Kókos prótein kúlur

Hildur Sif Hauks

14. maí 2018

Hæ elsku H Magasín lesendur. Í dag langaði mig að deila með ykkur nýrri uppskrift sem ég er mjög spennt fyrir! Kókos prótein kúlur - þær eru sykur- og glúteinlausar ásamt því að vera vegan. Ég ákvað að prufa mig áfram með upprunalegt uppáhalds döðlukúlu uppskrift að prófa setja prótein duft. Það heppnaðist mjög vel og elska að eiga svona kúlur inní frysti með kaffinu eða þegar mér langar í eitthvað sætt. 

Facetune_14-05-2018-18-40-56
Innihald:
Glútein lausir hafrar - 3 dl
Döðlur - 4 dl
Kókosmjöl
Plant Protein Complex Now - 1 dl (fæst inná H-Verslun)

Aðferð:
Öllu blandað saman í blender eða matvinnsluvél - ef blandan er of þurr bæta smá kókosmjólk við. Þessi frá Rebel er æði!


Facetune_14-05-2018-18-42-24
Facetune_14-05-2018-18-43-44
Kúlunum síðan rúllað uppúr kókosmjölinu og settar inní frysti. 

Facetune_14-05-2018-18-47-43_1526324126631
Uppskriftin bjó til átta kúlur - næst þegar ég geri þessar kúlur mun ég klárlega gera tvöfalda uppskrift! Það er í algjöru uppáhalds að borða þær með kaffinu ásamt kasjúhnetusmjöri eða hnetusmjöri <3 

Takk kærlega fyrir lesturinn og ef ykkur langar að fylgjast meira með mér þá er ég ofur dugleg á Instagram!

- Hildur Sif Hauks