Ásdís Grasa: Hollari jólabakstur

18. desember 2017

  • Hafra-klattar

Hver vill ekki njóta hollara sætinda um jólin? Ég er algjör sælkeri fram í fingurgóma og veit fátt betra en gott súkkulaði og reyni gjarnan að hollustuvæða uppskriftir því mig langar til að geta notið þess að fá mér sætindi reglulega á góðum degi án þess að það komi niður á heilsunni. Ég vanda því valið og nota alltaf gott hráefni sem mér líður vel af en kemur ekki niður á bragði né gæðum sætindanna. Mig langar því að deila með ykkur tveimur uppskriftum sem ég nota töluvert en þessar smákökur geri ég fyrir hver einustu jól og þær rjúka út á mínu heimili og ég þarf stundum að fela þær svo klárist ekki strax. Bollakökuna er svo hægt að nota sem smartan eftirrétt eða með kaffinu á aðventunni til að gera sér glaðan dag enda tekur það ekki nema 1 mínutu að græja hana! 

Þessar uppskriftir eru í súkkulaði heftinu mínu en þar eru að finna mínar helstu uppáhalds súkkulaðiuppskriftir bæði jóla og sem hægt er að nota allt árið um kring, enda er ég ekki þekkt fyrir annað en að vera súkkulaðikona með meiru! Dökkt súkkulaði hressir, bætir og kætir sagði einhver, sem eru klárlega orð að sönnu því þetta er hin mesta heilsufæða sem er ómissandi til að gleðja sál og líkama.

Hafra-klattar

Súkkulaði og hnetusmjörs smákökur

2 stór egg eða 3 lítil

2 dl kókósolía

140 g gróft hnetusmjör

160 g döðlusykur eða Sweet Like Sugar

200 g saxað dökk súkkulaði eða rúsínur

120 fínt/gróft heilhveiti til helminga

250 g haframjöl

1 tsk matarsódi

¼ tsk salt

Bræðið saman kókósolíu, hnetusmjöri og sætuefni saman við lágan hita og takið svo af hellu. Hrærið eggjum og vanillu út í með sleif. Bætið þar næst súkkulaði, haframjöli og öllum þurrefnum út í stóra skál og hrærið. Búið til klatta/kökur og raðið á bökunarpappír. Bakið við 180°C í 15-20 eða lengur þar til brúnast/gyllast aðeins. Það má nota spelt í staðinn en ég nota oftast döðlusykur (eða kókóspálmasykur) 50/50 á móti sykurlausum sykri eins og Sweet Like Sugar til að minnka sykurinnihaldið. 

Mug_cake

Súkkulaði bollakaka sem tekur 1 mín

1 msk hörfræjamjöl

2 msk möndlumjólk

¼ tsk vínsteinslyftiduft

3-5 dr French vanilla stevía

2 msk kakóduft

Smá salt ef vill

1 egg

Hrærið öllu saman í skál og hellið í eldfast lítið form eða bolla, gott að spreyja eða smyrja aðeins bollann með smá kókósolíu. Hitið í örbylgjuofni í 1 mín (gætuð þurft 20 sek aukalega). Hægt að bræða smá 70% lífrænt súkkulaði ofan á ef vill eða hreinlega bara setja einn bita af dökku súkkulaði ofan meðan kakan heit og leyfa bráðna. Mæli með prófa kókósrjómann frá Cuisine Coco með þessu.

Gleðilegan jólabakstur!

Ásdís Grasa

Ásdís Grasalæknir á Facebook

Ásdís Grasalæknir á Snapchat

www.grasalaeknir.is