30. maí 2017 : Kókoshveiti brauðstangir

Hvítt hveiti er eitthvað sem ég reyni að forðast sem mest. Mér líður yfirleitt ekki vel af því og reyni því að baka frekar úr öðrum hráefnum, svo sem kókoshveiti.  Kókoshveiti er búið til úr þurrkuðum kókos sem búið er að mala. Það er bæði trefjaríkt, glútenlaust og lágt í kolvetnum og hentar því þeim sem eru á lágkolvetnafæði.  Uppskriftin hér að neðan er að brauðstöngum sem eru i miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Mér þykir gott að bæta osti ofan á til þess að gera brauðstangirnar meira "djúsí". Sömu uppskrift er hægt að nota til að gera kókoshveiti pizzu en þá er bara sósa og álegg sett á botninn eftir örlitla forbökun.

Uppskriftin miðast við skammt fyrir einn, en hægt er að stækka hana að vild.

4. júní 2017 : RVKfit: Ferskur grænn drykkur

Hollur og góður grænn drykkur verður oft fyrir valinu hjá okkur enda stútfullur af orku og góðri næringu. Birgitta Líf deilir hér með okkur sínum uppáhalds græna drykk sem er virkilega frískandi og góður.

20. apríl 2017 : RVKfit: Hörfræolía

Hörfræolía er stútfull af ómega-3 fitusýrum en inniheldur einnig ómega-6 og ómega-9 fitusýrur. Ómega-3 er nauðsynlegt til að smyrja líkamann og sjá til þess að allt virki eins og það á að gera. Ég vel að taka kaldpressaðar olíur eins og hörfræolíu vegna þess að í kaldpressuðum olíum er ekki búið að hreinsa nein næringarefni úr þeim. Lýsi þarf að hreinsa til þess að hægt sé að innbyrða það, en í því ferli tapast mikið af vítamínum úr olíunni. 

3. apríl 2017 : RVKfit: Rebel Kitchen

Hin dásamlega kókosmjólk Rebel Kitchen er mín uppáhalds þessa dagana. Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Snapchatinu okkar: RVKfit að við erum miklir aðdáendur. Rebel Kitchen er kókosmjólk sem er bæði til með súkkulaði- og kaffibragði en hún er lífræn, hitaeiningasnauð og án hvíts sykurs. Stelpurnar hafa verið að nota hana bæði eintóma, með próteini eða í boozt en ég sjálf nota hana einna helst í chiagraut eða hafragraut en síðan finnst mér hún líka mjög góð bara ein og sér. Um daginn sýndi ég súkkulaðichiagraut á Snapchat og fékk alveg ótrúlega góð viðbrögð og því langar mig til að deila með ykkur uppskrift að þessum frábæra graut, en hann er að mínu mati fullkomin byrjun á deginum.

21. mars 2017 : RVKfit: Kaffi smoothie

Hefur þú prófað kaffi smoothie? Þrátt fyrir að vera lítill kaffiunnandi í daglegu lífi þá er ég orðin húkkt á mjólkurlausu mjólkinni með kaffibragðinu frá Rebel Kitchen. Kaffi mjólkin er í raun lífræn kókosmjólk með kaffibragði, en einnig er hægt að fá hana með súkkulaðibragði. 

13. mars 2017 : RVKfit: Naturfrisk

Hefur þú smakkað lífrænu drykkina frá Naturfrisk?

Naturfrisk er danskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir gosdrykki úr lífrænum innihaldsefnum.
Drykkirnir eru bæði frískandi og bragðgóðir og henta vel með máltíðum eða einir og sér.

26. febrúar 2017 : RVKfit: Blómkáls taco

Hver sagði að taco gæti ekki verið hollt?
Sem mikill unnandi matargerðar frá Mexíkó þá finnst mér fátt betra en að fá mér taco. Sjálf kýs ég frekar að fá mér "soft-shelled tacos" eða taco með mjúkum skeljum en ég bý skeljarnar til sjálf. Þessar skeljar eru í raun pönnukökur eða tortillur, eins og má finna út í búð, en mér finnst best að búa þær til úr blómkáli. Blómkál er hitaeiningasnautt en inniheldur þrátt fyrir það mikið af steinefnum og vítamínum, svo sem C-vítamín og járn. Af þeim sökum er það afar mettandi. Hér að neðan má sjá uppskrift að blómkálspönnukökum eða blómkáls tortillum.   

22. febrúar 2017 : Mamma Chia: hið fullkomna millimál?

Hefur þú smakkað Mamma Chia? Mamma mia hvað ég mæli með að þú gerir það ef ekki. Chia fræ eru stútfull af nauðsynlegum fitusýrum og góð uppspretta af trefjum, og því tilvalið að koma þeim inn í mataræðið með hentugu Mamma Chia skvísunum. 

21. febrúar 2017 : RVKfit: Guacamole brauð

Heimagerða steinaldarbrauðið hennar Hrannar er svo næringarríkt og gott. Það er stútfullt af próteini og góðri fitu. Mér finnst fullkomið að rista það og toppa það með guacamole.

12. febrúar 2017 : RVKfit: Hveitilausar pizzur

Hvítt hveiti hefur gjarnan verið talið óhollara en annars konar kornmeti. Margir finna til uppþembu og vanlíðan við neyslu hveitis og hafa sumir því valið að sleppa hvítu hveiti algjörlega úr fæðu sinni. 
Sjálf er ég ekkert ýkja hrifin af hveiti og reyni því að sneiða hjá því eins og ég mögulega get. Fyrir pizza aðdáanda númer eitt er því erfiðasti parturinn að sleppa pizzum en með heimildarleit og tilraunaeldhúsi tókst mér að finna út að hveitilausar pizzur eru alls ekki verri, eiginlega bara betri, ef eitthvað er.   

Síða 1 af 2