MexikanskarSaetarIndiana

22. október 2018 : Mexíkanskar sætar kartöflur

Indíana Nanna

Heimagerður matur er alltaf bestur að mínu mati. Að búa eitthvað til frá grunni í eldhúsinu virkar eins og hugleiðsla fyrir mig. Ég elska að hafa Netflix, tónlist eða podcast í gangi á meðan ég dúlla mér.

Ég hafði oft séð myndir af fylltum, sætum kartöflum en aldrei prufað að gera þær sjálf. Þegar ég elda eða baka þá fylgi ég nánast aldrei uppskrift heldur skoða ég nokkrar ólíkar uppskriftir, bæði vegan og ekki vegan, og útfæri síðan réttinn á minn hátt. Það fer eftir því hvað ég á hverju sinni hvernig rétturinn kemur út. Stundum heppnast það mjög vel og stundum ekki, en þá læri ég af því og prófa eitthvað ólíkt næst.

Þessi réttur er ótrúlega einfaldur, stúfullur af góðri næringu og síðan er hann bara ótrúlega litríkur og fallegur. Eina ''vesenið'' er að sætu kartöflurnar þurfa 40 mínútur í ofninum en það tekur enga stund að skella þeim inn og svo er hægt að nýta tímann í að útbúa fyllinguna.

20. október 2018 : Próteinrík Acai skál

Indíana Nanna

Halló, halló .. Indíana hér með einfalda uppskrift að Acai skál. Þessi skál er alveg ótrúlega fersk en berjabragðið af Acai duftinu og frosnu ávöxtunum og síðan vanillubragðið af próteininu tónar alveg ótrúlega vel saman.

7583926800_IMG_3550

7. október 2018 : Skref fyrir skref: Ofureinföld, sykurlaus eplabaka með kanil og kókos

Hér höfum við ljúffenga og ofureinfalda eplaböku. Þessi er dásamleg nýkomin úr ofninum með þeyttum rjóma eða ís. Hægt er að bera hana fram með sykurlausri súkkulaðisósu en uppskriftin að henni er líka að finna hér að neðan.

Neostrata_campaign52444

30. júní 2018 : Rakabombur: Þrjár uppáhalds húðvörur á meðgöngunni

Indíana Nanna

Góð húðumhirða er eitthvað sem þarf alltaf að huga að en kannski smá extra á meðgöngu. Ég (Indíana) allavegana vildi huga vel að húðinni alveg frá byrjun meðgöngunnar og næra hana vel.

,,Á meðgöngu myndar kvenlíkami meðgönguhormón sem mýkja liðbönd í mjaðmagrindinni svo að hún gefi betur eftir við fæðingu. En þau mýkja líka þræði í húðinni og gera húðslit líklegra. Fyrir utan meðgöngu kemur húðslit helst fram við hraða þyngdaraukningu fólks, hjá vaxtarræktarfólki og vegna vaxtarkippa á kynþroskaskeiði, þar sem sjö af hverjum tíu stelpum fá húðslit en fjórir af hverjum tíu strákum.''

Tekið af Vísindavefnum

29f5ef80-389d-416d-b2b9-9aa769f10643

5. júní 2018 : Próteinríkur kaffismoothie og gjafaleikur: Bætiefnapakki frá NOW

Indíana Nanna

Halló, halló .. Indíana hér! Ég bara varð að deila uppskriftinni að þessum ótrúlega einfalda kaffismoothie sem er bæði próteinríkur og vegan. Hann er svo ótrúlega bragðgóður og áferðin er eins og sjeik! Aðeins 5 innihaldsefni + klakar.

Ég er síðan með geggjaðan gjafaleik á Instagram hjá mér sem ég hvet ykkur til að taka þátt í!

A2b926e6-0bce-44df-b6a1-733cf24d6c29

21. maí 2018 : Ofureinfalt granola með döðlum, kanil, kókos og vanillu

Indíana Nanna

Heimagert, einfalt og ótrúlega gott granola (eða rawnola ef ekki ristað). Þetta er ótrúlega gott eitt og sér til að narta í eða út á smoothie skálar, grauta eða jógúrt.

