4. maí 2018 : Bleikja með sveppum, kóríander og hvítlauk

Hæhó eftir miklar eftirspurnir af bleikjunni sem ég setti í Instagram story í vikunni langar mig til að deila með ykkur uppskriftinni. Ég fæ alltaf besta og ferskasta fiskinn hjá vini mínum í Hafinu Hlíðarsmára, ég finn mikinn mun á milli fiskbúða hvernig fiskurinn er og hef ég alltaf haldið mig við fiskinn frá Hafinu því ég veit ég fæ hann alltaf ferskan og bragðgóðan hjá þeim. 

2. maí 2018 : Salthnetu og karamellu hafraklattar

Hafraklattar með salthnetu og karamellu sem eru sykur og glúteinlausir, tilvalið millimál fyrir daginn. Hver kannast ekki við að vera í vandræðum með millimál, snögga orku fyrir eða eftir æfingu? Þessir hafraklattar bjarga mér sem millimál, á ferðinni í töskunni eða skjótfeng orka ef ég vil ekki vera fá mér of þungt í magann fyrir æfingu. Tilvalið að setja í nestis töskuna hjá krökkunum, holl og góð næring fyrir alla.

27. apríl 2018 : Kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna

Heilsusamlegur kjúklinga grænmetisréttur sem allir ættu að geta gert á stuttum tíma. Bragðgóður og fullur næringu. Ég eldaði í vikunni þennan kjúklingarétt í fati með allskonar grænmeti, bætti pestó og parmaskinku á toppinn. Meðlætið er mikilvægt og gerði ég ofnbakað blómkál og sætarkarteflur sem pössuðu vel með réttnum. Góður kvöldmatur þarf ekki að vera flókinn, því auðveldara því betra er það oftast. 

6. apríl 2018 : Prótein hafrapönnukökur

Hvað er betra en að vakna í huggulegan morgunmat á frídegi? Mikilvægasta máltíð dagsins hjá mér er morgunmatur. Góð orka skiptir öllu máli hjá mér fyrir komandi átök hvort sem það er að koma mér af stað inn í daginn eða á æfingu. Á frídögum finnst mér gott að vakna í rólegheitum gera mér góðan morgunmat og að sjálfsögðu fá góðan kaffibolla með.

Um páskana langaði mig að breyta aðeins til frá hafragrautnum og prufa prótein hafrapönnukökur með allskonar góðgæti ofan á. 

 

4. apríl 2018 : Hafrafrækex stútfullt af hollustu

Hafrafrækex er alltaf til í skúffunni heima hjá mér sem ég geri frá grunni úr hráefnum frá Himneskri hollustu. Undirstaðan er einungis hafrar og allskyns fræ sem til er hverju sinni í skúffunni, sæta það með steviu eða ekki fer eftir hverjum og einum hvernig þið viljið hafa ykkar frækex sætt eða meira af til dæmis rósmarín og kryddjurtum.
Mig langar til að deila með ykkur mínu klassíska frækexi. Frækexið hentar með súpum eða í hádeginu til að setja álegg á sem hummus, grænmeti og egg. 

19. mars 2018 : Hráköku súkkulaði draumur

Karítas Óskars

Hráköku súkkulaði draumur var kakan þessa helgina. Að eiga góða hráköku inn í frysti fyrir gesti sem koma óvænt í heimsókn eða sem eftirrétt á sunnudegi. Það slær alltaf í gegn að eiga til góða köku til þess að bjóða uppá og ekki skemmir fyrir að það sé holl súkkulaði hrákaka. Það tekur 10 mínútur að skella í þessa hráköku ef þið eigið góðan blender eða matvinnsluvél. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni af þessari hráköku sem er bæði hveiti og sykurlaus.

9. mars 2018 : Himneskt kínóa, fylltar kjúklingabringur og stökkt grillað meðlæti

Heimskokkurinn Jamie Oliver gefur mér hugmyndir að góðum og hollum réttum sem tekur ekki langan tíma og allir ættu að geta gert 

1. mars 2018 : Himnesk Austurlensk fiskisúpa

Himnesk Austurlensk fiskisúpa, bragðmikil með karrý, chillý og engifer. Ég er rosalega hrifin af góðum, bragðmiklum súpum og er ég dugleg að prufa mig áfram með nýjar uppskriftir. Eins og ég hef oft sagt áður þá eru bestu uppskriftirnar saman bland af öllu því besta úr ísskápnum, ég set dass af öllu því besta og smakka mig svo áfram. Á mánudaginn breytti ég týpíska fisknum sem ég geri oftast á mánudegi í fiskisúpu í Austurlensku ívafi með fullt af karrý, chillý og engifer. Langar að deila með ykkur þessari dásemdar súpu sem varð til mikilla vinsælda.

26. febrúar 2018 : Hollur matur fyrir alla fjölskylduna

Karítas Óskars

Hvað eigum við að borða eða hvað viltu borða er algengasta spurning okkar allra á hverjum degi. 

Ég er mikill aðdáandi þess að finna góðan og hollan matsölustað þar sem ég fæ bæði hugmyndir til að taka með mér heim og njóta þess að borða hollan og næringaríkan mat sem ég veit að gerir gott fyrir mig. Fyrsti staðurinn hér á Íslandi sem mér dettur í hug þegar ég er spurð að því hvað eigum við að borða eða hvert langar þig að fara er það XO veitingastaðurinn í Smáralind og JL húsinu, fljótlegt og þægilegt að grípa með sér á leiðinni heim eða setjast inn og borða í notalegu umhverfi. 

16. febrúar 2018 : Heimilis hafrabrauð fyrir alla

Karítas Óskars

Hafra- og fræbrauð sem slær alltaf í gegn sem hægt er að gera í mörgum útgáfum. Ég hef sett það í vana að eiga alltaf til á mínu heimili hafra- og fræbrauð sem er bæði sykur og glútenlaust. Alltaf er það jafn vinsælt, gott er að grípa það með sér í nesti, smyrja á það góðu áleggi í hádeginu eða hafa með súpunni.

Ég geri yfirleitt alltaf mismunandi útgáfur af því eftir því hvað er til í það hverju sinni. Undirstaðan er alltaf glútenlausir hafrar og egg til að halda brauðinu saman, ég hef stundum sett létt ab mjólk eða þá möndlumjólk einnig til að hafa brauðið mýkra. Það er val hvers og eins og eins með það hvað er til hverju sinni í skápunum heima, hvort þið setjið hnetur með eða bara allskonar fræ.

Síða 2 af 3