Gym

20. mars 2018 : Nýtt frá Nike

Katrín Kristinsdóttir

Halló og góðan daginn! Það bætist hratt í Nike safnið þessa dagana. Ég kom við í H Verslun á dögunum og kippti með mér nokkrum flíkum sem munu koma sér vel í reisunni sem ég held af stað í eftir um það bil tvær vikur. 

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.59.37

12. mars 2018 : Ég er bara Sigurður Sævar

Katrín Kristinsdóttir

Hann Sigurður Sævar er ungur listamaður úr Vesturbænum sem hefur skotist upp á toppinn á listanum mínum yfir eftirtektarverða listamenn á Íslandi. Ég fékk að kíkja í heimsókn til hans, heyrði sögu hans, spurði hann spjörunum úr og fékk að mynda verkin hans.

IMG_2435

22. febrúar 2018 : Lunch date í Ostabúðinni

Katrín Kristinsdóttir

Hádegið er tilvalið til þess að hitta vinkonur og borða saman. Við stelpurnar kíktum í hádegismat í Ostabúðinni á Skólavörðustíg á dögunum og fengum þvílíkt góðan mat. Ostabúðin á afmæli í febrúar og er því fiskur dagsins á 1800kr allan febrúar. Við fengum okkur fiskisúpuna frægu, fisk dagsins og svo grægjuðu þau vegan 

bruschettu fyrir Hildi okkar.

IMG_4376

16. febrúar 2018 : Velour Nike Air Max 97 '17 LX

Katrín Kristinsdóttir

Hæ elsku H Magasín lesendur, langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina í Nike safið hjá mér. Ég kom við í Húrra Reykjavík á dögunum og nældi mér í Velour Nike Air Max 97. Mig vantaði þægilega skó sem er gott að labba í en eru samt fallegir. 

IMG_2378_1518443864225

12. febrúar 2018 : Pakkar á leiðinni

Katrín Kristinsdóttir

Halló H Magasín og gleðilegan mánudag. Núna eru aðeins 8 vikur í það að ég haldi af stað í reisu og er ég búin að vera dugleg að panta mér sundföt og fleira skemmtilegt sem fær að fara með mér út. Ætla að sýna ykkur aðeins af því sem er á leiðinni til mín.

IMG_1442_1517224308924

29. janúar 2018 : Houdini í fjallgönguna

Katrín Kristinsdóttir

Houdini er tiltölulega nýtt merki á markaðnum hér á íslandi en merkið hefur slegið í gegn á norðurlöndunum undanfarin ár. Houdini er sænskt merki sem framleiðir útivistarfatnað, þau eru með föðurland, flíspeysur, regnföt, skeljar og úlpur. Þau leggja mikla áherslu á náttúruvernd og eru nánast öll fötin frá þeim endurvinnanleg, það er það sem mér finnst svo aðlaðandi við merkið. Ég prófaði nokkrar flíkur frá þeim á dögunum þegar ég fór í jöklaferð og göngu um Krýsuvík. 

Bordstofaeftir

19. janúar 2018 : Heimilið - Parket, veggir & listar

Katrín Kristinsdóttir

Heimilið okkar er loksins farið að vera heimilislegt. Í byrjun janúar fluttum ég og kærasti minn í íbúðina okkar, þá voru engin gólfefni, listar og hvítir veggir. Það var mikill hausverkur og mikill tími sem fór í að velja lit á vegginn, gólfefni, gólflista og loftlista. Þetta ferli er búið að vera ótrúlega skemmtilegt en krefjandi. Við erum virkilega heppin með þá sem við eigum að og fengum þvílíkt mikla hjálp við allt sem við gerðum. Það er alveg ótrúlega gaman að sjá muninn á íbúðinni eftir allar framkvæmdirnar og langar mig að deila með ykkur ferlinu.

Rett

3. janúar 2018 : Jóla & áramóta dress

Katrín Kristinsdóttir

Halló halló og gleðilegt nýtt ár! Vona að allir hafi haft það sem allra best í jólafríini og komi endurnærðir inn í nýja árið. Ég vann eins og brjálaðingu allan desember svo það var ekki mikill tími til þess að slappa af, skipuleggja eða undirbúa jólin. Ég var í þvílíku basli með að finna mér dress fyrir bæði jólin og áramótin en fann svo tvo ótrúlega fallega kjóla sem ég er þvílíkt ánægð með. 

Eldhuseftir_1514229908236

25. desember 2017 : Svartir veggir & heimilispælingar.

Katrín Kristinsdóttir

Heimilið er staðurinn þar sem flestir kunna að eyða flestum stundum sínum og skiptir það því miklu máli að manni líði vel heima hjá sér, sé ánægður með heimilið sitt og reyni að gera það að sínu. Nú erum ég og kærasti minn í miðjum flutningum og ætla ég að sýna ykkur aðeins frá íbúðinni og hvaða pælingar við erum með. Við máluðum nýlega hjá okkur og tókum við þetta bara alla leið þegar við máluðum alla stofuna og eldhúsið svart. 

Gymbag

5. desember 2017 : What's in my gym bag?

Katrín Kristinsdóttir

Hvað er í ræktartöskunni minni? Ég er alltaf með ræktartösku þar sem að allt sem ég þarf fyrir ræktina og sturtu er. Gott að hafa bara allt í einni tösku sem er ekkert mál að grípa með sér. Ég ætla að sýna ykkur hvað leynist í töskunni hjá mér.

Síða 1 af 4