Vantar þig góða hlaupaskó?

Indíana Nanna

19. mars 2018

Hlaupaskór og æfingaskór.. Ég (Indíana) skrifaði um muninn og sagði frá mínum uppáhalds æfingaskóm um daginn. 

Sjálf hef ég alltaf haft meira gaman af stuttum og snörpum hlaupum frekar en langhlaupum en engu að síður finnst mér betra að vera í hlaupaskóm þegar ég tek spretti og tek þá oftast hlaupaskó með mér á æfingu svo ég geti skipt úr æfingaskónum áður en ég fer á brettið. 

Pegasus 34

Nýlega fékk ég mér Pegasus 34 frá Nike en það er nýjasta útgáfan af Pegasus. Að mínu mati eru þessir skór ekki bara fáránlega nettir og fallegir á fæti heldur eru þeir léttir og gott að hlaupa í þeim. Ég nota þá líka mikið dagsdaglega við svartar íþróttabuxur og þegar ég tek spretti en ég tek reglulega spretti eftir æfingar eða stuttar hlaupaæfingar.

Air Zoom Pegasus er eins og nafnið gefur til kynna með Zoom loftpúða. Skórinn er bæði með loftpúða undir hæl og undir tábergi. Loftpúðarnir veita góða dempun í niðurstiginu og einnig veita þeir orku í frástiginu.

Yfirbyggingin er úr léttu Flymesh efni sem veitir hámarks öndun og þægindi. Skórinn er einnig með Flywire reimakerfi sem faðmar fótinn og kemur í veg fyrir nuddsár og að fóturinn renni til í skónum.

Einnig er skórinn með mjög slitsterku og gripmiklu gúmmíi undir sólanum sem veitir aukið grip í bleytu og hálku og eykur endingu.

Pegasus er skór sem hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna og er góður í allar vegalengdir, allt frá stuttum sprettum og uppí lengri hlaup.

Nike-air-zoom-pegasus-34

Ég fékk mér ljósgráa með bleiku swoosh-i en um leið og ég sá þennan lit varð ég mega skotin í honum. Ég fæ mér yfirleitt bara svarta og hvíta skó þannig það var gaman að breyta aðeins til. Skórnir eru til í allskonar fallegum litum og mismunandi stærðum í H Verslun.

Þú getur fengið Pegasus 34 hér

4 vikna hlaupaplan

Fyrir áramót hannaði ég 4 vikna hlaupaplan sem inniheldur einmitt stuttar og snarpar hlaupaæfingar sem hægt er að taka á bretti eða úti. Ég er ennþá að bjóða upp á þetta plan og hvet ég þig endilega til að hafa samband ef þú hefur áhuga á slíku plani.

Indíana Nanna