5. nóvember 2018 : Kornflex kókos súkkulaði konfekt

Hátíðlegt konfekt getur líka verið sykur og glúteinlaust. Ég gerði tvær útgáfur, aðra með sykurlausu súkkulaði og hina með venjulegu súkkulaði. Hver elskar ekki súkkulaði? Hvernig sem það er, það er fullkomið í alla eftirrétti.

29. október 2018 : Gæða Ítalskur matur

Hágæða matur myndi ég segja að fáist á Ítalíu. Matur frá grunni, ferskari hráefni og mat hef ég ekki fengið eins og á Ítalíu. Olífu Olíur og Balsamik edik á hverju borði til að hafa með salatinu og á matinn, engar sósur á kjötið, kjúklinginn eða salatið nema Olifu olíur og það var það besta. Er dolfallin yfir matarvenjum Ítalía eftir ferðina. 

17. október 2018 : Kaffisúkkulaði hrákaka og súkkulaði salthnetu hrákúlur

Hvernig hljómar kaffi döðlusúkkulaði hrákaka fyrir þá sem eru kaffi og súkkulaði elskendur?
Einföld Hrákaka sem tekur minna en 10 mín að gera inn í frysti svo er ykkar val hvernig þig toppið ykkar hráköku. Mig langar að deila með ykkur minni uppskrift af góðri Hráköku sem og Salthnetu og súkkulaði döðlukúlum. 

5. október 2018 : Karamellu kókos skyrterta

Hver elskar ekki góðan eftirrétt? Hér eru engin boð og bönn því þessi Kókos karamellu skyrterta er hollustu dásemd myndi ég segja. Oft langar manni í eitthvað sætt eftir matinn, með kaffinu eða bara gera sér glaðan dag með góðri sneið af skyrtertu þá er þessi tilvalin til að eiga í frysti.

25. september 2018 : Æfingar á ferðalögum

Hreyfing á nýjum stöðum, aðstæðum og umhverfi gerir æfinguna enn skemmtilegri. Ég hef ferðast mikið í sumar á staði sem ég þekki vel og sem ég hef aldrei farið á. Dagleg hreyfing skiptir mig miklu máli, mér líður betur andlega og líkamlega hvað þá eftir langt flug og mikinn tímamismun þá hressir æfing mig alltaf við. 

31. júlí 2018 : Mitt uppáhalds holla ''snakk''

Hæhæ! Mörg okkar eru oft í vandræðum hvað okkur langar til að hafa til hliðar á kvöldin til að snarla á eða fá okkur yfir sjónvarpsþættinum jafnvel sem snarl í töskuna í vinnnuna. Ég er komin með mitt uppáhalds ''snakk'' sem ég á erfitt með að hætta borða þegar ég byrja, góða við það að það er hollt og alls ekki slæmt ''snakk''! 

29. júní 2018 : Fallega Ísland

Hæhæ! mig langar að deila með ykkur myndum frá fallega Íslandinu okkar sem voru teknar rétt fyrir sumarið. Uppáhaldsfossinum mínum Seljarlandsfoss, löbbuðum þar í kring og leiðin okkar þaðan lá svo inn í Gljúfrabúa sem var skemmtileg upplifun. 

26. júní 2018 : Sykurlausu sulturnar við öll tilefni

Hádegis, Morgun & Eftirréttur? Uppáhaldið mitt á móti hafragrautnum er laktósafrítt vanillu jógúrt frá Örnu á móti létt Ab mjólk blandað saman. Punkturinn yfir þetta allt saman er sykurlausa bláberja sultan frá Good good brand. Ég hef verið að nota bláberjasultuna frá þeim mikið, í hafrabrauðin mín, morgungrautinn, próteinsjeikinn og eins í jógúrtið mitt þessa dagana og langar mig að deila með ykkur mínu uppáhaldi af góðri skál

1. júní 2018 : Creme Brulee skyrterta

Hvað er betra en góður eftirréttur sem er bæði sykur og glúteinlaus? Pabbi átti afmæli í vikunni og langaði mig til að sjá um eftirréttinn og hafa hann í hollari kantinum. Ég ákvað að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og gera skyrtertu, þar sem ég geri nánast aldrei tertur eða eftirrétti. Styrkleikarnir eru ekki allsstaðar en þessi skyrterta kom mjög vel út mér til mikillar gleði. 

7. maí 2018 : Matseðill og Afmælis vikan 7 - 13 mai

Hvað skal hafa í matinn í vikunni? Gott finnst mér að setja upp matseðil fyrir vikuna frá mánudegi til sunnudags. Sjálfsögðu sveigi ég oft út af honum og breyti til, ekki er maður alltaf í stuði til þess að elda eða hafa fisk eða kjúkling þann dag svo það er í góðu lagi á mínu heimili að breyta til. 

Síða 1 af 3