RVKfit: Skemmtileg sprettæfing

Hlaupaæfing vikunnar var þessi skemmtilega sprettæfing sem ég tók síðast þegar ég var með snappið. Hún vakti mikla lukku hjá þeim sem að tóku hana og fær mann til þess að svitna vel. Mjög krefjandi sprettir en samt sem áður skemmtilegir, mér finnst tíminn alltaf fljótur að líða þegar vegalengdin á sprettunum fer minnkandi. Við stelpurnar erum ný búnar að setja upp okkar eigin blogg síðu www.rvkfit.is en munum koma til með að deila skemmtilegum færslum með ykkur hér líka. 

Lesa meira

RVKfit: Myndir af Training Eventinu

Hápunktur febrúar mánaðar var klárlega RVKfit Training Eventið. Þetta var eitthvað sem við vorum búnar að vera með í kollinum mjög lengi og erum hæstánægðar með lokaútkomuna. Okkur langar að þakka öllum sem að komu og tóku þátt í þessu með okkur, einnig þeim aðilum sem gerðu þetta mögulegt en það voru frábær fyrirtæki sem að stóðu við bakið á okkur: Nike, NOW, World Class, Origo og Joe & The Juice. Við vonumst til þess að geta gert fleiri svona skemmtilega hluti með okkur og hlökkum til komandi tíma en það er margt spennandi í spilunum hjá okkur! 

Lesa meira

RVKfit: Æfingafatnaður á meðgöngu

Hreyfing er mér gríðarlega mikilvæg og er stór hluti af minni daglegu rútínu. Þegar ég varð ólétt og líkaminn byrjaði að breytast fór æfingafatnaðurinn minn ekki að virka eins og hann var vanur að gera. Ég er búin að prufa mig mikið áfram og það tók mig þó nokkurn tíma að finna út í hverju mér finnst best að æfa. Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds æfingafatnaði á meðgöngunni. 

Lesa meira

RVKfit: LOHILO ís smakk

Hver er ekki til í að smakka hollan ís? Við stelpurnar fengum nú á dögunum að smakka nýjan ís sem var að koma á markað hér á landi. Ísinn heitir LOHILO og er próteinís sem er lár í fitu, kolvetnum og sykri. LOHILO stendur fyrir LO carb HI protein LO fat. Það kom verulega á óvart hvað próteinísinn bragðaðist alveg eins og venjulegur ís og sló heldur betur í gegn. 

Lesa meira

RVKfit: Hressandi haustsúpa

Hver elskar ekki að fá sér góða súpu í kuldanum? Súpur eru alltaf svo góðar og ljúft er að gera svolítið magn af þeim því þá á maður alltaf. Oft finnst mér þær jafnvel bragðbetri daginn eftir. Til þess að auðvelda mér eldamennskuna geri ég oft súpuna kvöldið áður, þá þarf ég ekki annað en að hita súpuna og eiga gott brauð með. Matartíminn verður ekki einfaldari.. Þessi súpa er svo góð að ég gæti borðað endalaust af henni.

Lesa meira

RVKfit: Af hverju pre-workout?

Hver hefur ekki lent í því að nenna alls ekki á æfingu? Pre-workout kemur mér alltaf í gírinn fyrir æfingar og heldur mér betur við efnið á æfingum. Hér að neðan eru nokkrar ástæður þess af hverju ég kýs að drekka pre-workout fyrir æfingar. 

Lesa meira

RVKFIT: Nike Draumalistinn minn

Hvað er á óskalistanum þínum ?

Ég ákvað að setja saman Nike draumalistann minn sem er listi með bæði uppáhaldsflíkunum mínum og hlutum sem mig langar til að eignast. Þessi listi gæti jafnvel fengið nafnið jólagjafalisti, en ég held að það nafn sé ekki orðið leyfilegt strax svona snemma í nóvember, þrátt fyrir að núna megi loksins hlusta á eitt og eitt jólalag. Mér finnst reyndar yndislegt að klára allar jólagjafir sem fyrst til að geta notið hátíðanna sem best í rólegheitum, og hafa sem minnst hangandi yfir mér. En hvað sem listinn heitir, þá er eitt víst að það er alltaf gaman og hvetjandi að eignast fallegar flíkur í ræktina.

