2. apríl 2018 : Páska laugardagur

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur. Síðasta laugardag átti ég æðislegan dag með vinkonu minni niðrí bæ. Við fórum á vinsælasta brunch stað landsins Snaps. Við deildum avocado Toast, pönnukökum og frönskum. Kíktum í búðir og röltum í miðbænum í geggjuðu vorveðri.  Einnig vildi ég deila með ykkur mínu dressi þann daginn. Þetta páskafrí er búið að vera svo rosalega ljúft - fyrsta páskafrí í langan tíma sem ég er ekki að læra undir lokapróf og það er bara geggjað! 

28. mars 2018 : Rawnola Bowl

Hildur Sif Hauksd

Hæ elsku H Magasín lesendur! Í dag langar mig að deila með ykkur nýju uppáhaldi. Það er Rawnola (finnur uppskrift hér) sem er hollari útgáfa af granola eða múslí með einhverskonar jógúrti, berjum og jarðaberjasultu frá Good Good Brand.  Algjör snilld sem millimál en ég hef einnig verið að fá mér þetta í hádegismat. 

25. mars 2018 : Wish List

Hildur Sif Hauks

Hæ elsku H Magasín lesendur - í dag ætla ég að deila með ykkur mínum Wish List. Eins og ég hef aðeins komið að þá hef ég verið að eyða öllum mínum stundum á námskeiði og ekki haft mikinn frítíma. En nú fer sá tími að ljúka og mun ég vera mun duglegri hérna inná að búa til vandaðar færslur ásamt því að byrja deila meira með uppskriftum og þess háttar! 

14. mars 2018 : Hendrikka Waage

Hildur Sif Hauks

Hendrikka Waage skartgripir hafa lengi verið einir af mínum uppáhalds. Alveg frá því á fermingaraldri þegar ég fékk minn fyrsta hring frá henni hef ég elskað hönnunina og merkið. Hendrikka Waage er skartgripahönnuður, barnabókahöfundur og heimsborgari -  skartgripa línan hennar er seld víðsvegar um heiminn og hefur verið fjallað um hana í tískutímaritum líkt og Vogue, Baazar, Elle og fleiri. 

7. mars 2018 : Good Good Súkkulaði Pizza

Hildur Sif Hauks

Hæhæ! Síðustu helgi ákvað ég að skella í svokallaða "nutella" pizzu sem er svo vinsæl hér á landi. Ég ákvað þó að nota frekar Choco Hazel spread frá Good Good Brand í stað þess að nota Nutella. Þar sem Choco Hazel spread er sykurlaust er það klárlega hollari kosturinn. Pizzan kom rosalega vel út og besta við hana er hversu stuttan tíma hún tekur! 

5. mars 2018 : Minn mánudagur

Hildur Sif Hauks

Hæhæ! Dagurinn í dag er búin að vera þvílíkt góður. Byrjaði á því að sofa aðeins lengur en venjulega þar sem ég var á fullu á námskeiði alla helgina. Fór á MGT æfingu í World Class Laugum 10.30, rosalega sveitt æfing! Fór síðan í hádegis mat með Bergsveini á Gló í miðbænum. Gleður mig mjög mikið að villisveppasúpan sé komin aftur á Gló - hún er svo geðveikt góð! Ákváðum síðan að smella nokkrum myndum í góða veðrinu - eða gluggaveðrinu þar sem það er ííískalt úti! Nú sit ég á Te og Kaffi í Hamraborg og er að skrifa þessa færslu. Frekar góð byrjun á vikunni! 

22. febrúar 2018 : Útskriftarskór

Hildur Sif Hauks

Hæhæ! Það er stór helgi framundan hjá mér þar sem ég er að fara útskrifast úr Háskóla Íslands með sálfræði BS gráðu. Vikan hefur farið í undirbúning og er allt að smella saman fyrir stóra daginn! Ég mun halda veisluna heima hjá mömmu og pabba og verð með smá partý og skemmtilegheit. Ég sýndi frá útskriftarkjólnum í fyrri færslu sem þið getið kíkt á hér en var ekki búin að deila með ykkur útskriftaskónnum. Ég keypti þá í London í nóvember og hafa þeir verið ósnertir inní skáp síðan þá. Er svo gríðalega spennt að nota þá á laugardaginn! 

15. febrúar 2018 : Outfit dagsins - 15.2.18

Hildur Sif Hauks

Hæhæ! Í dag ætla ég að deila með ykkur outfitti dagsins. Það var loksins bjartur og fallegur dagur hér í Reykjavík eftir langa törn af snjóstormum. Ég byrjaði daginn á því að fara á fund í miðbænum og er núna stödd á kaffihúsinu í Perlunni. Ekkert smá skemmtilegur staður með geggjuðu útsýni. 

12. febrúar 2018 : Æfingarútínan mín

Hildur Sif Hauks

Hæhæ! Í dag langar mig að deila með ykkur minni æfingarútínu. Ég ákvað að breyta aðeins til á nýju ári og prófa eitthvað nýtt. Eftir erfið meiðsli tók við langur tími þar sem ég hafði rosa lítinn áhuga á hreyfingu fyrir utan hlaup og var það nánast eina hreyfingin sem ég stundaði. Í janúar byrjaði ég í MGT þjálfun í World Class hjá Birki Vagn - viðurkenni var smá smeyk við að byrja því ég hafði heyrt að þetta væru rosalega erfiðar æfingar en mér líkar rosa vel við! Mjög fjölbreytilegar æfingar og einnig erfið hlaup - algjör snilld! 

4. febrúar 2018 : Uppáhalds - Instagram

Hildur Sif Hauks

Hæhæ elsku! Ég átti æðislega helgi með mínu fólki. Var að aðstoða systir mína og kærastan hennar í verkefni í tengslum við fyrirtækið þeirra Soccer and Education! Náði loksins að fara í ræktina yfir helgina þar sem allur janúar mánuður fór í að sitja námskeið. Fór út að borða í gær á Sæta Svínið og í kokteila á Bryggjunni Brugghús - algjör snilld! Enda síðan þessi geggjuðu helgi á því að horfa á Super Bowl með uppáhalds fólkinu mínu. En vildi deila með ykkur uppáhalds Instagrömmurunum mínum - vonandi gefur það ykkur smá pepp inní vikuna! Njótið vel! 

Síða 2 af 5