Basil pestó fyrir grænkera

16. nóvember 2018

Heil og sæl! Þetta er frumraun mín í pestógerð og ég vildi endilega deila með ykkur uppskriftinni kæru lesendur. Ég vil taka það fram að þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu og Naturata. Þið sem kannist við innihald pestó vitið að það er mjög oft parmesan ostur í því. Ég notaði hins vegar ekki parmesan heldur prófaði ég mig áfram með næringarger og hampfræ sem er oft notað í staðinn. Ég var mikið að leika mér og blandaði m.a. basil og grænkáli saman og setti kasjúhnetur í staðinn fyrir hinar klassísku furuhnetur og VÁ hvað pestóið kom vel út! Hefjumst handa!

Innihald:

  • 30 grömm af ferskri basil 
  • Örlítið af grænkáli (má sleppa eða nota spínat eða jafnvel steinselju í staðinn)
  • 1/2 - 1  dl af kasjúhnetum frá Himneskri Hollustu
  • 1-2 hvítlauksgeirar
  • 1 msk af næringargeri frá Naturata 
  • 1 msk af hampfræjum frá Himneskri Hollustu
  • Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
  • 1 - 1,5 dl af kaldpressaðri extra jómfrúar ólífuolíu frá Himneskri Hollustu
  • Salt og pipar eftir smekk

 Pesto

Aðferð: 

Setjið allt hráefni í matvinnsluvél og blandið. Ég byrja á því að nota minni ólífuolíu og bæti svo við ef þess þarf.

Heimagert pestó endist í 4-5 daga inn í ísskáp. Pestó er upplagt með pasta eða spagettí frá Himneskri Hollustu eða kúrbítsnúðlum (e. zoodles) eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram 

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Höfundur: Asta Eats