Asta Eats: Áramótaheit

31. desember 2017

Heil og sæl! Nú fer einu öðru ári að ljúka og nýtt ár tekur við. Það eru margir sem að hugsa að nýtt ár þýðir nýtt upphaf og mér finnst mikið til í því. Á nýju ári ætla ég að vera jákvæðari, prófa hluti sem eru út fyrir þægindarammann minn, lesa fleiri bækur, horfa minna á sjónvarpið og síðast en ekki síst ... komast í betra form en ég glími við slæman astma og vill vinna úr honum. Vinsælasta áramótaheitið er án efa að komast í betra form hvort sem það er að hreyfa sig meira, grenna sig eða byrja að borða hollari mat. Þó að þetta er frábær leið til að byrja nýja árið þá finnst mér mikilvægt að vera ekki of kröfuharður í sinn eigin garð heldur að byrja bara rólega og vinna sig svo upp. Það er mikilvægt að muna að maður sér ekki alltaf árangur strax heldur getur það tekið sinn tíma þannig ekki gefast upp því góðir hlutir gerast hægt! Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds Youtube-stjörnum sem hafa hjálpað mér í gegnum mitt ferðalag að hollari lífstíl og mun vonandi hjálpa ykkur líka!

The Domestic Geek 

Fjölbreyttar og skemmtilegar uppskriftir frá The Domestic Geek en ég hef fylgst með henni í mörg ár!
Ég mæli með að undirbúa máltíðir eða "meal preppa" á sunnudögum ef maður hefur lítinn tíma í vikunni. 

https://www.youtube.com/watch?v=pJ0NmXI2BUk

https://www.youtube.com/watch?v=SffWUBxXQ9E

 

Mind Over Munch

Mér finnst gott að taka með mér nesti hvert sem ég fer, hvort sem það er í vinnuna, í ferðalagið eða í skólann. 

https://www.youtube.com/watch?v=xVKMrz4-H4o

 

Avant Garde Vegan

Hér er að finna gómsætar uppskriftir og þær eru allar vegan! 

https://www.youtube.com/watch?v=P_wD2zydD_g

 

Fitness Blender 

Hér er að finna skemmtilegar og auðveldar æfingar sem hægt er að gera heima hjá sér. Mér finnst gott að gera æfingar heima hjá mér eða fara út að skokka í 30-60 mínútur. Maður þarf ekkert endilega kort í ræktina til að hreyfa sig!

https://www.youtube.com/watch?v=fcN37TxBE_s

 Ég vill þakka öllum lesendum fyrir samfylgdina á þessu ári.

 

Þangað til næst verið heil og sæl!

 

 

Höfundur: Asta Eats