Beet_root_powder_splash

Ásdís Grasa: Rauðrófur fyrir heilsuna

Hér eru nokkrar ástæður af hverju við ættum að nota meir af rauðrófum í daglegu mataræði okkar, hvort sem þær eru eldaðar, ferskar, djúsaðar eða notaðar í duftformi út á jógúrtið eða í morgunboostið. Rauðrófur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni að lauma þeim oft og reglulega inn í mataræðið mitt því þær skora hátt þegar kemur að hollustugildi. Rauðrófur innihalda t.d. næringarefni eins og A vítamín, C vítamín, járn, fólínsýru, kalíum, ýmis B vítamín, andoxunarefni, kólín, trefjar, nítröt og virka efnið betalín. 


H Magasín

Clipper-te

24. apríl 2019 : Ásdís Grasa: Tedrykkja er mikil heilsubót

Hefur þú prófað Clipper te-in?

Clipper te-in hafa unnið til fjölmargra verðlauna frá því framleiðslan hófst árið 1984. Þau eru einstaklega ljúffeng, enda úr bestu hráefnum sem völ er á. Clipper te-in eru núna komin í nýjar og hentugar umbúðir með sérpökkuðum tepokum. Clipper notar engin hefti í pokana sína og tepokarnir eru óbleiktir. Flest te merki vinna te pokana sína þannig að þeir eru hvíttaðir með kemískum efnum og klór en allir Clipper tepokarnir eru óbleiktir og eru því brúnlitaðir. Njóttu þess að drekka te úr óbleiktum poka sem er ekki með óæskilegum efnum í.

Clipper_hopmynd_ketill

Þú verður farin að skála í grænu te eftir að hafa lesið þessa grein því ég ætla fara yfir með þér hvað þessi litla daglega rútína getur haft mikil heilsufarsleg áhrif á líkama þinn. Tedrykkja hefur verið ríkjandi hefð til margra ára víðs vegar í heiminum og ekki að ástæðulausu enda mikil heilsubót. Jurtate, grænt te, svart te, hvítt te, oolong te, matcha te, melrose te, ávaxta te og svo mætti lengi telja því þetta er heill frumskógur af hinum mismunandi tegundum af tei og hér gildir að vanda valið og nota gott hráefni og gæði umfram allt. Allavega kýs ég að velja jurtate sem eru lífræn eða te úr jurtum sem vaxa villtar í staðinn fyrir telauf sem hafa verið úðuð með skordýraeitri. Í þessari grein ætla ég að fókúsera á grænt te (Camellia sinensis) en hægt er að fá ýmsar útgáfur af grænu te og mitt uppáhald er hvítt te en það er unnið úr fyrstu litlu laufblöðunum af grænu teplöntunni. Grænt te inniheldur gríðarlega mikið magn andoxunarefna eins og catechins og polyphenol efni.

23. apríl 2019 : Sumarbæklingur Speedo 2019

Hér getur þú skoðað sumarbækling Speedo sem dreift var á heimili á rétt fyrir páska.

Endurheimt

17. apríl 2019 : Ragga Nagli: Endurheimt eftir æfingar

Hefur þú vaknað eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum makaður í kókosolíu í silkináttfötum frá Guðsteini. Þú mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. Bætingar hrannast upp og þú gætir verið með svefnpokapláss í ræktinni og æft sólarhringum saman

Aðra daga ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni á öldurhúsi í borg óttans. Þú ráfar um salinn í þokumóðuskýi og gerir máttvana tilraunir í viðskiptum við stálið.

Þitt eina markmið er að komast heim undir sæng sem allra fyrst.

Þegar borðtuskudagarnir fara að verða fleiri en silkidagarnir þarftu að skoða hvort skrokkurinn sé að ná að jafna sig nógu vel á milli æfinga.

Því bætingarnar gerast í endurheimtinni... ekki á æfingunni sjálfri.

16. apríl 2019 : Jenna Huld húðlæknir segir okkur frá mikilvægi sólavarna

Húðlæknirinn Jenna Huld Eysteinsdóttir hjá Húðlæknastöðinni Smáratorgi hefur verið dugleg að ræða um húðina og með hvaða leiðum við getum haldið henni heilbrigðri. Nú þegar sólin tekur að hækka á lofti er ekki úr vegi að fá nokkur góð ráð hjá Jennu varðandi sólarvarnir og með hvaða leiðum við getum varið húðina fyrir sólinni, þannig að húðin haldist heilbrigð og fín.

Það hefur lengi verið í tísku að vera sólbrúnn. Notkun ljósabekkja var mjög algeng hér á landi um síðustu aldamót en þá fór að bera á aukinni tíðni sortuæxlis, sérstaklega hjá ungum konum. Sem betur fer hefur sú tíðni lækkað aftur undanfarin tíu ár samfara minnkandi ljósabekkjanotkun. Samkvæmt Jennu hafa vísindalegar rannsóknir ótvírætt sýnt fram á mikilvægi þess að fara varlega í sólinni og að notkun sólarvarna minnkar líkur á húðkrabbameini. Það hafa aftur á móti ýmsar getgátur skotið upp kollinum varðandi sólarvarnir síðastliðin ár. Það getur því verið mjög ruglandi og erfitt að átta sig á því hvað er rétt og hvað er rangt.

Beet_root_powder_splash

16. apríl 2019 : Ásdís Grasa: Rauðrófur fyrir heilsuna

Hér eru nokkrar ástæður af hverju við ættum að nota meir af rauðrófum í daglegu mataræði okkar, hvort sem þær eru eldaðar, ferskar, djúsaðar eða notaðar í duftformi út á jógúrtið eða í morgunboostið. Rauðrófur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni að lauma þeim oft og reglulega inn í mataræðið mitt því þær skora hátt þegar kemur að hollustugildi. Rauðrófur innihalda t.d. næringarefni eins og A vítamín, C vítamín, járn, fólínsýru, kalíum, ýmis B vítamín, andoxunarefni, kólín, trefjar, nítröt og virka efnið betalín. 

