Mosssett2

18. mars 2018 : Moss sett

Aldís Ylfa

Hæhæ kæru lesendur. Í desember deildi ég með ykkur jólagjafalista en á þessum lista var sett frá Moss Olga, flauels sett sem var til í Galleri 17 í bæði kóngabláu og svörtu. Þetta sett var einmitt á mínum óskalista fyrir jólin og fékk ég svarta settið í jólagjöf frá kærastanum mínum. Ég viðurkenni það að ég hef ekki verið nógu dugleg að nota það saman, en ég hef notað peysuna sér og buxurnar sér. Loksins ákvað ég að fara í settinu í afmæli til Guðnýjar vinkonu minnar á föstudagskvöldið. 

Hugmynd1

13. mars 2018 : Fataskápurinn á morgnana

Aldís Ylfa

Hver hefur ekki lent í því að standa fyrir framan fataskápinn og hafa ekki hugmynd um í hverju maður vill fara í skólann eða vinnu. Ég hef alltof oft lent í því og ég veit ekki um neitt meira pirrandi en þegar maður mátar fleiri og fleiri flíkur. Fataval skiptir mig miklu máli og ég er oft í stuði fyrir að klæða mig fínt en stundum er ég bara í hettupeysu eða kósý buxum. Það er hægt að gera allar flíkur flottar, bara ef maður hefur sjálfsöryggi til þess að fara út fyrir rammann og prófa nýjar samsetningar. 

Fatnadur18

2. mars 2018 : Æfingarútína og æfingafatnaður

Aldís Ylfa

Hreyfing er mér mjög mikilvæg. Ég hef alla ævi verið mjög orkumikil og orkan mín nýtist mest í íþróttir. Ég hef kannski sagt það áður en ég æfði bæði fótbolta og fimleika í mörg ár og verð ég að viðurkenna það að þessar tvær íþróttir eru frábærar saman. Ég hvet allar mínar fótboltastelpur til þess að hoppa eins mikið og þær geta á trampólínunum sínum á sumrin eða skella sér í fimleika. Ég gat æft báðar íþróttirnar af krafti í u.þ.b 11 ár en síðan valdi ég fótboltan framyfir fimleikana, einfaldlega út af aðstöðuleysi upp á skaga. 

23. febrúar 2018 : Bronzing Gel

Aldís Ylfa

Hæ kæru lesendur. Ég ætla aðeins að segja ykkur frá mínu uppáhaldi í snyrtitöskunni. Ég kynntist þessu kremi fyrir rúmu ári síðan og hef átt u.þ.b 4 túpur af þessu síðan. Margir hafa heyrt af þessu, en bronzing gelið frá Sensai gerir algjört kraftaverk. Ég nota það alltaf, þá meina ég alltaf. Ég blanda því ofaní meik þegar ég er að fara eitthvað fínt en síðan nota ég það bara eitt og sér þegar ég er bara að fara í skólan. Kremið fæst í helstu snyrtivöruverslunum Hagkaups og einnig í fríhöfninni. 

Sunaldis8

18. febrúar 2018 : Sunnudagur til sælu

Aldís Ylfa

Hvenær ætlar að hætta að snjóa? - var mín fyrsta hugsun í morgun. Það má nú alveg fara að hætta að snjóa, þetta er komið gott! Ég átti reyndar frábæran sunnudag því ég tók þátt í viðburði hjá stelpunum í RVKfit í hádeginu í dag, sem haldið var í World Class í Kringlunni. Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt og brjóta upp æfingamynstrið sem ég er í.

6959a2e219e4efc4fe73bc50463e6aa2

6. febrúar 2018 : Nike skór á óskalistanum

Aldís Ylfa

Hverjum langar ekki í nýja skó? Ég heillast alltaf af flottum skóm og finnst rosalega gaman að skoða skó á netinu.  Ég er dugleg að fara inn á Pinterest og skoða outfitt með skóm, ef það lookar vel þá er ekkert annað í stöðunni en að kaupa skóna. Ég geng mikið í Nike skóm, því mér finnst þeir passa við allt og skemmir alls ekki fyrir hvað þeir eru þægilegir og fallegir á fæti.  Ég á þó marga skó, en það er alltaf hægt að bæta í safnið. Ég ákvað að velja mér 4 pör af skóm sem mig er búið að langa lengi í og langar að sýna ykkur.  

