10. mars 2018 : Ljúffengar muffins úr möndlu- og kókosmjöli

Indíana Nanna

Halló, halló! Indíana hér með helgartrít í lagi! Muffins gerðar úr möndlu- og kókosmjöli, banana, kanil og fleira gúmmelaði toppaðar með súkkulaðismjöri. Alveg ótrúlega mjúkar og góðar.

Ég elska að nýta það sem ég á til heima til að búa til eitthvað yummie hvort sem það er einhver girnilegur grænmetisréttur eða muffins með súkkulaði, namm! Það tók sirka 10 mín að græja deigið og 18-20 mín að baka þær. 

Krúska H Mag

5. mars 2018 : Hollur og fljótlegur matur: Hvar og hvað?

Indíana Nanna

Hollur matur til að grípa með sér - oft er eins og það sé ekkert til á Íslandi og maður endar bara á sama staðnum og fær sér sama réttinn og alltaf.

Allir mínir fjölskyldumeðlimir og vinkonur geta sagt þér að ég hugsi mjög, mjög mikið um mat og það er 100% rétt. Ég hef einhvernveginn alltaf gert það. Ég hef virkilega ástríðu fyrir mat og ég elska, elska að borða bragðgóða, næringaríka og fjölbreytta máltíð sem lætur mér líða vel bæði andlega og líkamlega. Mér finnst ótrúlega gaman að búa eitthvað til sjálf heima en þegar ég hef ekki tíma til þess eða kemst ekki heim finnst mér frábært að kíkja á eftirfarandi staði.

Ég tók saman mína ''go-to'' hollu skyndibitastaði og ég skrifa líka aðeins um það sem ég fæ mér oftast á þessum stöðum. Vonandi getur þessi listi gefið þér einhverjar hugmyndir!

Metcon 4 H Mag

26. febrúar 2018 : Hvaða skóm er gott að æfa í?

Hlaupaskór og æfingaskór? Er einhver munur?

Skórnir hafa ólíkt undirlag og eru hannaðir á mismunandi hátt með ólíkan tilgang í huga. Hlaupaskór hafa meiri dempun og oft loftpúða undir t.d. hælnum og táni. Þessi eiginleiki er ekki góður í framstigum, hoppum, hliðarskrefum og fleiri æfingum því það getur haft áhrif á jafnvægið okkar sem dæmi.

Ég (Indíana) er frekar nægjusöm þegar kemur að fötum og sérstaklega skóm. Ef ég finn skó sem ég fýla þá nota ég þá lengi. Ég hef reyndar verið duglegri undanfarið að prufa nýjar týpur og mig langar til að segja ykkur frá þeim æfingaskóm sem ég fýla mikið og hef reynslu af, síðan set ég nokkra með sem mér líst vel á en hef ekki (ennþá) prufað.

7583902560_IMG_1161

12. febrúar 2018 : Hollari bollur með öllu tilheyrandi

Indíana Nanna

Heilagur bolludagur var haldin hátíðlegur út um allan bæ í dag og ég vona og efast ekki um að allir hafi fengið að gæða sér á einni ef ekki tveimur.

Þetta árið langaði mig til að prufa að gera bollur í hollari kantinum en ég sá svo ótrúlega girnilega uppskrift á heimasíðunni Heilsa & Vellíðan sem mig langaði til að prufa.

Þessar bollur eru bæði vegan (án allra dýraafurða) og glútenlausar. Það er ekki hægt að segja að þær séu alveg eins og þessar klassísku með smjörinu (enda ekki furða) en þær voru samt virkilega ljúffengar. Síðan setur maður bara nóg af rjóma, sultu og súkkulaði og þá er veisla!

27. janúar 2018 : Kókos- og hnetusmjörshafragrautur með döðlum og banana

Indíana Nanna

Hey, hey! Indíana hér með akkúrat það sem þig vantar.. aðra hafragrautsuppskrift hah!

Nei okei samt .. þessi grautur er soldið spes leyfi ég mér að segja og hann er í algjöru uppáhaldi á mínu heimili þessa dagana. Það eru tvær ástæður fyrir því: bragðið og áferðin. Ég leyfi grautnum að malla í alveg 10-12 mínútur með bananabitum sem gefur ótrúlega ríkt bragð og svo set ég kókosolíu, hnetusmjör og döðlur undir lokin sem gefur ótrúlega góða áferð og geggjað bragð!

