New in: Converse Break Point

Hildur Sif Hauks

3. maí 2018

Hæ elsku H Magasín lesendur. Þegar ég keypti mér þessa skó var heldur betur vor veður og tími fyrir nýja sumarskó - nú þegar ég skrifa þetta er snjókoma. Held ég þurfi að bíða örlítið til að geta byrjað nota þessa Converse aðeins lengur en ég er nokkuð viss um að þeir verði mjög mikið notaðir í sumar. Ég held notað Converse skó í meira en 10 ár og ég fæ aldrei leið á þeim. Converse Break Point eru aðeins hlutlausari heldur en klassíska týpan og mun ég nota þá meira þegar ég er að fara eitthvað fínt - held þeir myndu smellpassa við til dæmis einhverja flotta dragt. 

IMG_6584-2
Ekkert betra en nýjir hvítir skór fyrir sumarið!


Þeir eru bara svo geggjað flottir

IMG_6582
Ég fékk mína í H Verslun - þeir fást hér!

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst <3
Ef þið viljið fylgjast eitthvað meira með mér er ég rosalega dugleg á Instagram!
- Hildur Sif Hauks