Lau9_1517151959600

28. janúar 2018 : Laugardagurinn 27.janúar

Aldís Ylfa

Helgin var góð. Ég var í helgarfríi í fótboltanum og það var lítið sem ekkert að læra svo ég ákvað að njóta þess og gera eitthvað skemmtilegt. Ég fór á Blackbox pizza í fyrsta skipti á föstudagskvöldinu með vinum mínum og þessi staður lofar mjög góðu. Það var mjög mikið að gera en þjónustan var til fyrirmyndar og pizzurnar voru æði! Laugardagurinn var mjög rólegur, Steinar var að spila um morguninn og bróðir minn seinna um daginn hér heima. Um kvöldið hittumst við vinkonurnar í saumó í Reykjavík sem var mjög gaman. Ég ætla að sýna ykkur í máli og myndum hvernig laugardagurinn var. 

Planner8

21. janúar 2018 : Personal Planner

Aldís Ylfa

Hvað er skemmtilegra en fallegar dagbækur? Í síðustu færslunni minni varðandi skipulag nefndi ég dagbókina Personal Planner. Ég fékk margar spurningar varðandi hvar ég panta og hvernig það virkar. Ég ætla að fara í grófum dráttum yfir það með ykkur. Ég er dagbókasjúk, við vinkonurnar vorum duglegar að kaupa okkur dagbækur í fjölbraut og áttum marga liti til að skreyta hana og dunduðum okkur við þetta þegar það var eitthvað leiðinlegt í gangi í tíma. Eftir það hef ég alltaf keypt mér dagbók og verið dugleg að skrifa í hana. Mér finnst þetta algjört möst, sértaklega þegar þú ert í skóla og þarft að hafa hlutina 100% á hreinu.

Markmid1

10. janúar 2018 : Hvernig á að setja sér markmið?

Aldís Ylfa

Hvernig set ég mér markmið og reyni að fara eftir þeim? Vika liðin af nýju ári og núna eru allir að setja sér markmið fyrir komandi ár. Sumir setja sér markmið og eiga erfitt með að fara eftir þeim eða jafnvel gleyma þeim. Algengt er að fólk setur sér markmið sem eru ekki raunveruleg eða mælanleg. Ég set mér ekki mörg langtíma markmið, finnst skemmtilegra að lifa í núinu og leyfa hlutunum að gerast. Mér finnst miklu betra að setja mér raunhæf markmið sem ég keppist frekar við að ná. Fyrir mér er t.d langtíma markmið að ná yfir 8 í öllum fögum í skólanum. Einfalt og ágætlega raunhæft markmið. Ég ætla að fara yfir nokkur atriði hvernig mér finnst best að setja mér markmið og hvað ég geri til þess að reyna mitt besta að ná þeim. 

Krosk14

21. desember 2017 : KrÓsk í jólapakkann

Aldís Ylfa

HÆ. Mig langar að segja ykkur frá myndatökunni sem ég fór í síðasta þriðjudag. Kristín Ósk var samstarfsfélaginn minn hjá ÍA í mörg ár jafnframt því að vera frábær fatahönnuður.  Fatalínan hennar heitir KrÓsk. Hún spurði mig í sumar hvort ég hefði áhuga á að koma í myndatöku fyrir nýju línuna hennar og voru teknar flottar myndir í sumar. Núna síðasta þriðjudag fór ég síðan aftur og núna í mjög kalda myndatöku með henni. Myndirnar voru tekna í og við Sementsverksmiðjuna á Akranes, frábært myndefni þar á ferð. Ég verð bara að fá að deila myndinum og flíkunum með ykkur. Ég veit það er stutt í jólin og um margt að hugsa en hér eru allavega nokkrar hugmyndir frá þessari hæfileikaríku konu.

Síða 2 af 4