Júní - skór mánaðarins

Aldís Ylfa

29. júní 2018

  • Converse1_1530307840302

Hæhæ og gleðilegt sumar, eða hvað? Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds skóm þennan mánuðinn en núna er það Converse, já Converse!!! Það eru allir komnir í Converse skó og ég er að dýrka það! Ég hef alltaf verið mikið fan af Converse skóm, alveg síðan að ég flutti heim frá Svíþjóð. Ég kynntist Converse tískunni 2009 þegar ég flutti til Svíþjóðar og fljótlega fannst mér ég þurfa að kaupa þessa skó. Á meðan ég bjó úti átti ég 4 liti, bæði háa og láa. Það gleður mig mikið að Converse sé að koma aftur svona sterkt inn hér á Íslandi. 

Skór mánaðarins... já það eru þessir klassísku. 

Mínir uppáhalds allra tíma, hinir klassísku converse skór, lágir hvítir, flottir við allt. Ég var að fá mér nýja fyrir í byrjun júní í H Verslun og hlakka mikið til að klæðast þeim. Þeir eru alls ekki dýrir og eru þægilegir. 

Converse1

Converse1_1530307840302

Converse

Núna er ég að vinna inni á daginn og er alltaf í strigaskóm og mikilvægt að vera í þægilegum skóm til að geta verið í allan daginn og þar eru Converse skórnir engin undantekning. 

Converse2

Ég hvet allavegana alla til þess að næla sér í Converse skó fyrir sumarið.. ég held þeir verði algjör hittari!!! 

Aldís Ylfa