Astaxanthin

Astaxanthin er frábær innri sólarvörn

Huga þarf að húðinni fyrir sólarferðir og gott er að undirbúa húðina með því að taka inn astaxanthin sem er frábær innri sólarvörn. Astaxanthin  er talið vera eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar, dregur úr bólgum og nýtist vel gegn liðavandamálum og það eykur einnig orku og úthald hjá íþróttamönnum. 


H Magasín

14. mars 2019 : Kasjúhnetusmjör

Heil og sæl! Að mínu mati þá fær kasjúhnetan ekki nógu mikið lof en hún er svo ofboðslega ljúffeng! Kasjúhnetur eru meinhollar og næringaríkar en eins og með allar hnetur þá skal borða kasjúhnetur í hófi vegna þess að þær eru jú fituríkar. Ég vil samt taka það fram að fitan úr hnetum er góð fyrir líkamann en hún er ómettuð og slík fita minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Það liggur við að ég borða kasjúhnetur á hverjum einasta degi en þær eru mitt "go-to" nasl og ég miða við eina lúku á dag. Ég rista þær mjög oft á pönnu en það virkilega dregur fram bragðið en ég hendi þeim líka í salat af og til. Ég hef gert kasjúhnetusmjör áður en þá setti ég líka kakóduft út í og það varð þá að gómsætu súkkulaðihnetusmjöri. Að þessu sinni þá er kasjúhnetusmjörið alveg hreint og ég verð að viðurkenna að það er miklu betra. Ég smakkaði kasjúhnetusmjörið um daginn með banana og ég vissi ekki hvert ég ætlaði, það er SVOOOOOO gott. Það smakkaðist eins og banana kökudeig, þið verðið að prófa. Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni af þessu unaðslegu kasjúhnetusmjöri en það er auðvelt og fljótlegt að gera! Kasjúhnetusmjör er upplagt út á grautinn, smoothie-skálina eða jógúrtið, með ávöxtum eða grænmeti eða jafnvel á rís- eða maískexið.

11. mars 2019 : Skjaldkirtillinn - Ásdís Grasalæknir

Heilsa er okkur öllum mikilvæg. Undanfarin ár hafa skjaldkirtilssjúkdómar verið að aukast og þá aðallega vanvirkni í skjaldkirtli en konur greinast í mun meiri mæli en karlar. Skjaldkirtillinn er afar mikilvægt líffæri og hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem við þurfum fyrir almennan þroska og vöxt, starfssemi taugakerfis, frjósemi og öll efnaskipti líkamans t.a.m. Vanvirkur og eða ofvirkur skjaldkirtill eru algengir sjúkdómar sem stafa vegna ójafnvægis á skjaldkirtilsstarfssemi og geta haft miklar afleiðingar á heilsu okkar og þessir sjúkdómar herja á fjölda fólks um allann heim. 

8. mars 2019 : Speedo lookbook 2019

Hér getið þið skoðað myndir úr myndatöku fyrir sumarlínu Speedo 2019.  Myndatakan fór fram í Fontana á Laugarvatni og skilaði þessari glæsilegu útkomu. 

Astaxanthin

4. mars 2019 : Astaxanthin er frábær innri sólarvörn

Huga þarf að húðinni fyrir sólarferðir og gott er að undirbúa húðina með því að taka inn astaxanthin sem er frábær innri sólarvörn. Astaxanthin  er talið vera eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar, dregur úr bólgum og nýtist vel gegn liðavandamálum og það eykur einnig orku og úthald hjá íþróttamönnum. 

IMG_5939-1-

4. mars 2019 : Hveiti og sykurlausa súkkulaðikakan

Himnesk súkkulaðikaka sem svíkur engann. Fullkomin í saumaklúbbinn og sem eftirréttur.