Lesa meira

Acai smoothie skál

Hvað sem klukkan slær – það er alltaf tími fyrir smoothie skál!
Ég er vægast sagt mikill aðdáandi smoothie skála en ég fór að prófa mig áfram í að búa til svona skálar eftir að ég sá mikið um þær á samfélagsmiðlum. Ég var komin með leið á því að búa mér til sama smoothie-inn og drekka hann með röri og datt í hug að gera frekar smoothie skál. Þar sem ég ferðast mikið erlendis er ég orðin fastagestur á mörgum veitingastöðum sem bjóða upp á smoothie skálar og hef prófað mjög margar útgáfur af þeim. Þó finnst mér langbest að búa til skálina heima og mixa hvað það sem mig langar í hverju sinni. Mér finnst best að gera smoothie-inn frekar þykkann og skreyta með ávöxtum, granóla, möndlum, kókosflögum, chiafræjum, kakónibbum og jafnvel hnetusmjöri. Ég ætla deila með ykkur uppskrift af þeirri smoothie skál sem er í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana.

Lesa meira

RVKfit: Innblástur frá samfélagsmiðlum

Halló H Magasín! Helga Diljá hér.. Eins og flestir í dag þá nota ég samfélagsmiðla mikið en Youtube og Instagram eru miðlar sem standa uppúr hvað varðar að finna nýjar hugmyndir fyrir matarræði og hreyfingu. Þar sem þetta eru ólíkir miðlar þá nota ég þá á ólíkan hátt fyrir ólíka hluti.

Lesa meira

RVKfit: Æfingaskórnir mínir

Hvaða skóm æfir þú í? Að mínu mati er mikilvægt að æfa í góðum skóm og velja sér skó sem henta þeirri líkamsrækt sem maður er að stunda. Við stelpurnar erum mikið spurðar út í hvaða æfingaskóm við mælum með og í seinustu viku á Snapchatinu okkar fór ég yfir mína uppáhalds æfingaskó.

Lesa meira

RVKfit: Avocado&melónu smoothie

Hversu hressandi er það að fá sér góðan smoothie á sólríkum degi. Ég er mikill avocado unnandi og finnst frábært að bæta því ofan í hristinginn minn á morgnana en avocado er bæði hollt og mettandi. Melónan bragðbætir og gerir hristinginn sætari ásamt hunanginu. Það er svo vel hægt að bæta við t.d chia fræjum eða próteindufti eftir smekk. Þessi slær í gegn fyrir alla aldurshópa. 

Lesa meira

RVKfit: SoulCycle

Heimsins skemmtilegasta líkamsrækt, að mínu mati, er spinning. Það að geta kúplað sig út og hjólað í takt við góða tónlist er eitthvað sem gerir daginn bara svo mikið betri. Það frábæra við spinning er að allir geta stundað það, reyndir sem og óreyndir, alveg sama í hvernig formi maður er. Það er nefnilega þannig að hver og einn vinnur á sínum hraða, á sínum forsendum.
Ég ferðast mikið vegna vinnu og legg það í vana minn að stunda einhverskonar hreyfingu hvert sem ég fer. Síðastliðin tvö ár hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér að fara í spinningtíma í SoulCycle. Ég hef nefnt SoulCycle nokkrum sinnum á snapchattinu okkar, RVKfit, og alltaf fengið margar spurningar um það. Eins hef ég dregið fjöldan allan af samstarfsfólki mínu með í spinningtíma og hafa allir verið jafn hrifnir og ég sjálf. Ég skal segja ykkur aðeins betur frá SoulCycle. 

Lesa meira

RVKfit: Ferskur grænn drykkur

Hollur og góður grænn drykkur verður oft fyrir valinu hjá okkur enda stútfullur af orku og góðri næringu. Birgitta Líf deilir hér með okkur sínum uppáhalds græna drykk sem er virkilega frískandi og góður.

Lesa meira

RVKfit: Ferskur grænn drykkur

Hollur og góður grænn drykkur verður oft fyrir valinu hjá okkur enda stútfullur af orku og góðri næringu. Birgitta Líf deilir hér með okkur sínum uppáhalds græna drykk sem er virkilega frískandi og góður.

