Nikegalli1-aldis

9. október 2018 : Nýr galli frá NIKE

Aldís Ylfa

Hæ elsku lesendur! Núna er komið svolítið haustveður úti og rútínan hefur komist í gang aftur. Ég fór í H Verslun fyrir stuttu síðan og nældi mér í nýjan galla frá Nike. Ég er mikið að fýla að vera í galla, semsagt sama lit af buxum og peysu og þessi féll alveg fyrir augað. Þetta er vinsælu Tech fleece buxurnar og peysa í stíl. Gallinn er til í þremur litum, svartur, grár og gulur. Peysan er einnig Tech fleece. 

Vildbjerg9

1. október 2018 : Uppáhalds æfingarnar mínar sem taka stuttan tíma.

Aldís Ylfa

Hæ kæru lesendur. Mér finnst rosalega gaman að hreyfa mig en mig langar líka að reyna að vera eins fljót og ég get með æfingarnar. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að dunda mér í ræktinni, ég vil helst drífa þetta af og keyra púlsinn vel upp. Mínar uppáhalds æfingar til þess að gera í ræktinni eru stuttar og reyna vel á þolið í leiðinni. Ég er ekki með neina menntun í að gera æfingar en mér finnst bara gaman að púsla saman því sem mér finnst skemmtilegt. Ég fæ margar góðar hugmyndir frá þjálfurum sem ég hef verið hjá og finnst gaman að setja saman mitt eigið.  Þetta eru tvær æfingar sem taka 30 mín og 20 mín.  

Vildbjerg3

7. ágúst 2018 : Mín versló

Aldís Ylfa

Hæ kæru lesendur! Ég var að koma heim úr frábæri ferð í Danmörku með 25 fótboltastelpum úr 3.flokki kvenna íA. Þær voru að keppa á Vildbjerg cup og ég var svo heppinn að fá að koma með sem farastjóri. Við fórum á mánudegi og komum heim á frídegi verslunarmanna þannig ég eyddi minni versló í DK í 27°+ hita, án grins geggjað! Vildbjerg Cup er eitt af stærstu fótboltamótum í Evrópu en þetta mót er fyrir stráka og stelpur frá 9 ára til 18 aldri. Við mættum rétt fyrir mót og náðum að versla og fara í Djur Sommerland áður en mótið byrjaði. 

Img_9180

11. júlí 2018 : Kjóll og sneakers

Aldís Ylfa

Hæhæ kæru vinir! Því miður er lítið sumar í gangi á Íslandi núna en það stoppar engan til þess að klæða sig í kjól og sneakers. Um daginn fór ég í afmæli til vinkonu minnar og var ekki í stuði til þess að vera í hælaskóm. Ég fann þennan fallega gula kjól í Galleri 17 og fannst hvítir snearks passa ekkert smá vel við. Ég ákvað einnig að "poppa" lookið upp og fara í hvíta sport nike sokka við og það kom ekkert smá vel út.

Converse1_1530307840302

29. júní 2018 : Júní - skór mánaðarins

Aldís Ylfa

Hæhæ og gleðilegt sumar, eða hvað? Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds skóm þennan mánuðinn en núna er það Converse, já Converse!!! Það eru allir komnir í Converse skó og ég er að dýrka það! Ég hef alltaf verið mikið fan af Converse skóm, alveg síðan að ég flutti heim frá Svíþjóð. Ég kynntist Converse tískunni 2009 þegar ég flutti til Svíþjóðar og fljótlega fannst mér ég þurfa að kaupa þessa skó. Á meðan ég bjó úti átti ég 4 liti, bæði háa og láa. Það gleður mig mikið að Converse sé að koma aftur svona sterkt inn hér á Íslandi. 

