Svartir veggir & heimilispælingar.

Katrín Kristinsdóttir

25. desember 2017

  • Eldhuseftir_1514229908236

Heimilið er staðurinn þar sem flestir kunna að eyða flestum stundum sínum og skiptir það því miklu máli að manni líði vel heima hjá sér, sé ánægður með heimilið sitt og reyni að gera það að sínu. Nú erum ég og kærasti minn í miðjum flutningum og ætla ég að sýna ykkur aðeins frá íbúðinni og hvaða pælingar við erum með. Við máluðum nýlega hjá okkur og tókum við þetta bara alla leið þegar við máluðum alla stofuna og eldhúsið svart. 

Svartir veggir

Við prófuðum nokkra liti gráan, mjög dökkan og svo svartan. Við sáum alveg klárlega strax að við vildum hafa íbúðina svarta eftir að hafa skoðað myndir af öðrum íbúðum í þeim stíl sem við fýlum og líka eftir að hafa prófað litina á veggnum sjálf.

IMG_0385

Mala

Gangurfyrir

Gangureftir

Eldhusfyrir

Eldhuseftir_1514229908236

Það er kannski ekki alveg að marka myndirnar að fullu þar sem við erum ekki komin með nein gólfefni né lista en ég ætla að sýna ykkur það sem er búið að vera að heilla mig mjög mikið. Mig langar að hafa svolítið rustic parket og setja svo hvíta há lista til þess að ramma svartalitinn svolítið inn. Svo er ég líka að skoða loftlista og held það kæmi mjög vel út að hafa þá líka hvíta.

H1

H6

H9

H3

H7

H10

H2

H4

H8

H5

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með öllu, þangað til næst.

Katrín Kristinsdóttir