GOGO - hollari valkostur

29. júlí 2019

Hvernig hljómar bragðgóður kaldur drykkur með orku úr náttúrulegum grænum kaffibaunum og guarana? Fullur af vitamínum og steinefnum, ginsengi fyrir einbeitinguna og einungis stevíu og erythritoli sem sætu, vel ekki satt? Fyrir þau hjá Good Good hljómaði það einmitt mjög vel og þess vegna létu þau búa til GOGO.

Það er enginn að halda því fram að orkudrykkir séu hollir, en GOGO er klárlega hollasti valkosturinn á markaðnum. Vítamín og steinefnablandan í GOGO innheldur m.a. kalk, magnesium, b, c og d vitamin. GOGO telur í heildina 13 vítamín og steinefni og inniheldur 15% af ráðlögðum dagsskammti þeirra.

Gogo_myndataka_netupplausn-16-of-18-Grænt te og Guarana gefa góða orku, guarana fræið er mjög koffínríkt en inniheldur einnig mikið magn andoxunarefna. Grænt te þekkja flestir, það inniheldur hóflegt magn af koffíni, þannig kallar það fram örvun en ekki oförvun eins og kaffi getur gert. Þá er það einnig ríkt af andoxunarefnum ásamt amínósýrunni L-theanine.

Ginseng er talið orkujafnandi og hefur jurtin verið notuð í aldanna rás til að draga úr stressi og þreytu ásamt því að auka þol og úthald.

Það er staðreynd að við mennirnir innbyrgðum mikið magn af koffíni, neyslu venjur okkar eru að breytast og í dag fáum við koffínið ekki einungis úr svörtu kaffi eins og áður, heldur er fjöldinn allur af vinsælum orkudrykkjum til á markaðnum. Hillurnar hreinlega yfirflæða af úrvali drykkja og af nægu að taka, en það skiptir máli að velja rétt. Það er líka staðreynd að við erum ekki að fara að hætta að neyta koffíns og þess vegna er betra að velja hvaðan það kemur. Einmitt þess vegna er mikið af íþróttafólki sem velur að drekka GOGO. Þetta fólk velur aðeins það besta. En munum að allt er gott í hófi og að GOGO er ekki ætlaður börnum og unglingum.

Við fórum með nokkra af okkar flottu samningsaðilum í myndatöku og hér að neðan má sjá tilvitnanir frá þeim sjálfum þar sem þau segja stolt frá því af hverju þau velja að drekka GOGO. Svo er líka gaman að því að þau eiga öll sinn uppáhalds.

Gogo_myndataka_netupplausn-11-of-18-

ELVAR:

,,Ég fæ mér yfirleitt GOGO fyrir æfingar. Orkan og einbeitningin eykst, svo skemmir það ekki fyrir hversu góðir drykkir þeir eru”.

Uppáhalds: Snow

Gogo_myndataka_netupplausn-7-of-18-

BEGGI:

,,Ég vel GOGO því hann inniheldur engin óæskileg sætuefni. Mér finnst líka frábært að geta gripið í einn kaldan GOGO sem tilbreytingu frá kaffinu”!

Uppáhalds: Tropic

Gogo_myndataka_netupplausn-5-of-18-

ÞÓRHILDUR:

,,GOGO gefur mér orku og einbeitingu fyrir æfingar og leiki”

Uppáhalds: Snow

Gogo_myndataka_netupplausn-2-of-18-

HILDIGUNNUR:

,,Ég vel GOGO því það er hollari orkudrykkur en flestir aðrir orkudrykkir og mér finnst mjög gott að fá mér smá auka orku fyrir æfingu, svo eru þeir svo góðir”.

Uppáhalds: Flower

Gogo_myndataka_netupplausn-8-of-18-

ARI BRAGI:

"Mér finnst snilld að fá mér einn GOGO til að koma mér í gang fyrir æfingar, sem eru oft eftir langan dag. Stundum stelst ég samt í einn á ferðalögum eða í sólinni bara útaf því.."

Uppáhalds: Snow​


Þess má einnig geta að GOGO er á ofur verslunarmannahelgartilboði þessa vikuna og hægt er að kaupa heilan kassa, 24 dósir á einungis kr. 3.990,- Smelltu hér til þess að skoða tilboðið.

Myndtaka: Hlín Arngrímsdóttir

Förðun: Kolbrún Vignisdóttir

Stílisering: Hildur Sif Hauksdóttir

 Höfundur: Lilja Björk Ketils vörumerkjastjóri