "góða kólesterólið, og stuðlar þannig að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi. Þar að auki inniheldur avocado mikið magn af trefjum ásamt steinefnunum kalíum og magnesíum sem bæði eru þekkt fyrir að halda blóðþrýstingnum í jafnvægi. Uppskriftin sem að ég deili með ykkur í dag geri ég oft, oft, oft á mínu heimili en það er heimalagað guacamole eða lárperumauk. Ég mæli sérstaklega með að kaupa avocado í Costco en þeir eru hrikalega góðir þar!

Hafra-klattar

18. desember 2017 : Ásdís Grasa: Hollari jólabakstur

Hver vill ekki njóta hollara sætinda um jólin? Ég er algjör sælkeri fram í fingurgóma og veit fátt betra en gott súkkulaði og reyni gjarnan að hollustuvæða uppskriftir því mig langar til að geta notið þess að fá mér sætindi reglulega á góðum degi án þess að það komi niður á heilsunni. Ég vanda því valið og nota alltaf gott hráefni sem mér líður vel af en kemur ekki niður á bragði né gæðum sætindanna. Mig langar því að deila með ykkur tveimur uppskriftum sem ég nota töluvert en þessar smákökur geri ég fyrir hver einustu jól og þær rjúka út á mínu heimili og ég þarf stundum að fela þær svo klárist ekki strax. Bollakökuna er svo hægt að nota sem smartan eftirrétt eða með kaffinu á aðventunni til að gera sér glaðan dag enda tekur það ekki nema 1 mínutu að græja hana! 

14. desember 2017 : Möndlumjólk

Heil og sæl! Eftir að ég uppgötvaði möndlumjólk var ekki aftur snúið í kúamjólkina enda fór hún ekkert sérlega vel í mig. Ég nota möndlumjólk mikið í grauta, bæði heita og kalda, í bakstur og jafnvel út í smoothie. Möndlumjólk er næringarrík og inniheldur holla og góða fitu, þ.e. einómettaðar fitusýrur (e. monounsaturated fats) sem stuðla að heilbrigðu hjarta. Auk þess inniheldur möndlumjólkin lítið magn af kaloríum og þar sem að möndlumjólk er ekki dýraafurð inniheldur hún ekkert kólesteról en það sama er ekki hægt að segja um kúamjólkina. Kúamjólkin er þó próteinríkari heldur en möndlumjólkin því mæli ég ekki með að nota möndlumjólk sem próteingjafa. Þó svo að möndlurnar sjálfar séu próteinríkar er möndlumjólkin það ekki. Möndlumjólk fæst í helstu verslunum nú til dags en það er ekkert mál að búa til sína eigin! 

8. desember 2017 : RVKfit: Hressandi haustsúpa

Hver elskar ekki að fá sér góða súpu í kuldanum? Súpur eru alltaf svo góðar og ljúft er að gera svolítið magn af þeim því þá á maður alltaf. Oft finnst mér þær jafnvel bragðbetri daginn eftir. Til þess að auðvelda mér eldamennskuna geri ég oft súpuna kvöldið áður, þá þarf ég ekki annað en að hita súpuna og eiga gott brauð með. Matartíminn verður ekki einfaldari.. Þessi súpa er svo góð að ég gæti borðað endalaust af henni.

30. nóvember 2017 : Jólahnetusmjör

Heil og sæl! Jólauppskriftirnar halda áfram og að þessu sinni deili ég með ykkur heimalöguðu jólahnetusmjöri! Ég nota aðallega valhnetur í hnetusmjörið og örlítið af pekanhnetum. Svo rista ég hneturnar upp úr hlynsírópi og jólakryddblöndu, þ.e. kanill, múskat og engifer. Ég er afskaplega hrifin af valhnetum enda eru þær algjör ofurfæða. Valhnetur innihalda prótein, trefjar og gott magn af omega 3 fitusýrum. Þær eru mettandi og eru því góður kostur fyrir þá sem eru til dæmis að létta sig. Valhnetur eru einnig ríkar af andoxunarefnum og halda því hjartanu í góðri heilsu en þær draga úr hættunni á að fá hjartasjúkdóm. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að daglega neysla af valhnetum hefur jákvæð áhrif á heilastarfsemina. Ég vill líka deila með ykkur að það er algjört nammi að rista valhnetur á pönnu eða í ofninum en það losar aðeins um bitra bragðið sem er af valhnetum en passið ykkur, valhnetur brenna hratt!  Ég mæli svo sannarlega með að koma valhnetum inn í daglega fæðu, lúka á dag kemur skapinu í lag!

Síða 2 af 16