RVKFit: Grænkálssnakk

15. janúar 2017

Hver kannast ekki við það að fá óboðna snarlþörf á kvöldin. Núna í janúar eru flestir að taka sig á í mataræðinu og vilja því reyna að forðast alla óhollustu á kvöldin. Í venjulegum snakkpoka leynast ýmis aukaefni sem hægt er að komast hjá, með því að búa til sitt eigið snakk. Tilvalið er að nota grænkál sem er hitaeiningasnautt og næringarríkt ásamt því að það innihaldi A-, B-, og C- vítamín.  Eftirfarandi uppskrift er afar einföld en grænkál sem snakk er mun betra en það hljómar. 

Uppskrift

1 búnt grænkál
2 tsk extra jómfrúar ólífuolía frá Himneskri Hollustu
1 tsk salt

Aðferð

Fjarlægið grænkálsblöðin frá stilkunum og skolið blöðin vel í salatvindu.  
Rífið blöðin niður í "bitastærð" eða um það bil 3-4 cm. 
Leggið grænkálsblöðin á bökunarplötu og hellið ólífuolíu jafnt og þétt yfir blöðin. 
Stráið helmingnum af saltinu yfir blöðin.
Snúið blöðunum við og endurtakið á hinni hliðinni.  

Bakið grænkálsblöðin í 175° heitum ofni, í 10 mínútur og snúið þá blöðunum við. Bakið aukalega í 5-10 mínútur eða þar til snakkið hefur brúnast örlítið. 

 

Snapchat:

RVKFIT 

Instagram:

ingibjorgthelma 

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit