13. júní 2017 : RVKfit: SoulCycle

Heimsins skemmtilegasta líkamsrækt, að mínu mati, er spinning. Það að geta kúplað sig út og hjólað í takt við góða tónlist er eitthvað sem gerir daginn bara svo mikið betri. Það frábæra við spinning er að allir geta stundað það, reyndir sem og óreyndir, alveg sama í hvernig formi maður er. Það er nefnilega þannig að hver og einn vinnur á sínum hraða, á sínum forsendum.
Ég ferðast mikið vegna vinnu og legg það í vana minn að stunda einhverskonar hreyfingu hvert sem ég fer. Síðastliðin tvö ár hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér að fara í spinningtíma í SoulCycle. Ég hef nefnt SoulCycle nokkrum sinnum á snapchattinu okkar, RVKfit, og alltaf fengið margar spurningar um það. Eins hef ég dregið fjöldan allan af samstarfsfólki mínu með í spinningtíma og hafa allir verið jafn hrifnir og ég sjálf. Ég skal segja ykkur aðeins betur frá SoulCycle. 

19. maí 2017 : RVKfit: Uppáhalds æfingafatnaður

Hvað er það sem skiptir þig máli varðandi íþróttafatnað? Fyrir mér skiptir mestu máli að vera í þæginlegum íþróttafatnaði á æfingu, sem mér líður vel í. Það eru nokkur snið sem mér líkar best við en ég á það til að halda mig við sömu sniðin þegar ég kaupi mér ný íþróttaföt. Hér að neðan tek ég saman nokkrar af þeim flíkum sem eru í uppáhaldi þessa dagana. 

10. maí 2017 : RVKfit: Foam Rolling

Hvers vegna er gott að rúlla sig? Við stelpurnar í RVKfit sýnum oft frá því á snappinu þegar við rúllum líkamann með nuddrúllu ýmist fyrir og eftir æfingar, fyrir hlaup og einnig á hvíldardögum. Við erum margoft spurðar hvers vegna við séum að þessu, hvað þetta geri fyrir okkur, hvort það sé nauðsynlegt og hvernig nuddrúllur séu bestar. 

4. maí 2017 : RVKfit: Að ná árangri í líkamsrækt

Hver vill ekki ná hámarks árangri í líkamsrækt? Margir leggja hart að sér að mæta oft á æfingu, púla í góðan tíma en sjá lítinn sem engan árangur. Það eru nefnilega nokkur mikilvæg atriði sem margir virða ekki nógu vel. Eftirfarandi atriði eru afar mikilvæg til þess að ná fram árangri bæði líkamlega og andlega.

Birgitta H Magasín

21. apríl 2017 : RVKfit: Instagram æfingar

Hver kannast ekki við að mæta á æfingu og vera alveg tómur þegar kemur að hugmyndum að æfingum? Okkur stelpunum í RVKfit finnst mikilvægt að vera duglegar að breyta til og gera fjölbreyttar, skemmtilegar og krefjandi æfingar. Við erum flestar mjög virkar á Instagram þar sem hægt er að finna fjöldann allan af æfingamyndböndum og myndum sem gaman er að bæta í eigin æfingarútínu. Æfingarnar eru eins misjafnar og þær eru margar og oft mun erfiðari en þær líta út fyrir að vera á Instagram – en þá er bara enn skemmtilegra að æfa sig!

14. apríl 2017 : RVKfit: páskaæfing

Hreyfing skiptir máli alla daga - líka um páskana! Þó svo að við kjósum kannski að vera aðeins örlátari við okkur sjálf í matarræðinu þá er lykilatriði að gleyma ekki að hreyfa sig. Líkamsræktarstöðvarnar hafa margar hverjar takmarkaðan opnunartíma yfir hátíðirnar en það þýðir þó ekki að við getum ekki tekið góða æfingu. RVKfit setti saman skemmtilega páskaæfingu, sem hægt er að taka hvar sem er og hvenær sem er, enda engin þörf á líkamsræktarstöð, æfingatólum eða áhöldum til þess að framkvæma æfinguna. Það er einfaldlega hægt að gera æfinguna heima í stofu, úti í garði eða jafnvel á ströndinni fyrir þá sem staddir eru erlendis. 

13. mars 2017 : RVKfit: Að þvo íþróttafatnað

Hvernig ert þú að þvo þín íþróttaföt? Þegar kemur að íþróttafatnaði þá þarf að gæta að því hvernig þau eru þvegin. Það á sérstakega við um íþróttafatnað sem er gæddur Dri-FIT eiginleikanum. Dri-FIT efnið er viðkvæmt þarfnast sérstakra handbragða þegar kemur að þvotti. 

5. mars 2017 : Kjarnaæfingar á bolta: Myndband

Hvernig við æfum og hvers konar hreyfingu við stundum er misjafnt eftir hverjum og einum og því eru æfingaform eins fjölbreytt og við erum mörg. Mikilvægt er þó að byggja á góðum grunni sama hvernig við æfum og hver markmið okkar eru. Þær æfingar sem styrkja grunninn eru svokallaðar coreæfingar, eða kjarnaæfingar. En hvers vegna viljum við styrkja kjarnann okkar?

 

20. febrúar 2017 : RVKfit: Æfingar í TRX böndum

Hefur þú prófað að gera æfingar í TRX böndum? 

Í flestum líkamsræktarstöðvum má finna TRX bönd en einnig er hægt að kaupa bönd til þess að eiga heima. Æfingar í TRX böndum henta öllum, hvort sem þú ert í góðu eða slæmu formi. Helsti kosturinn við TRX böndin er sá að þú notar þína eigin líkamsþyngd og stjórnar álaginu sjálf/ur með því að aðlaga TRX böndin að þér.

5. febrúar 2017 : Áskorun RVKfit

Hefur þú prófað að gera Pistol Squat? Við stelpurnar í RVKfit erum búnar að vera með áskorun í gangi á Snapchat (rvkfit) sem gengur út á það að skora á aðra snappara að reyna við Pistol Squat. Ef þú hefur ekki prófað þá skorum við hér með á þig að reyna en æfingin er ekki eins erfið og hún lítur út fyrir að vera. Eins og með allt annað þá þarf bara að læra tæknina og æfa sig!

 

Síða 1 af 2