Local x Indíana

Indíana Nanna

29. apríl 2018

Hollt og gott salat er alltaf gott fyrir líkama og sál. Ég var svo heppin að fá að setja saman salat mánaðarins fyrir Local í apríl. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni fyrir matargatið mig og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. 

Mig langaði til að sýna ykkur nokkrar myndir sem við tókum fyrir auglýsingaherferð í kringum þetta skemmtilega verkefni.

Salatið inniheldur:

  • Spínatgrunn,
  • grænmetisbuff,
  • feta ost,
  • sætar kartöflur,
  • melónur (NÝTT),
  • hummus (NÝTT),
  • fræblöndu.

Lítið salat kostar 1.690 en stórt er á 2.190.

Verð að viðurkenna að það er búið að vera svolítið fyndið að labba inná Local og sjá mynd af sér við afgreiðsluborðið! En þetta verkefni var hrikalega skemmtilegt og hentaði mér alveg afskaplega vel!

Indíana Nanna