26. febrúar 2019 : Útskriftin mín

Hildur Sif Hauks

Hæhæ! Í þessari færslu langar mig að deila með ykkur myndum frá útskriftinni minni. Síðastliðinn laugardag útskrifaðist ég frá Háskóla Íslands með B.S. Sálfræðigráðu. Ég kláraði gráðuna á 2 og hálfu ári þar sem ég byrjaði háskólaferilinn minn í Florida. Ég kláraði ár við Florida Atlantic University sem var æðisleg upplifun, og fékk það metið inn í námið mitt hérna heima. Ég bauð vinum og fjöldskyldu í veislu hjá mömmu og pabba. Það var gríðalega gaman að fagna þessum áfanga með mínum bestu og er þvílíkt þakklát fyrir mitt fólk <3

0-01-2018-18-07-27

31. janúar 2019 : Kíktu með mér í H Verslun

Hildur Sif Hauks

H Verslun er líklega sú búð sem ég kíki oftast í hér á Íslandi. Það verður bara að viðurkennast að það er bara svo miklu skemmtilegra að fara í ræktina í nýjum ræktarfötum. H Verslun er alltaf með gríðalega mikið úrval af nýjum vörum og alltaf mjög mikið að velja um. Í samstarfi við þau valdi ég mér ný ræktarföt fyrir 2018. 

5. janúar 2019 : Snapshots 2017

Hildur Sif Hauks

Hér í þessari bloggfærslu ætla ég að sýna frá helsta sem fór fram árið 2017 hjá mér. Árið einkenndist af nýjum tækifærum í vinnu, góðum stundum með mínum nánustu og það sem stóð helst uppúr var að klára BSc námið mitt í sálfræði og íbúðarkaup. Þegar ég lít til baka er ég svo gríðalega þakklát fyrir fólkið sem ég er svo heppin að umkringja mig með og þau forréttindi að fá að gera það sem ég er að gera í lífinu.

15. ágúst 2018 : Heimsins besti prótein smoothie

Hildur Sif Hauks

Heimsins besti prótein smoothie? Allavena að mínu mati! Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei fýlað að drekka prótein. Aldrei fundið neitt prótein gott á bragðið og áferðin ekki góð. Það var ekki fyrr en ég smakkaði Now Plant Protein Complex í bragðinu Chocolate Mocha. Ef þið eruð eitthvað eins og ég og hafið ekki verið á prótein vagninum þá mæli ég innilega með því að prófa þetta prótein. 

23. júlí 2018 : Stutt stopp í Boston

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag er ég stödd uppí sófa heima hjá mér í mikilli þreytu eftir smá vinnutörn og ákvað að skrifa eina færslu hérna inná um stutta stoppið mitt í Boston í síðustu viku. 

26. júní 2018 : Uppáhalds heilsuvörur

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag langar mig að deila með ykkur mínum uppáhalds heilsuvörum. Þessar vörur hafa allar verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðustu mánuði og á ég þær alltaf til í eldhúsinu mínu. 

30. maí 2018 : Maskari og Eyeliner frá Inika

Hildur Sif Hauksdóttir

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag langar mér að deila með ykkur mínu uppáhalds combói þessa stundina. Vegan Long Lash maskarinn frá Inika og Liquid Eye Liner einnig frá Inika. Báðar vörurnar eru lífrænar, vegan og ekki prófaðar á dýrum sem skiptir mig miklu máli. Gaman að segja frá því að maskarinn vann Glamour verðlaun fyrir besta maskarann og stendur hann svoleiðis fyrir því! 

14. maí 2018 : Kókos prótein kúlur

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur. Í dag langaði mig að deila með ykkur nýrri uppskrift sem ég er mjög spennt fyrir! Kókos prótein kúlur - þær eru sykur- og glúteinlausar ásamt því að vera vegan. Ég ákvað að prufa mig áfram með upprunalegt uppáhalds döðlukúlu uppskrift að prófa setja prótein duft. Það heppnaðist mjög vel og elska að eiga svona kúlur inní frysti með kaffinu eða þegar mér langar í eitthvað sætt. 

3. maí 2018 : New in: Converse Break Point

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur. Þegar ég keypti mér þessa skó var heldur betur vor veður og tími fyrir nýja sumarskó - nú þegar ég skrifa þetta er snjókoma. Held ég þurfi að bíða örlítið til að geta byrjað nota þessa Converse aðeins lengur en ég er nokkuð viss um að þeir verði mjög mikið notaðir í sumar. Ég held notað Converse skó í meira en 10 ár og ég fæ aldrei leið á þeim. Converse Break Point eru aðeins hlutlausari heldur en klassíska týpan og mun ég nota þá meira þegar ég er að fara eitthvað fínt - held þeir myndu smellpassa við til dæmis einhverja flotta dragt. 

23. apríl 2018 : Af Hverju Good Good Sultur?

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag langaði mig að deila með ykkur skemmtilegum punktum um Good Good sulturnar sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær innihalda einungis náttúruleg sætuefni og mun lægri í hitaeiningum og sykri heldur en venjulegar sultur. Það getur verið ruglandi að lesa á vörur og sjá "no added sugars" eða "enginn viðbættur sykur". Mikilvægt er að skoða aftan á vöruna til að sjá innihaldslýsinguna og skoða þar sykurmagn og hver eru helstu innihaldsefnin. 

Síða 1 af 5