Jólanart

17. desember 2018

Heil og sæl! Eins mikið og ég elska Nóa konfektið og MacIntosh molana þá get ég ekki borðað mikið af þeim. Mér datt þess vegna í hug að gera mitt eigið jólanart í hollari kantinum sem ég get nartið í að vild og deilt með öðrum! Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Naturata og Horizon. Uppskriftin er mjög auðveld en ég ristaði pekanhnetur, valhnetur, möndlur og graskersfræ upp úr örlitlu af hlynsírópi og kanil. 

Innihald:

 

  • 200 grömm möndlur frá Himneskri Hollustu
  • 150 grömm valhnetur frá Himneskri Hollustu
  • 50 grömm graskersfræ frá Himneskri Hollustu
  • 150 grömm pekanhnetur frá Horizon
  • 2 msk kanill frá Himneskri Hollustu 
  • 4 msk hlynsíróp frá Naturata (líka hægt að nota hunang eða Sweet Like Syrup frá Good Good Brand)

 

Jolanart2

Jolanart

Aðferð:

Hitið ofninn upp í 180°C. Skellið öllu hráefninu í stóra skál og hrærið vel saman. Dreifið vel úr jólanartinu á plötu með bökunarpappír eða silikon mottu undir og ristið í 10-20 mínútur. Hafið auga með jólanartinu síðustu 10 mínúturnar því valhneturnar eiga það til að brenna fljótt. 

Njótið eða gefið! Jólanartið er tilvalið með í jólapakkann!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram

Þangað til næst. Hátíðarkveðjur!

 

Höfundur: Asta Eats