30. nóvember 2018 : Speedo lookbook 2018 vol. II

Haust og vetrar línan frá Speedo er satt best að segja glæisleg. Hér eru myndir úr myndatöku sem teknar voru í Krauma við Deildartunguhver. 

30. nóvember 2018 : Vetrarbæklingur Speedo 2018

Haust og vetrarbæklingur Speedo kom út á dögunum. 

27. júní 2018 : Speedo lookbook 2018

Hin árlega myndataka fyrir Speedo fór fram í náttúrulaugum Krauma við Deildartunguhver. Myndirnar komu ótrúlega vel út, enda stendur nýja sumarlínan frá Speedo algerlega undir væntingum. Okkur langaði til þess að sýna ykkur smá sneak peak af myndunum en Speedo sumar-bæklingurinn fór í aldreifingu og ætti að vera kominn inn á flest öll heimili.

15. nóvember 2017 : GLAMOUR X ELLINGSEN

Hiking in the hood eða gengið í grenndinni er myndaþáttur sem Ellingsen gerði í samstarfi við Glamour. Þar er að finna margar glæsilegar myndir, þar á meðal af Houdini útivistarfatnaðinum sem er nýtt hágæða útivistarmerki hér á landi. Á myndunum fær náttúran að skarta sínu fegursta ásamt glæsilegum útvistarfatnaði. Hér koma nokkrar vel valdar myndir úr myndaþættinum. 

5. október 2017 : Innblástur fyrir haustið: Þægileg og töff tíska

Haustið hefur nú heldur betur gert vart við sig og það kólnar með hverjum deginum. Flestir eru komnir í gömlu góðu rútínuna eftir sumarið og jafnvel farnir að hugsa um veturinn og jólin. Við á H Magasín tókum saman nokkur lúkk fyrir haustið sem eru allt í senn töff, þægileg, hlý og kósí.

Converse Solstice H Mag

13. júní 2017 : Innblástur fyrir Secret Solstice

Hátíðarhöldin hefjast í Laugardalnum næstkomandi fimmtudag. Það er ótrúlega mikil stemning að fara á útihátíð og hlusta á góða tóna undir berum himni. Það er alltaf gaman að fylgjast með tískunni á útihátíðum og það er eins og fólk leyfi sér að fara aðeins lengra út fyrir kassann en venjulega. Við á H Magasín tókum saman nokkrar myndir sem gætu veitt ykkur innblástur.

30. maí 2017 : Innblástur: Converse á tónlistarhátíðum

H tíð í sumar? Það eru fullt af skemmtilegum tónlistarhátíðum og útihátíðum í sumar bæði erlendis og hér á landi. Það styttist t.d. í Secret Solstice sem verður haldin í Laugardalnum 15.-18.júní næstkomandi. Við tókum saman nokkrar hugmyndir af outfittum fyrir komandi hátíðir.
Converse verður ríkjandi í sumar, þá bæði á hátíðum sumarsins og einnig sem venjulegir götuskór.
Við ætlum að kíkja á Secret Solstice í ár, verður þú ekki á staðnum?
Miðasalan er hafin inn á Tix.

Strigaskór H Magasín

25. apríl 2017 : Innblástur: Strigaskór passa við allt

H Magasín tók saman nokkrar myndir sem geta veitt innblástur fyrir bæði vorið og sumarið. Strigaskór eru ekki aðeins flottir við íþróttafatnað heldur býður tískan uppá að við getum notið þess að klæða okkur í strigaskó við hversdagslegan fatnað líka.

Plöntur

20. apríl 2017 : Innblástur: Plöntur fyrir heimilið

H Magasín ákvað að taka saman nokkrar fallegar plöntur sem við mælum með fyrir heimilið. Plöntur gera heimilið ekki bara fallegra heldur hafa þær einnig hreinsandi áhrif á loftið. Skandinavísk tíska snýst oft mikið um svart, hvítt og grátt og það er ótrúlega fallegt og sjarmerandi að poppa aðeins upp á heimilið með fallegum plöntum.