Lesa meira

Kókoshveiti brauðstangir

Hvítt hveiti er eitthvað sem ég reyni að forðast sem mest. Mér líður yfirleitt ekki vel af því og reyni því að baka frekar úr öðrum hráefnum, svo sem kókoshveiti.  Kókoshveiti er búið til úr þurrkuðum kókos sem búið er að mala. Það er bæði trefjaríkt, glútenlaust og lágt í kolvetnum og hentar því þeim sem eru á lágkolvetnafæði.  Uppskriftin hér að neðan er að brauðstöngum sem eru i miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Mér þykir gott að bæta osti ofan á til þess að gera brauðstangirnar meira "djúsí". Sömu uppskrift er hægt að nota til að gera kókoshveiti pizzu en þá er bara sósa og álegg sett á botninn eftir örlitla forbökun.

Uppskriftin miðast við skammt fyrir einn, en hægt er að stækka hana að vild.

Lesa meira

RVKfit: Uppáhalds æfingafatnaður

Hvað er það sem skiptir þig máli varðandi íþróttafatnað? Fyrir mér skiptir mestu máli að vera í þæginlegum íþróttafatnaði á æfingu, sem mér líður vel í. Það eru nokkur snið sem mér líkar best við en ég á það til að halda mig við sömu sniðin þegar ég kaupi mér ný íþróttaföt. Hér að neðan tek ég saman nokkrar af þeim flíkum sem eru í uppáhaldi þessa dagana. 

Lesa meira

RVKfit: Foam Rolling

Hvers vegna er gott að rúlla sig? Við stelpurnar í RVKfit sýnum oft frá því á snappinu þegar við rúllum líkamann með nuddrúllu ýmist fyrir og eftir æfingar, fyrir hlaup og einnig á hvíldardögum. Við erum margoft spurðar hvers vegna við séum að þessu, hvað þetta geri fyrir okkur, hvort það sé nauðsynlegt og hvernig nuddrúllur séu bestar. 

Lesa meira

RVKfit: Að ná árangri í líkamsrækt

Hver vill ekki ná hámarks árangri í líkamsrækt? Margir leggja hart að sér að mæta oft á æfingu, púla í góðan tíma en sjá lítinn sem engan árangur. Það eru nefnilega nokkur mikilvæg atriði sem margir virða ekki nógu vel. Eftirfarandi atriði eru afar mikilvæg til þess að ná fram árangri bæði líkamlega og andlega.

Lesa meira

RVKfit: Hörfræolía

Hörfræolía er stútfull af ómega-3 fitusýrum en inniheldur einnig ómega-6 og ómega-9 fitusýrur. Ómega-3 er nauðsynlegt til að smyrja líkamann og sjá til þess að allt virki eins og það á að gera. Ég vel að taka kaldpressaðar olíur eins og hörfræolíu vegna þess að í kaldpressuðum olíum er ekki búið að hreinsa nein næringarefni úr þeim. Lýsi þarf að hreinsa til þess að hægt sé að innbyrða það, en í því ferli tapast mikið af vítamínum úr olíunni. 

Lesa meira

RVKfit: Rebel Kitchen

Hin dásamlega kókosmjólk Rebel Kitchen er mín uppáhalds þessa dagana. Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Snapchatinu okkar: RVKfit að við erum miklir aðdáendur. Rebel Kitchen er kókosmjólk sem er bæði til með súkkulaði- og kaffibragði en hún er lífræn, hitaeiningasnauð og án hvíts sykurs. Stelpurnar hafa verið að nota hana bæði eintóma, með próteini eða í boozt en ég sjálf nota hana einna helst í chiagraut eða hafragraut en síðan finnst mér hún líka mjög góð bara ein og sér. Um daginn sýndi ég súkkulaðichiagraut á Snapchat og fékk alveg ótrúlega góð viðbrögð og því langar mig til að deila með ykkur uppskrift að þessum frábæra graut, en hann er að mínu mati fullkomin byrjun á deginum.

Lesa meira
Síða 1 af 2