29. júlí 2019 : GOGO - hollari valkostur

Hvernig hljómar bragðgóður kaldur drykkur með orku úr náttúrulegum grænum kaffibaunum og guarana? Fullur af vitamínum og steinefnum, ginsengi fyrir einbeitinguna og einungis stevíu og erythritoli sem sætu, vel ekki satt? Fyrir þau hjá Good Good hljómaði það einmitt mjög vel og þess vegna létu þau búa til GOGO.

24. júlí 2019 : Hollt nesti í ferðalagið & orkubita uppskrift

Hver kannast ekki við að vera staddur á þjóðvegi 1 þegar nartþörfin og hungrið gera vart við sig og eina í stöðunni er að koma við á næstu vegasjoppu og úða í sig einhverju mishollu til að geta haldið förinni áfram. 

22. júlí 2019 : Einfaldur pastaréttur á 15 mínútum

Heil og sæl! Stundum langar mig bara í eitthvað fljótlegt, auðvelt og mettandi í mallann og ég nenni ekki að hafa mikið fyrir því. Hvað gerir maður þá? Svarið er: pasta! Í samstarfi við Himneska Hollustu og Bunalun Organic ætla ég að deila með ykkur ljúffengum og einföldum pastarétt sem tekur ekki nema 15 mínútur! Í þessa uppskrift nota ég m.a. nýrnabaunir en ég bæti þeim oft út í chilli-rétti, pasta eða út á bakaða sæta kartöflu. Nýrnabaunir eru góð fæða til að bæta við mataræðið sitt en þær eru prótein- og trefjaríkar og innihalda litla fitu. Þegar ég geri þennan pastarétt þá bý ég til frekar mikið í einu til þess að eiga daginn eftir í hádegismat. 

8. júlí 2019 : Sætar kartöflur í morgunmat

Heil og sæl! Ég er mikill aðdáandi sætu kartöflunnar og borða mikið af henni. Sætar kartöflur eru stútfullar af beta-karótín sem gefur þeim appelsínugulan lit þeirra. Þær eru einnig trefjaríkar og innihalda mikið magn af C-vítamíni. Ég borðaði þær hins vegar einungis í kvöldmat en þessa dásamlegu kartöflu má líka borða í morgunmat! Ég hef verið að prófa mig áfram og hef þróað tvær uppskriftir sem ég vildi endilega deila með ykkur en sæta kartaflan er fullkomin í morgunmat ef maður vill prófa eitthvað algjörlega nýtt! Uppskriftirnar eru gerðar í samstarfi við Icepharma. Í báðum uppskriftum nota ég ofnbakaða sæta kartöflu. Ég hita ofninn upp í 200°C og leyfi kartöflunni að bakast í 30-60 mínútur en tíminn fer algjörlega eftir stærðinni á kartöflunni. Það er gott að stinga nokkur göt í kartöfluna með gaffli svo hún bakast betur eða jafnvel skera hana í tvennt eða fernt ef hún er mjög stór. Til þess að spara mér tíma á morgnana þá baka ég kartöflurnar stundum kvöldið áður og geymi þær inn í ísskáp og borða daginn eftir, kaldar eða heitar. Ég mun klárlega deila með ykkur fleiri skemmtilegum uppskriftum sem innihalda sætar kartöflur í framtíðinni og ég mæli svoooooo með að þið prófið sætar kartöflur í morgunmat!

28. júní 2019 : Graskersfræsmjör

Heil og sæl! Í samstarfi við Himneska Hollustu ætla ég að deila með ykkur hvernig hægt er að búa til smjör úr graskersfræjum! Þetta 'smjör' er upplagt fyrir þá sem þola illa hnetur eða möndlur og er einnig ketóvænt, veganvænt og paleovænt! Graskersfræsmjör er barasta fyrir alla! Graskersfræin eru einmitt frábær fæða til að bæta við mataræðið sitt en þau eru mjög próteinrík, járnrík og innihalda gott magn af magnesíum. Fyrir þessa uppskrift þá þarf mjög góðan blandara eða góða matvinnsluvél en graskersfræin geta verið smá "þrjósk" að breytast í smjör. Fyrir áhugasama þá hef ég áður deilt uppskrift af kasjúhnetusmjöri og möndlusmjöri sem ég mæli eindregið með að prófa líka!

