Ketó og bætiefni

29. maí 2019

  • DigestUltimate

Hið vinsæla ketó mataræði hefur vart farið framhjá mörgum en sá hópur fólks sem fylgir slíku mataræði fer ört vaxandi.

 

En hvað felst í þessu vinsæla ketó mataræði og hvaða bætiefni þurfa ketóar helst að hafa í huga. Í stuttu máli snýst ketó um að draga það mikið úr kolvetna inntöku að líkaminn fer að brenna ketónum og nýta þá sem orkugjafa í stað kolvetna. Þessir ketónar eru sameindir sem líkaminn framleiðir úr fitu í lifrinni, þegar hann hefur engum kolvetnum að brenna. Markmiðið er því að koma líkamanum í ketó ástand með því að borða mjög lítið af kolvetnum og próteinum en mjög mikið af fitu. Algengt viðmiðunar hlutfall orkuefnanna er 5% kolvetni, 15-20% prótín, 75-80% fita.

Allt snýst þetta um viðmiðunarhlutfall orkuefnanna yfir daginn eða í hverri máltíð fyrir sig. Því er ekki hægt að segja um einstaka fæðutegundir að þær séu ketó eða ekki, heldur eru þær mis ketó vænar. Ketó ástand er svo hægt að mæla með blóðprufu sem gerir ketó mataræði frábrugðið flestum öðrum mataræðum eða kúrum. Að fasta er önnur vinsæl leið til þess að komast í og viðhalda ketó ástandi og er oft notað í bland við fituríkt ketó mataræði í þeim tilgangi að komst í ketó ástand.

Ketó er mikil breyting fyrir flesta þar sem það þýðir að draga stórlegar úr neyslu á ákveðnum fæðutegundum, svo sem kornmeti, kartöflum, sterkju ríku grænmeti og ávöxtum. Því er mikilvægt að hafa bætiefni í huga til að bæta upp þau næringarefni sem er erfitt eða ekki hægt að fá úr fæðunni. Bætiefni geta einnig verið góð leið til þess að komast í og viðhalda ketó ástandi ásamt því að þau geta dregið úr neikvæðum áhrifum ketó mataræðis sem virðist oft gera vart við sig, sérstaklega í fyrstu. En hvaða bætiefni þurfa ketóar að hafa í huga?

Magnesíum

Magnesíumskortur er einn algengasti vítamín- og steinefnaskortur á Vesturlöndum og getur skortur m.a. lýst sér í háþrýstingi og neikvæðum áhrifum á taugakerfið. Ketó mataræði getur gert það enn erfiðara að fá nægjanlegt magnesíum úr fæðunni þar sem magnesíumrík fæða er oft einnig kolvetnarík. Því er skynsamlegt að taka magnesíum bætiefni þegar ketó mataræði er fylgt. Magnesíum getur hjálpað ketóum að draga úr vöðvakrömpum, fótapirring og svefnerfiðleikum

MagnesiumCalsium

MCT olía

Mct fitusýrur eru vinsælar sérstaklega meðal ketóa og ekki að ástæðulausu. Mct fitusýrur eru miðlungs langar og meltast því hraðar en algengari lengri fitusýrur. Því nýtast mct fitusýrur sem skjótfengur orkugjafi. Mct olía getur því hjálpað ketóum að auka fituneyslu og þar með aukið framleiðslu á ketónum og hjálpað til við að komast í og viðhalda ketó ástandi.

Græn ofurfæða

Þó að flest grænmeti og þá sérstaklega grænt grænmeti passi mjög vel inní ketó lífsstílinn þá er sjaldan of mikið af grænu í fæðunni. Auðveld leið til þess að auka inntöku á grænu er með því að taka grænar duft blöndur. Green Phyto foods frá NOW er ofurblanda af grænni fæðu og jurtum sem er einnig bætt með vítamínum og steinefnum, trefjum, ensímum og blaðgrænu. Frábær leið til þess að borða meira grænmeti er að drekka það.

GreenPhytoFoods

Omega 3

Fiskiolía er rík af omega 3 fitusýrum þá sérstaklega DHA og EPA. Þær hafa sýnt fram á marga heilsufarsávinninga m.a. heilbrigðari og sterkari liði, viðhaldi á eðlilegum blóðþrýsting og minni bólgumyndun í líkamanum. Vestrænt mataræði er yfirleitt ríkara af omega 6 fitusýrum og hefur of hátt hlutfall milli omega 6 og omega 3 verið tengt við ýmsa bólgusjúkdóma. Ketóar þurfa að hafa þetta hlutfall sérstaklega í huga þar sem þeir neyta mikillar fitu og þar af leiðandi mikið af omega 6. Omega 3 fiskiolían frá NOW hentar því ketóum einstaklega vel til að jafna út þetta hlutfall. Hún inniheldur mikið af DHA og EPA fitusýrum og er hreinsuð af þungmálmum.

 

D-Vítamín

Þó svo að D vítamínskortur sé ekki einskorðaður við ketóa þá er vítamínið það mikilvægt og skortur á því það algengur að það á heima á þessum lista. D vítamín er oft nefnt sólarvítamínið þar sem líkaminn myndar það þegar sólarljós skín á húðina. Því er Inntaka D vítamíns sérstaklega mikilvæg á norðlægum slóðum. D-vítamín stuðlar m.a. að sterku ónæmiskerfi, viðhaldi eðlilegra beina og tanna ásamt eðlilegri vöðvastarfsemi.

Dvitamin_hopmynd

Trefjar

Ketó mataræði er oft á tíðum trefja snautt og því getur hægðatregða gert vart við sig hjá ketóum. Auðvelt er að taka trefjar inn í bætiefnaformi eins og psyllium husk . Husk kemur reglu á meltinguna og er góð fæða fyrir góðgerlaflóruna í meltingarveginum. Psyllium husk frá NOW er unnið úr óerfðabreyttu hráefni.

Meltingarensím

Þessi mikla fituneysla sem ketó mataræði krefst getur verið erfið fyrir meltingakerfið. Við reiðum okkur á ensím til þess að melta fæðuna sem við borðum og nýta næringuna úr henni. Ef mataræði er breytt mikið eða ensím eru af skornum skammti í líkamanum getur reynst erfitt að melta ákveðnar fæðutegundir. Lipase er ensím sem meltir fitu og protease meltir prótein, þessi tvö ensím eru því nauðsynleg á ketó mataræði. Digest Ultimate frá Now er blanda meltíngarensíma, m.a. Lipase og protease, sem hjálpar til við að melta mismunandi næringarefni og getur því hjálpað þeim sem upplifa einhverskonar meltingaróþægindi við breytt mataræði.

DigestUltimate

Ketó mataræði er einn valkostur fyrir fólk sem vill breyta um lífsstíl. Þetta er mikil breyting fyrir flesta og geta bætiefni bæði hjálpað til við að gera hana þægilegri og gert ketó mataræðið enn áhrifaríkara.

Heimildir:

https://ketocertified.com/7-best-ketogenic-diet-supplements

https://www.healthline.com/nutrition/best-keto-supplements#section10