5. júní 2018 : Mjög góðir prótein boltar í millimál

Aldís Ylfa

Hversu gaman er að fá pakka? Það er loksins komið smá sumar og sólin er farin að láta sjá sig og þá fer fólk í smá gjafastuð!! Um daginn beið mín mjög sætur pakki þegar ég kom í H Verslun frá The Protein Ball Co. Í þessum fallega pakka voru protein boltarnir. Ég hef verið að smakka þessa bolta í nokkur skipti núna og er að fýla þá. Ég viðurkenni það alveg að það þarf að venjast þessu vel áður en þú ferð að kaupa þér þetta í hverri ferð út í búð. Það eru sex boltar í hverjum poka og það eru til fjögur mismunandi brögð. Mér finnst þetta frábært millimál og svo gott að eiga inn í skáp og grípa með sér ef maður er alltaf á ferðinni eins og ég. 

Screen-shot-2018-05-15-at-21.38.29

15. maí 2018 : Bikini frá Nike

Aldís Ylfa

Hugsunin um að sumarið sé rétt handan við hornið er geggjað, loksins!! Ég er miklu meiri sumarmanneskja  heldur en vetrarmanneskja, sumarið er svo heillandi tími. Á sumrin er létt yfir öllum og fólk er fáklætt og í góðu skapi, þannig á það að vera. Í mars kom sending í H Verslun frá Nike, bikiní, já Nike bikiní. Núna er bókstaflega hægt að ganga í öllu Nike, frá toppi til táar sem okkur finnst nú alls ekki leiðinlegt, enda er Nike vörurnar mjög þæginlegar og fallegar :) Ég hef mikinn áhuga á því að kaupa mér bikiní og á margar týpur og gerðir.  Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort að ég ætti að fá mér eitt stykki bikiní frá Nike og ég er ennþá að hugsa málin en ég held að ég fari og slái til. 

Buxur10

6. maí 2018 : Mínar uppáhalds sprettæfingar

Aldís Ylfa

Hvað er skemmtilegra en að taka góða sprettæfingu? Þegar það er off season í fótboltanum eða langt í leik finnst mér mjög gaman að taka spretti en ég geri það eiginlega alltaf þegar ég fer að lyfta en þá eru sprettirnir kannski í styttri kantinum. Ég er dugleg að búa mér til æfingabanka, sama hvort það er lyftingaæfing eða sprettir. Mér finnst það hentugt og hef ég verið dugleg að bæta í safnið síðustu ár. Í þessum æfingabanka eru t.d sprettæfingarnar úr hlaupa programminu frá Indí, sem mér finnst alveg frábært og mæli með. Þá byggi ég einnig margar æfingar á efni af netinu eða eða efni sem ég sankað að mér frá öðrum þjálfurum í fótboltanum.

Buxur6

24. apríl 2018 : Nýju æfinga- og hlaupabuxurnar frá NIKE

Aldís Ylfa

Hæ kæru lesendur! Eins og ég sagði ykkur frá inn á H Magasín instagram story fyrir nokkrum vikum síðan þá fór ég í H Verslun til að versla mér nýjar æfingabuxur. Ég kom reyndar heim með tvær æfingabuxur og eitt par af hlaupabuxum. Ég var mjög spennt að prófa og ætlaði síðan að tala aðeins um þessar buxur þegar ég væri búin að prófa þær nógu mikið til þess að geta sagt ykkur frá minni reynslu af þeim. 

Screen-Shot-2018-04-09-at-20.48.02

9. apríl 2018 : Nike óskalisti Aldísar

Hæ kæru lesendur, langt síðan síðast! Eins og þið eflaust vitið þá finnst mér rosalega gaman að skoða föt á netinu og búa mér til óskalista. Maður má alltaf láta sig dreyma og það er alltaf gott að hafa smá óskalista. Mér finnst fátt skemmtilegra en að kaupa mér fallegar og góðar flíkur sem mér finnst þægilegt að vera í. Eins og það hefur marg oft komið fram þá elska ég NIKE vörurnar. Flíkurnar frá þeim eru bæði fallegar og vel gerðar. Það er alltaf hægt að bæta við ræktarfötum eða kosý fötum í safnið. Í síðustu viku fór ég inn á H Verslun og Nike.com og skoðaði og bjó mér til lítinn óskalista sem mig langar að deila með ykkur! 

Síða 1 af 4