7.macadamiustykki

24. júní 2019 : Ketó uppskriftir Kristu

heilsusamlegar ketó uppskriftir frá Maríu Kristu.

Felstir sem aðhyllast ketó matarræði þekkja Maríu Kristu vel enda hefur hún verið ötul í því að þróa og deila með fylgjendum sínum girnilegum og gómsætum ketó uppskriftum. Við ákváðum því að fá hana í lið með okkur hér á H magasín og setja saman nokkrar heilsusamlegar og bragðgóðar uppskriftir til þess að deila með lesendum okkar. Hægt er að skoða uppskriftirnar með því að smella á bæklinginn hér að neðan:

22. júní 2019 : Ilmolíur sem hafa fælandi áhrif á flugur

H Magasín fer hér yfir helstu ilmolíurnar sem virka vel gegn lúsmý, en það hefur varla farið framhjá neinum að lúsmý hefur herjað á fólk undanfarnar vikur. Hægt er að fæla flugurnar í burtu með ýmsum ilmolíum og einnig er sniðugt að blanda t.d. 2-3 þeim saman til að fá meiri meiri virkni. Hægt er að setja ilmolíudropana í ilmolíulampa eða blanda saman við vatn í úðabrúsa og spreyja á sig eða um rýmið. 

31. maí 2019 : Ásdís Grasa: Mín leið að hreinni og heilbrigðari húð

Húðin er stærsta líffærið okkar og við þurfum að huga vel að húðinni til að halda henni í jafnvægi. Húðvandamál geta verið ansi hvimleið en sjálf glímdi ég við erfiða húð í mörg ár hér áður fyrr en ég fékk svokallaðar fullorðins unglingabólur (e. adult acne) löngu eftir tvítugt eftir að ég fór að eiga börnin mín og átti við það í mörg ár og ekki svo langt síðan að húðin mín komst í gott jafnvægi. Ég á það til að fá einstaka stinnum litla bólu eins og gengur ef ég hef leyft mér aðeins meir í mataræðinu og stundum ef ég er að ferðast og borða mikið á veitingastöðum en heilt yfir þá er húðin bara býsna góð miðað við það sem áður var. Þetta hafði alveg mikil áhrif á mig tilfinningalega þar sem ég leið oft fyrir það hvernig húðin mín leit út og fannst ég alltaf vera með einhver lýti í andlitinu því bæði var ég með rauðar aumar bólur og ljót ör eftir bólurnar sem voru mjög lengi að fara. Ég hef sennilega prófað allt undir sólinni sem á að vinna gegn bólum eins og flestir gera sem eiga við þetta vandamál, maður fellur fyrir næsta gylli tilboði á bólukremi eða vöru sem á að laga húðina í von um að næsta krem geri kraftaverk á húðinni. Þegar öllu er hins vegar á botninn hvolft þá þarf að vinna með húðvandamál innan frá og þau stafa yfirleitt vegna ójafnvægis í líkamanum eins og t.a.m. út frá þáttum eins og mataræði, skorti á mikilvægum næringarefnum, hormónaójafnvægi, blóðsykursójafnvægi, raskaðri þarmaflóru, o.fl. Streita, álag og áföll hafa einnig vissulega sitt að segja og auðvitað skipta grunnþættir eins og góður svefn og hreyfing miklu máli í heildarmyndinni upp á ná bata með húðina. Ég ákvað að fara náttúrulegar leiðir í að vinna með mitt húðvandamál og hér deili ég með ykkur hvað virkaði á mig og hvað ég hef gert undanfarið og síðustu ár til að halda húð minni í jafnvægi. 

22. maí 2019 : Bláberjasmoothie

Heil og sæl! Smoothie-æðið mitt heldur áfram og að þessu sinni þá vildi ég deila með ykkur uppskrift af bláberjasmoothie með ekki einu heldur tveimur leynihráefnum! Þau eru .... spínat og kanill! Þessi uppskrift er alls ekki heilög og það má þess vegna bæta við hafraflögum til þess að fá meiri trefjar sem ég geri oft eða jafnvel próteindufti! 

IMG_4807

14. maí 2019 : Ketó muffins

Hér er uppskrift af sykurlausum og girnilegum ketó muffins. 

Síða 1 af 23