Ég hef lengi ætlað að prufa að gera granola sjálf heima. Í gær áttum ég og Finnur rólegan dag heima saman og gerðum okkur acai skál og edamame baunir í hádegismat. Ég týndi allt til úr skápunum og byrjaði að búa til rawnola sem er í raun bara hrátt granola, s.s. ekki eldað. Þannig þessa uppskrift er bæði hægt að hafa alveg hráa eða það er hægt að rista blönduna á pönnu og þá verður þetta meira crunchy.

Hlutföllin í uppskriftini eru sirka rétt en ég var ekki að mæla neitt sem ég setti í blönduna. Það er mikið hægt að prufa sig áfram með þessa uppskrift.

Now_fraedslukvold_fb

4. maí 2018 : Fræðslukvöld 8. maí: Hreyfing, mataræði, hugarfar og bætiefni

Indíana Nanna

Halló, halló .. Indíana hér!

Heilbrigður lífsstíl verður megináherslan á fyrirlestrakvöldi sem haldið verður þriðjudaginn 8. maí í næstu viku. Ég er virkilega spennt fyrir þessu kvöldi en ég, Beggi Ólafs og Arnór Sveinn ætlum að halda þrjá ólíka fyrirlestra sem eiga það þó allir sameiginlegt að snúast um atriði tengd heilbrigðu líferni.

29. apríl 2018 : Local x Indíana

Indíana Nanna

Hollt og gott salat er alltaf gott fyrir líkama og sál. Ég var svo heppin að fá að setja saman salat mánaðarins fyrir Local í apríl. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni fyrir matargatið mig og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. 

Mig langaði til að sýna ykkur nokkrar myndir sem við tókum fyrir auglýsingaherferð í kringum þetta skemmtilega verkefni.

6176642688_IMG_0405_1523223981332

8. apríl 2018 : Heilsusamlegt mataræði og líkamleg líðan: Þrjú mikilvæg atriði að mínu mati

Indíana Nanna

Halló, halló .. Indíana hér! Ef þú hefur eitthvað fylgst með mér á Instagram þá veistu að ég elska, elska mat. Þegar ég hugsa um það þá hefur matur alltaf verið risa partur af mér og ég hef alltaf pælt mikið í mat einhvernveginn þó svo að mataræðið mitt hafi lengst af verið langt frá því að vera gott.

Þegar ég var yngri borðaði ég nánast ekkert nema grjónagraut og pizzu. Ég var alltaf mjög dugleg að baka allskonar góðgæti eins og pizzu, pönnukökur, kanilsnúða og bara nefndu það. Þegar ég var t.d. í 10. bekk kom ég oft heim úr skólanum, bakaði mér stafla af pönnukökum, borðaði hann allan sjálf og fór svo á handboltaæfingu - haha! 

Ég byrjaði fyrst að fatta að ég þyrfti eitthvað að breyta mataræðinu mínu þegar ég var á sirka öðru eða þriðja ári í menntaskóla. Þá byrjaði ég að borða hafragraut, tók með mér ávexti í skólann og fór annaðhvort á salatbarinn eða Serrano í hádeginu sem dæmi. Ég sá fljótlega hversu góð áhrif það hafði á mig að breyta aðeins til.

Nú í dag hef ég prufað mig áfram t.d. í plant based/vegan mataræði, grænmetisfæði og á tímabili hugsaði ég mikið um prótein og tók t.d. alltaf whey prótein eftir æfingu og casein prótein á kvöldin fyrir svefn o.s.frv. Þannig ég hef farið um víðan völl, prufað margt og svolítið fundið út úr því hvað hentar mér best en eftirfarandi setning lýsir mataræðinu sem mér líður best af mjög vel: 

19. mars 2018 : Vantar þig góða hlaupaskó?

Indíana Nanna

Hlaupaskór og æfingaskór.. Ég (Indíana) skrifaði um muninn og sagði frá mínum uppáhalds æfingaskóm um daginn. 

Sjálf hef ég alltaf haft meira gaman af stuttum og snörpum hlaupum frekar en langhlaupum en engu að síður finnst mér betra að vera í hlaupaskóm þegar ég tek spretti og tek þá oftast hlaupaskó með mér á æfingu svo ég geti skipt úr æfingaskónum áður en ég fer á brettið. 

Síða 1 af 5