13. september 2017 : Myndaþáttur Nike: Sara Björk og Jón Arnór

Hörku myndataka á vegum Nike með ljósmyndasnillingnum Snorra Björns.
Nike fengu með sér í lið Hörpu Kára, förðunarfræðing, og módelin voru svo sannarlega ekki af verri endanum en það voru þau Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona og Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður. Myndatakan kom frábærlega út enda ekki við öðru að búast.

5. september 2017 : RVKfit: Innblástur frá samfélagsmiðlum

Halló H Magasín! Helga Diljá hér.. Eins og flestir í dag þá nota ég samfélagsmiðla mikið en Youtube og Instagram eru miðlar sem standa uppúr hvað varðar að finna nýjar hugmyndir fyrir matarræði og hreyfingu. Þar sem þetta eru ólíkir miðlar þá nota ég þá á ólíkan hátt fyrir ólíka hluti.

22. ágúst 2017 : RVKfit: Æfingaskórnir mínir

Hvaða skóm æfir þú í? Að mínu mati er mikilvægt að æfa í góðum skóm og velja sér skó sem henta þeirri líkamsrækt sem maður er að stunda. Við stelpurnar erum mikið spurðar út í hvaða æfingaskóm við mælum með og í seinustu viku á Snapchatinu okkar fór ég yfir mína uppáhalds æfingaskó.

16. ágúst 2017 : Ragga Nagli: Ráð fyrir stífa mjaðmavöðva

Hreyfigeta. Latir rassvöðvar geta oft valdið stífum mjaðmavöðvum að framanverðu og lélegum hreyfiferli því við sitjum á fjósinu fyrir framan tölvuskjáinn allan liðlangan daginn, með rass og hamstring í strekktri stöðu en mjaðmavöðva stutta. Þá verða mjaðmirnar stífar og ekki nægur snúningur á mjöðminni. Það leiðir til að við getum ekki almennilega rétt úr mjöðminni í efstu stöðu og það er oft sökudólgur í hnévandamálum.

PSP10575

28. júlí 2017 : Sara Sigmunds um Heimsleikana, hefðbundna æfingaviku, matarrútínuna sína og fleira..

Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi Söru Sigmunds?

Þar sem það eru 2 vikur í Heimsleikana þá vakna ég um 8 og æfi í skúrnum hérna heima, fæ mér síðan morgunmat og fer í Crossfit Mayhem og hitti liðið þar og æfi með þeim. Kem síðan aftur heim um 16, borða “hádegismat”, æfi aftur og svo er það kvöldmatartími, smá sjónvarp og svo svefn.

3. júlí 2017 : No Speedo No Party vol. II

Hörkutólið Birna Hrönn og strákarnir í sjósundsklúbbnum No Speedo No Party skelltu sér um daginn í Helgufoss í Mosfellsdal. Birna keppir í íssundi en hún tók strákana með sér í fossinn sem er vægast sagt ískaldur. Birna var ögn harðari af sér en strákarnir en sem betur fer höfðu þau öll ullarföt frá Houdini meðferðis til þess að hlýja sér eftirá. Strákarnir eiga það allir sameiginlegt að spila fótbolta í Pepsi- og Inkasso-deildinni. Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá bæði myndband og myndir frá ferðinni.

28. júní 2017 : RVKfit: Út að hlaupa

Hlaup er skemmtileg hreyfing sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er bæði í hóp og einn og sér. Á sumrin setja margir sér það að markmiði að byrja að stunda hlaup en oft getur verið erfitt að koma sér af stað. Við stelpurnar í RVKfit erum eins ólíkar með þetta og margir aðrir og höfum mismikinn áhuga á hlaupum. Birgitta Líf tekur hér saman nokkra punkta sem henni finnst skipta máli þegar á að koma sér af stað í hlaupum.

13. júní 2017 : RVKfit: SoulCycle

Heimsins skemmtilegasta líkamsrækt, að mínu mati, er spinning. Það að geta kúplað sig út og hjólað í takt við góða tónlist er eitthvað sem gerir daginn bara svo mikið betri. Það frábæra við spinning er að allir geta stundað það, reyndir sem og óreyndir, alveg sama í hvernig formi maður er. Það er nefnilega þannig að hver og einn vinnur á sínum hraða, á sínum forsendum.
Ég ferðast mikið vegna vinnu og legg það í vana minn að stunda einhverskonar hreyfingu hvert sem ég fer. Síðastliðin tvö ár hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér að fara í spinningtíma í SoulCycle. Ég hef nefnt SoulCycle nokkrum sinnum á snapchattinu okkar, RVKfit, og alltaf fengið margar spurningar um það. Eins hef ég dregið fjöldan allan af samstarfsfólki mínu með í spinningtíma og hafa allir verið jafn hrifnir og ég sjálf. Ég skal segja ykkur aðeins betur frá SoulCycle. 

Æfingar H Magasín

23. maí 2017 : Hugmyndir að fjölbreyttum æfingum

Hugmyndaleysi þegar kemur að æfingum? Stundum mætum við í ræktina og vitum bara ekki alveg hvað við eigum að gera við okkur. Það er alltaf sniðug hugmynd að kíkja í hóptíma til að prufa eitthvað nýtt og það verið mjög hvetjandi að æfa í hóp. En ef þér finnst gaman að æfa í sal og plana þínar æfingar sjálf/ur þá er um að gera að reyna að hafa þær fjölbreyttar og skemmtilegar. Við tókum saman nokkur myndbönd sem gætu veitt þér innblástur og þú munt pottþétt sjá einhverja æfingu sem þú hefur ekki séð áður.

22. maí 2017 : Helena Sverris: Atvinnumannalífið

Helena Sverrisdóttir var 19 ára þegar hún flutti fyrst að heiman þá til Fort Worth í Texas. Helena var meira en tilbúin í þetta ævintýri enda búin að hlakka til þess að fara í háskóla í Bandaríkjunum síðan hún var lítil stelpa. Næstu fjögur árin bjó hún með liðsfélögum mínum, stundaði háskólanám og spilaði með körfuboltaliði skólans. Helena segir okkur frá:

Síða 1 af 7