Bikini frá Nike

Aldís Ylfa

15. maí 2018

  • Screen-shot-2018-05-15-at-21.38.29

Hugsunin um að sumarið sé rétt handan við hornið er geggjað, loksins!! Ég er miklu meiri sumarmanneskja  heldur en vetrarmanneskja, sumarið er svo heillandi tími. Á sumrin er létt yfir öllum og fólk er fáklætt og í góðu skapi, þannig á það að vera. Í mars kom sending í H Verslun frá Nike, bikiní, já Nike bikiní. Núna er bókstaflega hægt að ganga í öllu Nike, frá toppi til táar sem okkur finnst nú alls ekki leiðinlegt, enda er Nike vörurnar mjög þæginlegar og fallegar :) Ég hef mikinn áhuga á því að kaupa mér bikiní og á margar týpur og gerðir.  Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort að ég ætti að fá mér eitt stykki bikiní frá Nike og ég er ennþá að hugsa málin en ég held að ég fari og slái til. 

Bikiníin frá Nike eru flott í sniðinu og mjög hentug í bæði sundið og til að tana í pottinum sem mér finnst frábær kostur. Margir hafa áhyggjur að því að fá ljótt far ef þau eru í íþróttabikiníum, en þessi eru klárlega í tískunni. 

Screen-shot-2018-05-15-at-21.37.47

Screen-shot-2018-05-15-at-21.38.03

Screen-shot-2018-05-15-at-21.38.19

Screen-shot-2018-05-15-at-21.38.29

Ég ætla allavegana að drífa mig niður í Lyngháls og skoða bikiníin fyrir sumarið.  

Endilega haldið áfram að fylgja mér á Instagram  

Aldís Ylfa