Salthnetu og karamellu hafraklattar

2. maí 2018

Hafraklattar með salthnetu og karamellu sem eru sykur og glúteinlausir, tilvalið millimál fyrir daginn. Hver kannast ekki við að vera í vandræðum með millimál, snögga orku fyrir eða eftir æfingu? Þessir hafraklattar bjarga mér sem millimál, á ferðinni í töskunni eða skjótfeng orka ef ég vil ekki vera fá mér of þungt í magann fyrir æfingu. Tilvalið að setja í nestis töskuna hjá krökkunum, holl og góð næring fyrir alla.

Ég gerði tvær útgáfur af hafraklöttunum. Tegund 1 er með salt pekanhentum, sesamfræjum og karamellu. Tegund 2 er með hnetum, kókos, vanillu steviu og bláberja sultunni frá Good Good brand. Báðir klattarnir smökkuðust mjög vel. Báðar tegundirnar eru það bragðgóðar að það þarf ekki að smyrja neinu á þær.

Tegund 1: Karamellu hafraklattar með pekanhnetum

- 3 dl hafrar
- 1 egg 
- 2 dl möndlumjólk
- 6-8 dropar af Toffee karamellu steviu eftir smekk
- 1 dl sólblómafræ
- 1/2 dl sesamfræ
- 2 dl pekanhnetur gróft saxaðar
- Salt eftir smekk 

Tegund 2: Bláberja hafraklattar með vanillu og kókos

- 3 dl hafrar
- 1 egg 
- 1 dl möndlumjólk
- 1 msk bláberja sulta frá Good Good brand
- 2 dl kasjúhnetur og pekanhentur 
- 6-8 dropar af vanillu steviu eftir smekk
- 1/2 kókosmjöl 
- Salt eftir smekk 

Sama á við um báðar tegundirnar - Öllu blandað vel saman í skál, hneturnar gróflega saxaðar. Ef blandan er of þykk þá má bæta örlítið af möndlumjólk við og sömuleiðis ef blandan er of þunn bæta þá meira af höfrum við. Gott er að strá smá kókos eða sesamfræjum yfir bollurnar. 

Hver bolla er sirka 1msk. Setja á smjörpappír svo auðveldara er að taka þær upp. Inn í ofn á 200 gráður í 20-30 mín þar til þær brúnast vel á toppnum. 

Unnamed-7_1525276929772

Unnamed-9_1525276989373

Hráefnin sem ég notast við í hafraklattana eru frá Himneskri hollustu. 

Screen-Shot-2018-05-02-at-15.40.38Screen-Shot-2018-05-02-at-15.39.32Screen-Shot-2018-05-02-at-15.39.14

Njótið vel
Karitas Óskars