6df6a00fe10bf66564f7b1045e170b4f

3. desember 2017 : Vetrartískan

Hinn íslenski vetur hefur ekki upp á marga kosti að bjóða þegar kemur að því að klæða sig. Landsmenn pakka sér inn í dúnúlpur, pelsa, þykkar kápur og setja á sig vettlinga og húfur. Ég ætla aðeins að fara yfir mín uppáhalds ''vetrar look'' akkúrat núna og setja inn það sem leynist á mínum óskalista fyrir veturinn.

IMG_0318_1511745241463

27. nóvember 2017 : New York

Katrín Kristinsdóttir

Hæhæ yndislegu H Magasín lesendur. Ég er nýlent á klakanum eftir alveg hreint út sagt geggjaða ferð til New York. Mig hefur alltaf dreymt um að heimsækja New York og loksins varð að því. Ég og kærastinn minn áttum saman yndislega 5 daga þar og það má alveg segja að manni leiðist seint í New York. Það var mikið um að vera að meðan við vorum í New York, Thanksgiving var haldið hátíðlega og þar á eftir fylgdi svo geðveikin á Black Friday. Við löbbuðum um alla borgina, um 20 km á dag og það var gjörsamlega geggjað, skoðuðum alla þessa helstu staði, prófuðum hina ýmsu veitingastaði og versluðum svo auðvitað líka aðeins. Hér fylgir svo smá myndaveisla frá ferðinni.

IMG_4213_1511204195479

20. nóvember 2017 : Lately & new in

Hæhæ yndislegu lesendur, mig langaði bara aðeins að segja ykkur frá því hvað ég er búin að vera að gera undanfarið. Síðustu vikur einkennast af vinnu, eðlisfræðilærdómi, góðum mat, hlaupaæfingum og körfuboltaleikjum. Ég fór á Mumford and Sons tónleika sem voru gjörsamlega geggjaðir og mæli ég með því að allir sjái þá live. 

Jolalisti

18. nóvember 2017 : Óskalisti fyrir jólin

Hvað langar þig í jólagjöf er spurning sem brátt fer að hrynja yfir okkur öll. Ég er búin að setja saman smá lista yfir það sem er að mínum óskalista fyrir jólin. 

Lala

31. október 2017 : Intermittent fasting, morgunskot og vítamín

Katrín Kristinsdóttir

Halló halló og gleðilegan þriðjudag. Ég er búin að vera að prófa svolítið sem heitir Intermittent fasting undanfarið og virkar það þannig að þú fastar í 16 tíma á sólarhring og færð svo 8 tíma ramma til þess að borða. Ég borða á milli 12 og 20:00 en það er alveg hægt að vera aðeins sveigjanlegur. Mér finnst þetta mjög frelsandi, ég er miklu léttari á mér, meltingin er betri og ég er miklu minna útblásin. Ég verð s.s. frekar auðveldlega útþanin og sérstaklega ef ég borða glúten þar sem það fer mjög illa í magann á mér, en Intermittent fasting hefur hjálpað til við að minnka það.  Intermittent fasting eykur líka metabolisman og jafnar blóðsykurinn svo fastan hjálpar þér líka til við að tileinka þér heilbrigðari lífsstíl, minnka sykurþörf og getur hjálpað þér að léttast.

Snapseed-5

29. október 2017 : Helgin og Snæfellsnesið

Helgin var alveg yndisleg. Ég fór upp í sumarbústað með mömmu og kærasta mínum þar sem við slöppuðum af, roadtrip-uðum um Snæfellsnesið, borðuðum góðan mat og kíktum í pottinn. Bústaðurinn er í Arnarborgum sem er rétt fyrir utan Stykkishólm, fullkominn staður fyrir bústað þar sem Snæfellsnesið er fallegasti staður landsins. Amma mín er líka fædd á Arnarstapa og uppalin þar svo fjölskyldunni þykir mjög vænt um þetta svæði og er ættarmót hvert einasta sumar á Snæfellsnesinu.

Vietnam_1508841924828

24. október 2017 : Reisuplön

Katrín Kristinsdóttir

Heimsreisan sem ég er búin að bíða svo lengi eftir fer fljótlega að skella á eða til þess að vera nákvæm förum við út í byrjun apríl á næsta ári. Því erum við byrjaðar að skipuleggja allt og negla niður áfangastaði til þess að hægt sé að bóka flug og gistingar. Við ætlum að skipuleggja reisuna sjálfar og það er svolítil vinna en sjúklega gaman. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá því hvernig planið er eins og stendur, þar að segja hvert við ætlum að fara og hvað við höfum nú þegar ákveðið að gera.

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.39.05

4. október 2017 : Áhugaverðir Íslendingar - Magdalena Sara Leifsdóttir

Katrín Kristinsdóttir

Hún Magdalega Sara er 21 árs, búsett í New York og starfar sem módel þar. Hún flutti til New York í maí síðastliðinn og ekki löngu eftir það labbaði hún á New York Fashion Week fyrir Kith. Hún hefur þó starfað um allan heim og meðal annars setið fyrir í Marie Carie, Vogue, Vikunni og One Magazine. Ég fékk að spyrja hana spjörunum úr og fékk mjög skemmtileg svör.

IMG_1709

25. september 2017 : Ítalía á filmu

Katrín Kristinsdóttir

Haustið er komið og hugsa ég til góðra stunda sem ég átti í sumarfríinu. Ég og kærasti minn fórum saman til Ítalíu í viku í sumar. Við byrjuðum í róm og leigðum svo bíl og keyrðum suður á Amalfi ströndina. Við heimsóttum Capri eyjuna, Positano og Napoli sem sem eru algjörir drauma áfangastaðir fyrir þá sem finnst gaman að borða góðan mat, liggja á ströndinni og skoða. Ætla að að deila með ykkur skemmtilegum myndum frá ferðinni.

Pönnsur

16. september 2017 : Prótein pönnukökur

Helgin er loksins komin og þá finnst mér mjög gaman að gera mér einhvað gott í morgun/hádegismat. Ég gerði súper fljótlegar próteinpönnsur í dag sem ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni af. Ég er búin að nota sömu uppskriftina í nokkur ár en breyti henni stundum ef ég á ekki einhvað til að vil prófa einhvað nýtt.

Síða 2 af 4