27. febrúar 2019 : Heimalagað súkkulaði

Heil og sæl! Frá því að ég byrjaði þetta matarferðalag mitt fyrir um það bil fjórum árum, hef ég reynt eins og ég get að gera allt frá grunni sem ég læt ofan í mig og súkkulaði er engin undantekning frá því. Ég er alveg veik fyrir súkkulaði og þá sérstaklega dökku súkkulaði. Ég lenti í því einn daginn að ég var að gera uppskrift og ég þurfti súkkulaði ... en ég átti hins vegar ekkert upp í skáp og ég nennti ekki út í búð svo ég hugsaði með mér "hví ekki að prófa að búa til mitt eigið?" Í samstarfi við Himneska Hollustu ætla ég að deila með ykkur auðveldri uppskrift af gómsætu dökku súkkulaði og ekki skemmir fyrir að það er lífrænt! Í grunninn þarftu fljótandi kókosolíu, kakóduft og sætu. Sjálf nota ég agave síróp eða jafnvel góða döðlusykurinn frá Himneskri Hollustu. Döðlusykurinn bráðnar samt ekki því hann er ekki sykur í raun en ég hef ekkert á móti því að hafa súkkulaðið svolítið gróft. Ég nota hlutföllin 1:1:1 sem er auðvelt að muna! Þannig ef þú notar t.d. 2 msk af kókosolíu, þá notar þú 2 msk af kakódufti og svo 2 msk af sætu. Auðvelt, ekki satt? Það eru reyndar margir sem eru óvanir bragðinu af kakódufti og ég skal viðurkenna að það getur verið frekar sterkt en kakóduft er meinhollt og hefur frábæra heilsueiginleika! Svo ég mæli með að venjast því! Kakóduft er m.a. talið bólgueyðandi og inniheldur gott magn af andoxunarefnum sem vernda frumur líkamans frá skaða. 

bollur án sykurs

25. febrúar 2019 : Sykurlausar bollur

Hollari bolllur, já takk! Við deilum með ykkur hollari sykurlausum bollum fyrir bolludaginn. 

Glutathione

21. febrúar 2019 : Guðrún Bergmann: Glutathione er eitt öflugasta andoxunarefnið

Hefur þú heyrt um Glutathione? Það er talið eitt öflugasta andoxunarefni sem til er en er eitt af þessum bætiefnum, sem flestir vita lítil deili á. Á vefsíðu University Health News, sem er síða sem fjallar um það allra nýjasta frá helstu háskólum Bandaríkjanna segir meðal annars um Glutathione: „Glutathione er svo öflugt að vísað hefur verið til þess sem móður allra andoxandi bætiefna.“

hasdis

15. febrúar 2019 : 10 leiðir til að hreinsa líkamann - Ásdís Grasa

Hefur þú þjáðst af liðverkjum, bólgum, kláða, slímmyndun, fæðuóþoli, höfuðverkjum, geðsveiflum, pirringi, þokukenndri hugsun, bjúg, þreytu og sleni? 

Bananagrautur

14. febrúar 2019 : Gómsætur grautur með karamelluðum banana

Heil og sæl! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst yndislegt að gera mér stóra skál af heitum hafragraut á morgnana og njóta, sérstaklega á köldum dögum eins og þessum. Í morgunmat borða ég oftast kaldan chiagraut sem ég hef útbúið kvöldið áður en þegar ég hef meiri tíma á morgnana þá geri ég eitthvað extra gómsætt og tek minn tíma. Sumum finnst hafragrautur vera ómerkilegur morgunmatur en það er hægt að gera hafragraut á ótalmarga vegu svo það verður aldrei leiðinlegt að borða hann! Í samstarfi við Himneska Hollustu, Isola Bio, Horizon og Naturata þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af gómsætum graut með karamelluðum banana sem er kominn í algjört uppáhald hjá mér þessa daga! 

12. febrúar 2019 : Ásdís Grasa: Hugum að húðinni yfir veturinn

Húðin okkar getur orðið þurr og viðkvæm þegar það kólnar í veðri sem getur ýtt undir ójafnvægi í húðinni og jafnvel húðvandamál. Því þurfum við að hlúa að húðinni okkar og næra hana vel bæði að innan sem utan og passa upp á að fá góða fitu úr fæðunni eins og laxi, avokadó, valhnetum, hörfræjum og ólífuolíu. Þar sem fitusýrur eru allri frumustarfssemi mikilvægar þá er æskilegt að taka Omega-3 olíur inn aukalega ef þið náið ekki að fá þær í nægilegu magni úr fæðunni. Sumir gætu jafnvel þurft að taka fitusýrur tvisvar á dag tímabundið yfir háveturinn ef mikill þurrkur og kláði er í húðinni til að vinna upp hugsanlegan fitusýruskort og er hægt að taka t.d. hampfræjar olíu eða hörfræ olíu til viðbótar við Omega-3 og skipta þeim yfir daginn.