13. febrúar 2018 : Metcon 4 - Sterkari, léttari og háþróaðari

Hann er loksins kominn! Skórinn sem margir hafa beðið eftir, nýr og endurbættur Metcon - Metcon 4. Metcon skórnir henta ótrúlega vel í crossfit, bootcamp og allar alhliða æfingar þar sem áhersla er á lyftingar og æfingar með líkamsþyngd.  

9. febrúar 2018 : RVKfit Training Event

HÚRRA! Við stelpurnar í RVKfit höfum síðustu vikur verið að undirbúa stóran viðburð í samstarfi með ótrúlega flottum fyrirtækjum sem við erum búnar að bíða spenntar eftir að geta deilt með ykkur.

Okkur hefur lengi langað að gera meira úr RVKfit “conceptinu” heldur en bara snapchat þar sem við erum alltaf bakvið skjáinn. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á að æfa með okkur og erum við alveg jafn spenntar fyrir því. Úr varð að við ætlum að halda tveggja klukkustunda Training Event þar sem við hitum upp saman, spjöllum og fáum okkur preworkout, tökum góða æfingu, borðum að henni lokinni, tökum myndir og höfum gaman. Allir fá ótrúlega flotta gjafapoka, salurinn verður hinn allra glæsilegasti og stemningin verður í hámarki! 

19. janúar 2018 : RVKfit: Æfingafatnaður á meðgöngu

Hreyfing er mér gríðarlega mikilvæg og er stór hluti af minni daglegu rútínu. Þegar ég varð ólétt og líkaminn byrjaði að breytast fór æfingafatnaðurinn minn ekki að virka eins og hann var vanur að gera. Ég er búin að prufa mig mikið áfram og það tók mig þó nokkurn tíma að finna út í hverju mér finnst best að æfa. Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds æfingafatnaði á meðgöngunni. 

18. janúar 2018 : Kostir djúpvöðvaþjálfunar

Hvort sem um er að ræða á íþróttavellinum eða í daglegu amstri er djúpvöðvaþjálfun mjög mikilvæg. Í raun og veru byggist öll hreyfing á stöðugum og góðum djúpvöðvum. Djúpvöðvaþjálfun eða core þjálfun eins og hún er oft kölluð er einn mikilvægasti þátturinn í þjálfun sem gleymist hjá alltof mörgum.

 

_KMM4819

5. desember 2017 : Hrafnhildur Lúthers: Sundæfingar fyrir byrjendur og lengra komna

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, setti saman nokkrar sundæfingar fyrir okkur.

Hrafnhildur skrifar: Það er hægt að stytta eða lengja hverja æfingu fyrir sig og það er hægt að gera hluta af hverri æfingu hratt til að byggja upp þol og keyra hjartsláttinn upp. Þetta eru góðar byrjendaæfingar, en svo er alltaf hægt að breyta til seinna meir og bæta inn baksundi og jafnvel flugsundi ef menn treysta sér til. 

Sund er frábær íþrótt og hreyfing sem hentar öllum. Það er lítið um meiðsli og maður getur slakað á í vatninu og dreift huganum. Ég mæli með því að sem flestir bæti við smá sundi í planið sitt, fjölbreytnin skiptir máli og hjálpar til við bætta líðan. Svo er alltaf svo gott að skella sér í pottinn í smá eftir á!

27. nóvember 2017 : RVKfit: Sprettæfing

Hvað á ég að gera á æfingu? Ég er alltaf með eina “go-to” sprettæfingu sem ég tek þegar ég veit ekki hvað ég eigi að gera á æfingu eða er ekki í gírnum. Það þægilega við hana er að hún er stutt og því engin afsökun að nenna ekki að taka hana. Nánast undantekningarlaust kemst ég í meiri æfingagír við að gera hana og enda oftast á að æfa meira. Hún kemur manni þannig vel af stað sama hvort hún er tekin stök, fyrir æfingu eða eftir æfingu.

13. nóvember 2017 : RVKfit: Af hverju pre-workout?

Hver hefur ekki lent í því að nenna alls ekki á æfingu? Pre-workout kemur mér alltaf í gírinn fyrir æfingar og heldur mér betur við efnið á æfingum. Hér að neðan eru nokkrar ástæður þess af hverju ég kýs að drekka pre-workout fyrir æfingar. 

6. nóvember 2017 : RVKFIT: Nike Draumalistinn minn

Hvað er á óskalistanum þínum ?

Ég ákvað að setja saman Nike draumalistann minn sem er listi með bæði uppáhaldsflíkunum mínum og hlutum sem mig langar til að eignast. Þessi listi gæti jafnvel fengið nafnið jólagjafalisti, en ég held að það nafn sé ekki orðið leyfilegt strax svona snemma í nóvember, þrátt fyrir að núna megi loksins hlusta á eitt og eitt jólalag. Mér finnst reyndar yndislegt að klára allar jólagjafir sem fyrst til að geta notið hátíðanna sem best í rólegheitum, og hafa sem minnst hangandi yfir mér. En hvað sem listinn heitir, þá er eitt víst að það er alltaf gaman og hvetjandi að eignast fallegar flíkur í ræktina.

30. október 2017 : Ketilbjöllur: Af hverju og hvernig?

Hefur þú áhuga á að prufa ketilbjöllur en veist kannski ekki alveg hvað þú átt að gera með þær? Ég elska að prufa nýjar æfingar en ég byrjaði að vinna mikið með ketilbjöllur fyrir sirka hálfu ári síðan. Áhuginn kviknaði eftir að ég byrjaði að fylgjast með strák sem heitir Eric Leija á Instagram. Hann er ketilbjöllusérfræðingur og eftir að hafa fylgst með honum í smá tíma sá ég hvað ketilbjölluæfingar geta verið fjölbreyttar og hardcore. Þær taka líka flestar á öllum eða nánast öllum líkamanum sem mér finnst geggjað en full-body æfingar eru minn tebolli.

24. október 2017 : Sjö góðar ástæður fyrir konur að lyfta lóðum

Hvað eru kraftlyftingar? Kraftlyftingar eru íþrótt þar sem keppt er í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Tilgangurinn er að lyfta sem þyngst og ræður samanlagður þyngdarárangur keppnisröð keppenda. 

Ragnheiður Sigurðardóttir (Ragga) skrifar:

Ég heiti Ragnheiður og er kraftlyftingakona. Fyrir fimm árum vissi ég ekki hvað kraftlyftingar voru. Ég var bara nýbyrjuð hjá einkaþjálfara til koma mér í form eftir barneign. Hann hvatti mig til að prófa að keppa í kraftlyftingum en fyrst fannst mér það fráleit hugmynd.

Ég ákvað að kýla á að prófa það einu sinni. Þessi fyrsta keppni kveikti áhuga minn og allt í einu var þetta bara ekki jafn asnalegt og mér hafði þótt tilhugsunin. Í dag er ég handhafi 13 Íslandsmeta, hef orðið Íslandsmeistari, bikarmeistari og Norðurlandameistari og keppt á HM og EM. Það er óhætt að segja að kraftlyftingapaddan hafi læst klóm sínum í mig. Kraftlyftingar hafa gefið mér ótal margt og mig langar að deila með ykkur sjö góðum ástæðum fyrir konur að lyfta lóðum.

Síða 1 af 8