DigestUltimate

Ketó og Bætiefni

Hið vinsæla ketó mataræði hefur vart farið framhjá mörgum en sá hópur fólks sem fylgir slíku mataræði fer ört vaxandi. 


H Magasín

9. september 2019 : Próteinríkt bananabrauð

Hvað er betra á sunnudegi með morgunbollanum en ilmandi og nýbakað bananabrauð. Ég fékk allt í einu löngun í mjúkt og saðsamt bananabrauð og átti vel þroskaða banana sem þurfti að nýta og auðvitað skellir maður þá í hollustu bananabrauð. Þetta bananabrauð er prótein og trefjaríkt og er glúteinlaust, mjólkurlaus og sykurlaust. Þetta brauð er líka einstaklega hollt og gefur orku sem endist okkur lengi og hægt að nota í hvaða máltíð dagsins eftir hvað hentar. Þið getið notað hvaða prótein sem er og skipt yfir í plöntuprótein fyrir þá sem kjósa en í þessari uppskrift notaði ég Whey protein frá Now með súkkulaðibragði. Þið getið líka notað 2 msk af möndlumjöli eða möluðum hörfræjum (Flax seed meal) t.d. frá Now ef viljið í staðinn. 

IMG_7137

3. september 2019 : Æðislegar ketó pönnukökur

Hér kemur uppskrift af æðislegum Ketó pönnukökum. Pönnukökurnar innihalda sykurlaust trejaríkt sýróp frá Good Good Brand sem passar fullkomlega við sykurlausan lífsstíl.

22. ágúst 2019 : Smoothie-skál með leynihráefni

Heil og sæl! Smoothie-skálar eru daglegt brauð á mínu heimili en ég á alltaf til banana og ber í frystinum svo að ég geti skellt í eina ljúffenga skál eða gómsætan smoothie hvenær sem er. Það skemmtilegasta við að búa sér til smoothie-skálar er að ímyndunaraflið tekur öll völd og það er ekkert heilagt. Maður prófar sig bara áfram og prófar þau hráefni sem maður vill prófa. Svo er hrikalega skemmtilegt að skreyta skálarnar í lokin og ennþá skemmtilegra að borða þær! Hráefnið sem ég hef verið að prófa mig áfram með í smoothie-skálar er: rauðrófa! Já, rauðrófa! Ég er mikill aðdáandi rauðrófunnar en það eru margir sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir henni. Rauðrófan er meinholl og algjör ofurfæða en hún er stútfull af andoxunarefnum og trefjarík. Ég kaupi oftast forsoðnar rauðrófur í pakka en ég nota 1-2 slíkar rauðrófur í þessa skál. Mér persónulega þykir rauðrófan ljúffeng á bragðið en fyrir þá sem kannski fýla hana ekki þá mæli ég með þessari uppskrift! Maður finnur  ekkert bragð af rauðrófunni í þessari bleiku, gómsætu og hollu smoothie-skál!

29. júlí 2019 : GOGO - hollari valkostur

Hvernig hljómar bragðgóður kaldur drykkur með orku úr náttúrulegum grænum kaffibaunum og guarana? Fullur af vitamínum og steinefnum, ginsengi fyrir einbeitinguna og einungis stevíu og erythritoli sem sætu, vel ekki satt? Fyrir þau hjá Good Good hljómaði það einmitt mjög vel og þess vegna létu þau búa til GOGO.

24. júlí 2019 : Hollt nesti í ferðalagið & orkubita uppskrift

Hver kannast ekki við að vera staddur á þjóðvegi 1 þegar nartþörfin og hungrið gera vart við sig og eina í stöðunni er að koma við á næstu vegasjoppu og úða í sig einhverju mishollu til að geta haldið förinni áfram. 

22. júlí 2019 : Einfaldur pastaréttur á 15 mínútum

Heil og sæl! Stundum langar mig bara í eitthvað fljótlegt, auðvelt og mettandi í mallann og ég nenni ekki að hafa mikið fyrir því. Hvað gerir maður þá? Svarið er: pasta! Í samstarfi við Himneska Hollustu og Bunalun Organic ætla ég að deila með ykkur ljúffengum og einföldum pastarétt sem tekur ekki nema 15 mínútur! Í þessa uppskrift nota ég m.a. nýrnabaunir en ég bæti þeim oft út í chilli-rétti, pasta eða út á bakaða sæta kartöflu. Nýrnabaunir eru góð fæða til að bæta við mataræðið sitt en þær eru prótein- og trefjaríkar og innihalda litla fitu. Þegar ég geri þennan pastarétt þá bý ég til frekar mikið í einu til þess að eiga daginn eftir í hádegismat. 

