5. október 2018 : Karamellu kókos skyrterta

Hver elskar ekki góðan eftirrétt? Hér eru engin boð og bönn því þessi Kókos karamellu skyrterta er hollustu dásemd myndi ég segja. Oft langar manni í eitthvað sætt eftir matinn, með kaffinu eða bara gera sér glaðan dag með góðri sneið af skyrtertu þá er þessi tilvalin til að eiga í frysti.

Vildbjerg9

1. október 2018 : Uppáhalds æfingarnar mínar sem taka stuttan tíma.

Aldís Ylfa

Hæ kæru lesendur. Mér finnst rosalega gaman að hreyfa mig en mig langar líka að reyna að vera eins fljót og ég get með æfingarnar. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að dunda mér í ræktinni, ég vil helst drífa þetta af og keyra púlsinn vel upp. Mínar uppáhalds æfingar til þess að gera í ræktinni eru stuttar og reyna vel á þolið í leiðinni. Ég er ekki með neina menntun í að gera æfingar en mér finnst bara gaman að púsla saman því sem mér finnst skemmtilegt. Ég fæ margar góðar hugmyndir frá þjálfurum sem ég hef verið hjá og finnst gaman að setja saman mitt eigið.  Þetta eru tvær æfingar sem taka 30 mín og 20 mín.  

25. september 2018 : Æfingar á ferðalögum

Hreyfing á nýjum stöðum, aðstæðum og umhverfi gerir æfinguna enn skemmtilegri. Ég hef ferðast mikið í sumar á staði sem ég þekki vel og sem ég hef aldrei farið á. Dagleg hreyfing skiptir mig miklu máli, mér líður betur andlega og líkamlega hvað þá eftir langt flug og mikinn tímamismun þá hressir æfing mig alltaf við. 

15. ágúst 2018 : Heimsins besti prótein smoothie

Hildur Sif Hauks

Heimsins besti prótein smoothie? Allavena að mínu mati! Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei fýlað að drekka prótein. Aldrei fundið neitt prótein gott á bragðið og áferðin ekki góð. Það var ekki fyrr en ég smakkaði Now Plant Protein Complex í bragðinu Chocolate Mocha. Ef þið eruð eitthvað eins og ég og hafið ekki verið á prótein vagninum þá mæli ég innilega með því að prófa þetta prótein. 

Vildbjerg3

7. ágúst 2018 : Mín versló

Aldís Ylfa

Hæ kæru lesendur! Ég var að koma heim úr frábæri ferð í Danmörku með 25 fótboltastelpum úr 3.flokki kvenna íA. Þær voru að keppa á Vildbjerg cup og ég var svo heppinn að fá að koma með sem farastjóri. Við fórum á mánudegi og komum heim á frídegi verslunarmanna þannig ég eyddi minni versló í DK í 27°+ hita, án grins geggjað! Vildbjerg Cup er eitt af stærstu fótboltamótum í Evrópu en þetta mót er fyrir stráka og stelpur frá 9 ára til 18 aldri. Við mættum rétt fyrir mót og náðum að versla og fara í Djur Sommerland áður en mótið byrjaði. 

31. júlí 2018 : Mitt uppáhalds holla ''snakk''

Hæhæ! Mörg okkar eru oft í vandræðum hvað okkur langar til að hafa til hliðar á kvöldin til að snarla á eða fá okkur yfir sjónvarpsþættinum jafnvel sem snarl í töskuna í vinnnuna. Ég er komin með mitt uppáhalds ''snakk'' sem ég á erfitt með að hætta borða þegar ég byrja, góða við það að það er hollt og alls ekki slæmt ''snakk''! 

23. júlí 2018 : Stutt stopp í Boston

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag er ég stödd uppí sófa heima hjá mér í mikilli þreytu eftir smá vinnutörn og ákvað að skrifa eina færslu hérna inná um stutta stoppið mitt í Boston í síðustu viku. 

Img_9180

11. júlí 2018 : Kjóll og sneakers

Aldís Ylfa

Hæhæ kæru vinir! Því miður er lítið sumar í gangi á Íslandi núna en það stoppar engan til þess að klæða sig í kjól og sneakers. Um daginn fór ég í afmæli til vinkonu minnar og var ekki í stuði til þess að vera í hælaskóm. Ég fann þennan fallega gula kjól í Galleri 17 og fannst hvítir snearks passa ekkert smá vel við. Ég ákvað einnig að "poppa" lookið upp og fara í hvíta sport nike sokka við og það kom ekkert smá vel út.

Neostrata_campaign52444

30. júní 2018 : Rakabombur: Þrjár uppáhalds húðvörur á meðgöngunni

Indíana Nanna

Góð húðumhirða er eitthvað sem þarf alltaf að huga að en kannski smá extra á meðgöngu. Ég (Indíana) allavegana vildi huga vel að húðinni alveg frá byrjun meðgöngunnar og næra hana vel.

,,Á meðgöngu myndar kvenlíkami meðgönguhormón sem mýkja liðbönd í mjaðmagrindinni svo að hún gefi betur eftir við fæðingu. En þau mýkja líka þræði í húðinni og gera húðslit líklegra. Fyrir utan meðgöngu kemur húðslit helst fram við hraða þyngdaraukningu fólks, hjá vaxtarræktarfólki og vegna vaxtarkippa á kynþroskaskeiði, þar sem sjö af hverjum tíu stelpum fá húðslit en fjórir af hverjum tíu strákum.''

Tekið af Vísindavefnum

Converse1_1530307840302

29. júní 2018 : Júní - skór mánaðarins

Aldís Ylfa

Hæhæ og gleðilegt sumar, eða hvað? Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds skóm þennan mánuðinn en núna er það Converse, já Converse!!! Það eru allir komnir í Converse skó og ég er að dýrka það! Ég hef alltaf verið mikið fan af Converse skóm, alveg síðan að ég flutti heim frá Svíþjóð. Ég kynntist Converse tískunni 2009 þegar ég flutti til Svíþjóðar og fljótlega fannst mér ég þurfa að kaupa þessa skó. Á meðan ég bjó úti átti ég 4 liti, bæði háa og láa. Það gleður mig mikið að Converse sé að koma aftur svona sterkt inn hér á Íslandi. 

Síða 2 af 24