30. nóvember 2018 : Speedo lookbook 2018 vol. II

Haust og vetrar línan frá Speedo er satt best að segja glæisleg. Hér eru myndir úr myndatöku sem teknar voru í Krauma við Deildartunguhver. 

30. nóvember 2018 : Vetrarbæklingur Speedo 2018

Haust og vetrarbæklingur Speedo kom út á dögunum. 

27. júní 2018 : Speedo lookbook 2018

Hin árlega myndataka fyrir Speedo fór fram í náttúrulaugum Krauma við Deildartunguhver. Myndirnar komu ótrúlega vel út, enda stendur nýja sumarlínan frá Speedo algerlega undir væntingum. Okkur langaði til þess að sýna ykkur smá sneak peak af myndunum en Speedo sumar-bæklingurinn fór í aldreifingu og ætti að vera kominn inn á flest öll heimili.

3. maí 2018 : Reykjavík Roses x Converse

Hið sívinsæla fatamerki Reykjavík Roses hefur hannað fatalínu í samstarfi við Converse á Íslandi, en fatalína Converse er tiltölulega nýlent á Íslandi. Fatalína Reykjavík Roses x Converse samanstendur af hinum sívinsælu strigaskóm frá Converse og fatnaði eins og hettupeysum, bolum og jökkum. 

12. mars 2018 : Instagram vikunnar: Anna S. Bergmann

H-tískuáhugakonan Anna S. Bergmann er 22 ára Garðarbæjarmær. Frá því hún man eftir sér hefur hún haft mikinn áhuga á fötum, skóm og öllu sem tengist tískuheiminum. Hún bjó í London í tvö ár þar sem hún lagði stund á nám í Fashion Management. Hún áætlar svo að flytja til Milano í haust þar sem hún ætlar að klára námið. Anna skrifar um ástríðu sína á tískuheiminum, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl á lífsstílsvefnum www.femme.is en ásamt því að hafa áhuga á tísku hreyfir hún sig mikið og hefur ánægju af því að hugsa bæði um líkama og sál.

23. febrúar 2018 : Instagram vikunnar: Sara Lind Teits

Hver er Sara Lind Teitsdóttir? Tvítug stelpa úr Reykjanesbæ sem hefur mikinn áhuga á tísku og öllu sem því tengist. Hún er að klára stúdentinn í fjarnámi og vinnur í fullu starfi á Keflarvíkurflugvelli, ásamt því er hún í hlutastarfi hjá GS skóm. Sara elskar að ferðast og reynir að gera eins mikið af því og hún getur, hún stefnir einmitt á að fara í nám erlendis á næsta ári. 

23. febrúar 2018 : Houdini í vetur

Halló H magasín! Það er orðið ansi langt síðan síðast. 
Ég setti mér það markmið í byrjun árs að vera duglegri að stunda útivist af ýmsu tagi. Ég vildi nýta veturinn í að fara á snjóbretti, í fjallgöngur og göngutúra ásamt því að túristast meira þegar ég er erlendis í stoppum vegna vinnu. Ég fór því í leiðangur í leit af hentugum útivistarfatnaði en ég vildi fá mér létta úlpu sem ég gæti tekið með mér í ameríkuflug og sem ég gæti notað við þessa helstu útivist. Ég átti nú þegar þykka dúnúlpu sem ég notaði mikið dagsdaglega en fannst ekki hentug í einhverja hreyfingu. Ég var ekki lengi að taka ákvörðun þegar þessi sjúklega flotta úlpa blasti við mér í H-verslun. 

12. desember 2017 : Nike kynnir til leiks 6 nýjar æfingabuxur fyrir konur

Húrra fyrir nýjum æfingabuxum frá Nike. Það er alltaf gaman að sjá nýjasta nýtt frá þeim og dressa sig upp hvort sem það er fyrir æfingu, skólann, vinnuna eða hvaðeina. Þessar buxur eru væntanlegar til landsins og við erum vægast sagt spennt fyrir þeim!

22. nóvember 2017 : Instagram vikunnar: Ólafur Alexander

Húrra Reykjavík er eins og flestir vita með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjustu tísku. Ólafur Alexander er snillingurinn á bakvið samfélagsmiðla Húrra Reykjavík en þar starfar hann sem markaðs- og samfélagsmiðlastjóri. Ásamt því að sjá um eitt flottasta Instagram landsins er hann sjálfur virkur á sínu eigin grammi. Óli er 23 ára og auk þess að vera virkur á samfélagsmiðlum spilar hann á gítar í hljómsveitinni Vök. Það gefur því auga leið hver aðal áhugamál hans eru: tíska & tónlist. 

Inga-Fanney-Reportage

15. nóvember 2017 : Inga Fanney fjallahlaupari kolféll fyrir Houdini Sportswear

Houdini er hágæða sænskt útivistarmerki sem er nýtt á markaði hérlendis. Vörur Houdini eru hannaðar til að auðvelda fólki að upplifa meira, afkasta meiru og skemmta sér betur án þess að raska náttúrunni. Houdini vörurnar eru vandaðar útivistarflíkur sem eru tæknilegar, þægilegar, teygjanlegar og á sama tíma mjög töff dagsdaglega.

Síða 1 af 8