Bætiefni fyrir prófatíðina

30. nóvember 2018

Huga þarf að heilsu bæði líkama og sálar til að hámaraka árangur sinn í prófatíð. Mataræði og svefn eru tveir veigamiklir þættir sem þurfa að vera í lagi og flestir eru sammála um að skipti miklu máli í undirbúningi fyrir próf. Annar þáttur, sem sjaldan er litið til, en getur með réttri notkun hjálpað gríðarlega, eru bætiefni. Til að hámarka frammistöðu sína í prófi er sérstaklega mikilvægt að halda ró sinni og ekki síður að muna efnið. Þessar þrjár tegundir bætiefna geta hjálpað til þess að draga úr stressi, viðhalda góðu minni og keyra upp heilastarfsemina.

Þú færð prófapakkann frá NOW hér

Rhodiola, einnig þekkt sem burnirót eða arctic root, er jurt sem vex m.a. á norðlægum slóðum og hafa forfeður okkar því nýtt sér hana í gegnum aldirnar. Rhodiola er góður orkujafnari (e. Adaptogen) og virkar því vel gegn stressi og þreytu. Rhodiola er einnig talin geta aukið hugræna getu og góð virkni hennar á fasið er viðurkennd. Allt eru þetta hlutir sem þurfa að vera í lagi í miklu álagi prófanna og Rhodiola jurtin því hentug.[1]

Omega 3. Það þarf varla að kynna fiskiolíu fyrir íslensku þjóðinni en hún hefur verið partur af mataræði okkar í gegnum aldirnar. Omega 3 er unnið úr fiskiolíu og inniheldur mikilvægu fitusýrurnar DHA og EPA en þær eru nauðsynlegar fyrir eðlilega virkni sjónar og heilans. Omega 3 fitusýrur eru einnig mikilvægar til að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi og eðlilegu magni þríglyseríða í blóði sem er mikilvægt til að sporna við ýmsum sjúkdómum, á borð við hjarta og æða sjúkdómum og sykursýki.

Omega 3 hefur verið rannsakað í tengslum við minni og námsgetu. Ein rannsókn á ungu fólki (18-25 ára) sýndi, eftir 6 mánuði af inntöku á omega 3 fiskiolíu, aukið minni þátttakenda. Önnur rannsókn sýndi að inntaka á DHA fitusýrum auki munnlega færni hjá eldra fólki sem benti til skilvirkari heilastarfsemi. Það er vel viðurkennt að omega 3 fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir góða heilastarfsemi sem er auðvitað lykilþáttur að árangri í prófum. [2]

Ginkgo biloba, einnig þekkt á íslensku sem musteristré, er jurt sem notuð hefur verið í náttúrulækningum í aldanna rás í austurlöndum. Jurtin er notuð til að auka minni og hugræna getu og hefur reynst nokkuð vel í þeim tilgangi. All nokkrar rannsóknir sýna fram á að regluleg inntaka ginkgo biloba auki skammtíma minni og dragi úr hrörnun heilans.[3]

Á prófatímabili er mikið álag og því þarf að vera sérstaklega vakandi fyrir öllum þeim þáttum sem snerta heildar heilbrigði okkar. Bætiefni eru engin töfralausn til þess að ná árangri í prófum, heldur einn mikilvægur þáttur sem getur hjálpað og komið okkur í gegnum stutt tímabil þar sem álag er mikið. Gangi ykkur vel!

Nældu þér í prófapakkann frá NOW á aðeins 4.990 kr á H Verslun


[1] https://examine.com/supplements/rhodiola-rosea/

[2] https://examine.com/supplements/fish-oil/

[3] https://examine.com/supplements/ginkgo-biloba/