Arnar

16. apríl 2019 : Arnar Péturs: 3 leiðir sem auðvelda þér að byrja að hlaupa

Hlaup eru íþrótt þar sem þolinmæði og stöðugleiki skipta mestu máli. Það sem skiptir næst mestu máli er að byrja að hlaupa því þegar við náum að byrja þá er auðvelt að halda áfram. Það er ástæða fyrir því af hverju við heyrum fólk tala um að hafa smitast af hlaupabakteríu. Þetta er vegna þess að þegar við höfum tekið fyrstu skrefin erum við fljót að upplifa jákvæðan spíral sem ýtir undir enn frekari hlaup og enn frekari árangur. Spurningin er hinsvegar hvernig við tökum þessi fyrstu skref.

Það eru hundrað leiðir til að byrja að hlaupa en þær eru misgáfulegar eins og þær eru margar. Ein leið er til dæmis að hunskast út að hlaupa og hætta þessu væli. Þetta gæti virkað í ákveðin tíma en er fljótt að falla um sjálft sig. Hérna eru þrjár leiðir sem hægt er að beita til þess að auðvelda okkur fyrstu skrefin og auka líkurnar á því að við smitumst af hlaupabakteríunni. 

Probiotic Góðgerlar

31. mars 2019 : Guðrún Bergmann: Mikilvægi góðgerla

Hlutverk góðgerla er mjög mikilvægt. Þarmar okkar eru búsvæði milljón milljóna af örverum, sem allar gegna sínu hlutverki í meltingarferli okkar, hvort sem það er að stuðla að niðurbroti fæðunnar eða að hreinsa upp dauðan úrgang. Þessi örveruflóra helst í mismiklu jafnvægi en jafnvægi ræðst meðal annars af því hvað við borðum, hvort við tökum daglega inn mikið af lyfjum eða höfum þurft á sýklalyfjum að halda.

Nýjustu rannsóknir benda til þess að þarmarnir og ástand örveruflóru þeirra, séu afar mikilvægur þáttur í ónæmisvörnum líkamans. Jafnframt eru vísindamenn um allan heim nú að uppgötva tengslin milli þarma og heila og þeirra áhrifa sem örveruflóra þarmanna hefur á heilann í gegnum vagus taugina.

31. mars 2019 : Bleikur smoothie

Heil og sæl! Fyrir einhverjum árum þá var ég alltaf með smoothie í hönd en svo fuðraði smoothie-áhuginn minn upp því ég var alltaf að gera sama smoothie'inn aftur og aftur. Ég hef hins vegar verið að prófa mig áfram í smoothie-gerð undanfarnar vikur og áhuginn er kviknaður á ný! Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af fyrsta flokks smoothie! Ég nota alls konar góðgæti í þennan bleika smoothie, m.a. jarðaber, banana og kasjúhnetusmjör sem er fáranlega gott saman! Svo er alveg hægt að sleppa plöntumjólkinni sem blandar allt saman og búa sér til smoothie-skál í staðinn! 

29. mars 2019 : Kasjúhnetumjólk

Heil og sæl! Ég er ennþá að prófa mig áfram með kasjúhnetuna góðu en fyrir 2 vikum þá deildi ég uppskrift af gómsætu kasjúhnetusmjöri sem hefur bara fengið jákvæð viðbrögð svo hví ekki að búa til kasjúhnetumjólk líka! Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur auðveldri uppskrift af ljúffengri kasjúhnetumjólk sem er upplögð út í smoothie, út á grautinn, í kaffi-eða tebollann eða jafnvel í matargerðina! 

19. mars 2019 : Ragga Nagli: Koffín... Karbamíð eða kaffibaun?

Hvað fer í gegnum hugann þegar þú heyrir orðið koffín?

Poki af appelsínugulum Bragakaffi.

Afi í stofunni með molakaffi og neftóbak.

Risastór snobbaður teikavei Starbökks bolli í útlöndum.

14. mars 2019 : Kasjúhnetusmjör

Heil og sæl! Að mínu mati þá fær kasjúhnetan ekki nógu mikið lof en hún er svo ofboðslega ljúffeng! Kasjúhnetur eru meinhollar og næringaríkar en eins og með allar hnetur þá skal borða kasjúhnetur í hófi vegna þess að þær eru jú fituríkar. Ég vil samt taka það fram að fitan úr hnetum er góð fyrir líkamann en hún er ómettuð og slík fita minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Það liggur við að ég borða kasjúhnetur á hverjum einasta degi en þær eru mitt "go-to" nasl og ég miða við eina lúku á dag. Ég rista þær mjög oft á pönnu en það virkilega dregur fram bragðið en ég hendi þeim líka í salat af og til. Ég hef gert kasjúhnetusmjör áður en þá setti ég líka kakóduft út í og það varð þá að gómsætu súkkulaðihnetusmjöri. Að þessu sinni þá er kasjúhnetusmjörið alveg hreint og ég verð að viðurkenna að það er miklu betra. Ég smakkaði kasjúhnetusmjörið um daginn með banana og ég vissi ekki hvert ég ætlaði, það er SVOOOOOO gott. Það smakkaðist eins og banana kökudeig, þið verðið að prófa. Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni af þessu unaðslegu kasjúhnetusmjöri en það er auðvelt og fljótlegt að gera! Kasjúhnetusmjör er upplagt út á grautinn, smoothie-skálina eða jógúrtið, með ávöxtum eða grænmeti eða jafnvel á rís- eða maískexið.