Good Good Súkkulaði Pizza

Hildur Sif Hauks

7. mars 2018

Hæhæ! Síðustu helgi ákvað ég að skella í svokallaða "nutella" pizzu sem er svo vinsæl hér á landi. Ég ákvað þó að nota frekar Choco Hazel spread frá Good Good Brand í stað þess að nota Nutella. Þar sem Choco Hazel spread er sykurlaust er það klárlega hollari kosturinn. Pizzan kom rosalega vel út og besta við hana er hversu stuttan tíma hún tekur! 

Ég notaði tilbúið deig, bæði pizza- eða kanilsnúðadeig henta vel

Facetune_04-03-2018-22-22-44

Sett inní ofn í 10 mín á 200°c blástri, á meðan pizzan bakast er sniðugt að skera niður ávextina

Facetune_04-03-2018-22-22-04
Eftir það smurði ég Choco Hazel smyrjunni á deigið og vel af því!

Facetune_04-03-2018-22-21-15
Bætti ofaná bananaOg auðvitað nóg af ferskum jarðaberjum - ég bætti síðan örlítið af kókosflögum ofaná sem smá skreytingu

Facetune_04-03-2018-22-26-03

Mæli klárlega með að prufa þetta fyrir næsta mataboð eða kósykvöld. Algjör snilld og svo auðvelt! 

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3
- Hildur Sif Hauks