8. janúar 2018 : Podcast Arnórs: Höskuldur Gunnlaugsson atvinnumaður í knattspyrnu

Höskuldur Gunnlaugsson er atvinnumaður í fótbolta, spilar með Halmstad í Svíþjóð. Hann er mikill hugsuður og þar af leiðandi er virkilega gaman að eiga samtal við hann. Við spjölluðum um fótboltann þær hæðir og lægðir sem honum fylgja, fórum inná mataræði, föstu, hugleiðslu og hvernig hægt er að bæta sig sem mannveru og auðvitað margt fleira. 

Njótið vel!

10. desember 2017 : 10 Bestu Plötur Ársins

Herrans árinu 2017 fer nú loks að ljúka og í tilefni þess tók ég saman 10 bestu plötur ársins. Eftir útreikninga á listrænu gildi, persónulegri tengingu, menningarlegum áhrifum og þróun frá fyrri verkum listamannana notaðist ég við hávísindalega útilokunaraðferð til þess að komast að lokaniðurstöðu. Plötur sem komust ekki inn í topp tíu listann hlutu heiðursverðlaun og má finna þær neðst í færslunni í engri sérstakri röð. Íslenskar plötur voru ekki teknar til greina í þetta skipti, en ef svo væri ættu Í Nótt, Joey, Stund Milli Stríða Vol. 1 og Floni heima þarna einhverstaðar. 

30. nóvember 2017 : Podcast Arnórs: Pétur Marinó Jónsson, MMA sérfræðingur

Pétur Marinó Jónsson er MMA sérfræðingur þjóðarinnar. Hann lýsir UFC á Stöð 2 Sport, er ritstjóri vefsíðunnar MMAfréttir.is og varð Íslandsmeistari í Ju-jitsu árið 2016. Pétur og Arnór áttu skemmtilegt spjall um MMA.

27. nóvember 2017 : TOP BOY

Hin breska glæpa/drama þáttarröð “Top Boy” segir frá ævintýrum táningsins Ra'Nell og hvernig líf hans breytist þegar hann kemst í kynni við eiturlyfjasalanna Dushane og Sully.

2. nóvember 2017 : The Lion King endurgerð: Beyoncé, John Oliver, Seth Rogen og fleiri

Haltu í hestana þína því að sumarið 2019 kemur endurgerð af Lion King í kvikmyndahús! 

Disney hefur opinberað leikarahópinn en hann skartar stjörnum á borð við Beyoncé, John Oliver, James Earl Jones og Seth Rogen. Það hafa verið sögusagnir lengi um það að Beyoncé kæmi að myndinni en hún staðfesti þær með því að birta mynd af leikarahópnum á Facebook síðu sinni.

Myndin verður í svipuðum stíl og The Jungle Book sem kom út árið 2016, þ.e. ekki er um teiknimynd að ræða heldur ,,live-action“ mynd. Við munum því ekki sjá leikarana heldur tala þeir fyrir dýrin líkt og í myndinni frá '94.

30. október 2017 : Smooky MarGielaa

Hinn 15 ára Smooky MarGielaa er rappari sem hefur vakið mikla athygli síðastliðna mánuði fyrir skemmtilegan stíl, ungan aldur og ljúfa rödd sem minnir á ungan Justin Bieber. Smooky MarGielaa er þekktastur fyrir lögin “Stay 100” og “Mozart” ásamt því að hafa komið fram á 4 lögum af nýjasta mixteipi A$AP Mob.

Podcast H Mag

27. október 2017 : Podcast 101

Hlaðvarp, eða á ensku Podcast, er hljóðskrá sem er hægt að hlusta á á netinu eða hala niður (e. download) af netinu í tölvu eða síma. Hægt er að hlusta hvenær sem er og oftast eru þetta seríur rétt eins og Friends eða Gossip girl nema um hljóðskrár er að ræða. Þetta geta verið umræður um allt á milli himins og jarðar, frásagnir, skáldskapur og fleira.

18. október 2017 : Baka Not Nice

Hinn 38 ára Travis Savoury, einnig þekktur sem Baka eða Baka Not Nice er einn af bestu vinum Drake og meira að segja fyrrverandi öryggisvörður hans. Síðastliðinn júní skrifaði Baka hinsvegar undir samning hjá OVO Sound, plötufyrirtækinu hans Drake.

 

1. október 2017 : Uppgjör Septembermánaðar

Hér að neðan má sjá lista yfir afþreyinguna sem stóð upp úr hjá mér í Septembermánuði.

29. september 2017 : Podcast Arnórs: Fanndís Friðriksdóttir landsliðskona

Hún Fanndís Friðriksdóttir er landsliðskona í knattspyrnu. Hún stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Arnór spjallaði við hana um fótboltann, EM, atvinnumennskuna og það sem framundan er hjá henni í nýju liði í Frakklandi.

Síða 1 af 7