Mjög góðir prótein boltar í millimál

Aldís Ylfa

5. júní 2018

Hversu gaman er að fá pakka? Það er loksins komið smá sumar og sólin er farin að láta sjá sig og þá fer fólk í smá gjafastuð!! Um daginn beið mín mjög sætur pakki þegar ég kom í H Verslun frá The Protein Ball Co. Í þessum fallega pakka voru protein boltarnir. Ég hef verið að smakka þessa bolta í nokkur skipti núna og er að fýla þá. Ég viðurkenni það alveg að það þarf að venjast þessu vel áður en þú ferð að kaupa þér þetta í hverri ferð út í búð. Það eru sex boltar í hverjum poka og það eru til fjögur mismunandi brögð. Mér finnst þetta frábært millimál og svo gott að eiga inn í skáp og grípa með sér ef maður er alltaf á ferðinni eins og ég. 

Protein1

Protein2

Ekkert smá fallegar pakkningar! Sammála? Alltaf svo gaman að fá falleg skilaboð í leiðinni líka :) 

Protein5

Protein6

Protein7

Protein9

Protein8

Efri röð: 

Vinstri - kókos og macadamía hnetur 

Hægri - Hnetusmjör (BESTUR) Mér finnst allt með hnetusmjöri mjög gott og þessir boltar eru enginn undartekning. Eini vandinn er að bróðir minn er með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum svo allt með hnetum er ekki mikið til á mínu heimili, en ég reyni að kaupa mér þetta þegar ég bara í vinnunni eða að fara að keppa eða eitthvað álíka. 

Neðri röð: 

Vinstri - Kirsuber og möndlur (Næst BESTUR) 

Hægri - Sítrónu og Pistasíu

Protein11

Ég mæli allavegana með því að þið kíkjið á þessa bolta og látið verða að því að smakka. Lofa að þið þurfið að venjast þessu en svo er þetta ómissandi í nestistöskuna.

Endilega haldið áfram að fylgjast með á Instagram  

Aldís Ylfa