12. október 2017 : Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Háskólaneminn Rakel Grímsdóttir er 25 ára stelpa frá Seltjarnarnesi. Hún leggur stund á lögfræði í Háskóla Íslands, ásamt því að vera í flugnámi og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er alger heimsborgari og hefur gaman af því að ferðast, en sjálf hefur hún búið bæði í Þýskalandi og Brasilíu. Rakel leggur uppúr því að njóta lífsins og hafa gaman af því sem hún er að gera. 

5. október 2017 : Innblástur fyrir haustið: Þægileg og töff tíska

Haustið hefur nú heldur betur gert vart við sig og það kólnar með hverjum deginum. Flestir eru komnir í gömlu góðu rútínuna eftir sumarið og jafnvel farnir að hugsa um veturinn og jólin. Við á H Magasín tókum saman nokkur lúkk fyrir haustið sem eru allt í senn töff, þægileg, hlý og kósí.

28. september 2017 : Instagram vikunnar: Katrín Steinunn

Heilsu skvísan Katrín Steinunn er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Hún æfir spretthlaup hjá ÍR en hefur alla tíð verið mikið í íþróttum. Hennar helstu áhugamál eru íþróttir og aðrir heilsutengdir þættir eins og mataræði, æfingar, hugarþjálfun o. fl., ásamt því að vera með fjölskyldu, vinum og kanínunni sinni honum Pusa. Við fengum að spyrja Katrínu nokkurra spurninga og forvitnast um hennar heilsusamlega lífstíl. 

18. september 2017 : Inika Organic: Kynningarpartý

Hágæða snyrtivörumerkið Inika Organic er komið til landsins. Slagorð merkisins er: "Hrein bylting í fegurð" sem og þetta er. Merkið er upprunalega frá Ástralíu og eru vörur Inika allar hreinar, vegan, ekki prófaðar á dýrum og úr náttúrulegum efnum og olíum. Inika hélt kynningarpartý á dögunum og þar var verið að kynna merkið. Konur komu og sögðu frá sinni reynslu af merkinu og hafði það breytt ýmsu fyrir þær sem hafa verið að standa í húðvandamálum í gegnum tíðina. Hér fylgir smá myndaspyrpa og myndband frá þessum stórglæsilega viðburði.

31. ágúst 2017 : Instagram vikunnar: Andrea Röfn

Heimshornaflakkarinn Andrea Röfn svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur á H Magasín en hún hefur lengi verið áberandi fyrir einstaklega flottan stíl á Instagram.

Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér?

Ég er fyrirsæta hjá Eskimo, starfsmaður Húrra Reykjavík, bloggari á Trendnet og viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík. Hef mjög gaman af því að skoða heiminn, spila golf, renna mér á snjóbretti og almennt njóta lífsins með fólkinu mínu. Flutti nýlega til Aþenu ásamt Arnóri kærastanum mínum og er smátt og smátt að aðlagast hlýja loftslaginu og eldheitu Grikkjunum sem eru gjörólíkir Íslendingum.

Maisvanhvit_2017-07-1503882

8. ágúst 2017 : 25 ára íslenskur fatahönnuður með línu á Cophenhagen Fashion Week

Hönnun sem sækir innblástur frá norrænum heimi og þá aðallega frá Íslandi og Danmörku. Copenhagen Fashion Week fer fram í Kaupmannahöfn í Danmörku dagana 8.-12. ágúst. Svanhvít Þóra Sigurðardóttir er 25 ára gömul, útskriftuð úr fatahönnun og stofnaði sitt eigið fatamerki árið 2016. Þrjú fyrirtæki voru valin til að taka þátt í tískusýningu fyrir upprennandi fatamerki í Danmörku, MAI SVANHVIT var á meðal þeirra fyrirtækja en þetta er stór áfangi fyrir Svanhvíti og meðeiganda hennar Maiken Bille, en þau voru saman í náminu.

17437732_182297228952762_3782876305188454400_n

27. júlí 2017 : Instagram vikunnar: Valdís Harpa Porča

H tísku skvísan Valdís Harpa býr í Reykjavík og verður 18 ára í október. Hún stundar nám á náttúrufræðibraut við Verzlunarskóla Íslands og er að fara á þriðja og síðasta árið sitt. Valdís æfir fótbolta með Fram/Aftureldingu en æfði líka fimleika í Fjölni í meira en 10 ár. Valdís þurfti að hætta í fimleikunum þegar hún byrjaði í menntaskóla þar sem það var mikið að gera. Við fengum að spyrja hana nokkurra spurninga og deila myndum af Instagram prófílnum hennar.

19. júlí 2017 : Uppáhalds skór

Hversu mikið gera skórnir fyrir heildarlookið? Persónulega finnst mér flottir skór vera algjört möst. Ég er mikill skófíkill og hef alltaf verið. Þetta er allt frá því að vera sneakers yfir í fína skó sem ég tími varla að nota. Ég á mér þó þrjá uppáhalds skó eða skótýpur sem ég geng mikið í og það endar oftast þannig að þeir verða fyrir valinu þegar ég vel mér í hverju ég á að fara. Þetta eru þrír ólíkir skór en eiga mikið sameinlegt. 

Astros-H-Magasin-9

30. júní 2017 : Instagram vikunnar: Ástrós Traustadóttir

H Tískuskvísan Ástrós Traustadóttir er 22 ára gömul og býr í Svíþjóð þar sem kærastinn hennar spilar fótbolta. Hún er dans- og hóptímakennari og hefur búið víða síðustu 6 ár. Ástrós var í samkvæmis­dansi lengi og dansinn tók hana á mikið ferðalag. Nýlega opnaði hún sína eigin heimasíðu sem snýst aðallega um tísku. Ástrós tók stílista kúrsa í London þar sem hún lærði helling og hún stefnir á að fara aftur og taka fleiri.

Svanhildur H Magasín

19. júní 2017 : Instagram vikunnar: Svanhildur Gréta

Hún er 23 ára og kemur úr 105 Reykjavík. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir hefur áorkað miklu þrátt fyrir ungan aldur en hún stofnaði nýverið hönnunar- og hugmyndastúdíó með Júlíu Runólfsdóttur sem er grafískur hönnuður.

 „Við Júlía höfum unnið saman í allskyns spennandi verkefnum og ákváðum að slá til og stofna stofu. Ég hef unnið sem blaðamaður í nokkur ár og er í eðli mínu mjög forvitin, nýt þess að hlusta á sögur og miðla þeim áfram. Ég tek ljósmyndir mér til gamans, les tímarit og elska að panta dót af netinu.“

Síða 1 af 6