8. júlí 2019 : Sætar kartöflur í morgunmat

Heil og sæl! Ég er mikill aðdáandi sætu kartöflunnar og borða mikið af henni. Sætar kartöflur eru stútfullar af beta-karótín sem gefur þeim appelsínugulan lit þeirra. Þær eru einnig trefjaríkar og innihalda mikið magn af C-vítamíni. Ég borðaði þær hins vegar einungis í kvöldmat en þessa dásamlegu kartöflu má líka borða í morgunmat! Ég hef verið að prófa mig áfram og hef þróað tvær uppskriftir sem ég vildi endilega deila með ykkur en sæta kartaflan er fullkomin í morgunmat ef maður vill prófa eitthvað algjörlega nýtt! Uppskriftirnar eru gerðar í samstarfi við Icepharma. Í báðum uppskriftum nota ég ofnbakaða sæta kartöflu. Ég hita ofninn upp í 200°C og leyfi kartöflunni að bakast í 30-60 mínútur en tíminn fer algjörlega eftir stærðinni á kartöflunni. Það er gott að stinga nokkur göt í kartöfluna með gaffli svo hún bakast betur eða jafnvel skera hana í tvennt eða fernt ef hún er mjög stór. Til þess að spara mér tíma á morgnana þá baka ég kartöflurnar stundum kvöldið áður og geymi þær inn í ísskáp og borða daginn eftir, kaldar eða heitar. Ég mun klárlega deila með ykkur fleiri skemmtilegum uppskriftum sem innihalda sætar kartöflur í framtíðinni og ég mæli svoooooo með að þið prófið sætar kartöflur í morgunmat!

5. júlí 2019 : Á Vomero 14 upp Esjuna

Hversu mörg ykkar hafa horft á Esjuna, þetta fallega fjall og hugsað einn daginn langar mig að ganga þarna upp? Líklega mörg ykkar. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu erum svo heppin að hafa Esjuna fyrir augum okkar og setur hún einstaklega fallegan svip á umhverfið. Margir hafa farið upp en hugsa líklega oft að þá langi aftur og oftar. Ég er einmitt ein af þeim. Ég elska að labba Esjuna og hef seinustu ár gengið hana á hverju sumri, en myndi vilja fara oftar.

Esjan3

Houdini-ullarbolur

4. júlí 2019 : Houdini fyrir börnin

Houdini er sænskt útivistarfyrirtæki sem framleiðir sjálfbæran hágæða útvistarfatnað, allt frá innanundir fötum til tæknilegra skelja. Framsækni og nýsköpun eru lykilatriði við hönnunina og notagildið ávallt haft að leiðarljósi. Umverfisstefna fyrirtækisins er mjög ströng og sker merkið sig þar með frá flestum öllum öðrum útivistarmerkjum. Öll efni í fatnaðinum eru að mestu leiti endurunnin, endurvinnanleg og niðurbrjótanleg í náttúrunni. Framleiðslan á vörunum byggir á virðingu við umhverfið. Fatnaðurinn er framleiddur í Evrópu og mikið eftirlit haft með allri framleiðslu. Unnið er streitulaust að því að hámarka eiginleika fatnaðarins ásamt því að flíkurnar eru einstaklega fallegar. Litapallettan er unnin úr litum náttúrunnar og hugsuð þannig að allar flíkurnar passi saman og með því er notagildið aukið. Houdini er selt um allan heim og þeir sem kynnast vörunum frá þessu frábæra merki vilja sjaldnast eitthvað annað.  

Houdini-rb

28. júní 2019 : Graskersfræsmjör

Heil og sæl! Í samstarfi við Himneska Hollustu ætla ég að deila með ykkur hvernig hægt er að búa til smjör úr graskersfræjum! Þetta 'smjör' er upplagt fyrir þá sem þola illa hnetur eða möndlur og er einnig ketóvænt, veganvænt og paleovænt! Graskersfræsmjör er barasta fyrir alla! Graskersfræin eru einmitt frábær fæða til að bæta við mataræðið sitt en þau eru mjög próteinrík, járnrík og innihalda gott magn af magnesíum. Fyrir þessa uppskrift þá þarf mjög góðan blandara eða góða matvinnsluvél en graskersfræin geta verið smá "þrjósk" að breytast í smjör. Fyrir áhugasama þá hef ég áður deilt uppskrift af kasjúhnetusmjöri og möndlusmjöri sem ég mæli eindregið með að prófa líka!

7.macadamiustykki

24. júní 2019 : Ketó uppskriftir Kristu

heilsusamlegar ketó uppskriftir frá Maríu Kristu.

Felstir sem aðhyllast ketó matarræði þekkja Maríu Kristu vel enda hefur hún verið ötul í því að þróa og deila með fylgjendum sínum girnilegum og gómsætum ketó uppskriftum. Við ákváðum því að fá hana í lið með okkur hér á H magasín og setja saman nokkrar heilsusamlegar og bragðgóðar uppskriftir til þess að deila með lesendum okkar. Hægt er að skoða uppskriftirnar með því að smella á bæklinginn hér að neðan: