Bláberja- og sítrónugleði Naglans

22. mars 2017

  • Bláber

Hafragrautur með bláberja- og sítrónubragði eftir Röggu Nagla. Hún kemur hér með frumlega og ferska uppskrift að hafragraut sem er ólík flestum sem við höfum séð. Grauturinn sem um ræðir er útbúinn kvöldinu áður þannig hægt er að grípa hann með sér á leiðinni út daginn eftir eða njóta hans í rólegheitum heima fyrir án fyrirhafnar. Það er ótrúlega sniðugt að gera sér svona graut kvöldinu áður, það tekur svo stuttan tíma og hafragrautur er stútfullur af góðri orku sem nýtist okkur inn í daginn.

Innihald og aðferð

40 gr Himnesk Hollusta haframjöl
2 tsk NOW psyllium husk
1 tsk kanill
2 dl Bai drykkur með bláberjabragði
2 dl vatn
Klípa salt
Rifinn börkur af hálfri sítrónu
4-5 dropar Better Stevia vanilla frá NOW

Aðferð: Hræra öllu saman í skál með gaffli. Setja í ísskáp og geyma yfir nótt. Daginn eftir er gómsætt að hita bláber í örbylgjuofni eða í potti með smá vatni og toppa grautinn með bláberjagleðinni.

Höfundur: Ragga Nagli