Þú getur fengið allt í þennan graut í Nettó en það eru einmitt Heilsudagar þar núna og allar þessar vörur eru á sérstöku tilboðsverði - draumur!

08668EC0-16B5-4BA9-A3AB-1BAF7F81C8F9_1513614527304

18. desember 2017 : Bætiefni og vítamín: Hvað? Hvenær? Af hverju?

Indíana Nanna

Hvað? Hvenær? Af hverju? 

Mér fannst tilvalið að renna yfir þau bætiefni og vítamín sem ég tek reglulega og segja ykkur aðeins frá þeim. Ég lít alls ekki á mig sem einhvern sérfræðing í þessu en ég er hins vegar heppin að þekkja einstaklinga sem eru mjög fróðir í þessu. Öll mín bætiefni eru frá NOW Foods en ég er líka svo heppin að fá að vera í smá samstarfi við það merki.

NOW leggur svakalega áherslu á gæði og hreinar vörur. Þau eru með þvílíkt stranga staðla og prófa vörurnar sínar margoft áður en þau hleypa þeim í sölu. Ég treysti þessu merki því mjög vel og ég hef notað það mikið núna í sirka eitt og hálft ár.

Ég tek ekki öll þessi bætiefni á hverjum einasta degi alltaf en þetta eru svona þau helstu sem eru inní rútínunni hjá mér og ég reyni að vera dugleg að taka. Svo dettur stundum eitthvað nýtt inn og út en ég hef haldið mig nokkuð fast við eftirfarandi.

9. desember 2017 : Hópþjálfun og full-body lyftingaræfing

Indíana Nanna

Hóparnir ''mínir'' fengu flestir að spreyta sig á mjög skemmtilegri full-body lyftingaræfingu í síðustu viku ásamt 30 mín EMOM og Superset æfingu. Ég fékk reyndar að spreyta mig á lyftingaræfingunni líka en ég er svo heppin að fá að æfa með einum hópnum á föstudögum.

Eina sem þarf fyrir þessa æfingu er ein stöng og við notum hana í öllum æfingunum, þannig þyngdin verður að vera krefjandi en samt hæfilegt svo að við ráðum við allar æfingarnar.

6176646528_IMG_0620

29. nóvember 2017 : Einfalt linsubaunaslasagne með ricotta og piparosti + basilpestó

Halló, halló! Indíana hér. Þessa uppskrift verður þú að prufa. Ég ''bullaði'' þetta lasagne þegar ég var úti í Danmörku hjá bróður mínum og við fjölskyldan vorum nú heldur betur ánægð með þetta. 

26. nóvember 2017 : Áttu erfitt með svefn fyrir morgunæfingu?

Indíana Nanna

Halló, halló! Indíana hér. Mig langaði til að koma með smá ráð fyrir ykkur sem þurfið að vakna snemma, hvort sem það er fyrir morgunæfingar, vinnuna, skólann eða hvaðeina. 

Ég lenti algjöru veseni um daginn en ég var að byrja með fyrstu morgunþjálfunina mína kl. 06:45. Klukkan var sett á 06:20 og ég ætlaði sko heldur betur að vera úthvíld og fór upp í rúm kl. 22:00, en vanalega hef ég verið að sofna á milli 23:00 og 24:00. Ég var því þarna að búa mér til „nýjan“ svefntíma.

Þetta gekk að sjálfsögðu hræðilega og ég sofnaði í kringum 02:00 og svaf virkilega illa. Ég vaknaði vissulega á réttum tíma og náði að sinna öllum mínum erindum en dagurinn var vægast sagt erfiður.

14. nóvember 2017 : Heimsleikarnir í sjálfstrausti: Þú á móti þér

Indíana Nanna

Heimsleikarnir í sjálfstrausti: Þú á móti þér.... er fyrirsögnin á fyrsta pistlinum mínum í lífsstíls- og tískutímaritinu Glamour. Mér áskotnaðist sá heiður að fá að vera partur af teyminu, þannig nú fæ ég bæði að bulla hér á netinu og á prenti.

Það er sérstaklega skemmtilegt að fyrsti pistillinn skuli vera í þessu blaði en um er að ræða tímamótablað tileinkað konum, femínisma, jafnrétti kynjanna, listinni og sköpun. Allt efni blaðsins er unnið af konum en þemað er #poweredbywomen.

Síða 2 af 5