Mokka næturgrautur

23. janúar 2017

Hin frábæra uppskrift úr kaffi afganginum úr könnunni. Þessi síðasta ískalda svarta lögg sem lúrir einmana í botninum sem enginn hefur lyst á og endar alltaf í vaskinum. Þannig stuðlar þú ekki einungis að hollustu, heldur einnig minni matarsóun.

Innihald:

2 bollar haframjöl frá Himnesk Hollusta
4 bollar Isola Bio möndlumjólk
2 msk chia fræ frá Himnesk Hollusta
1/2 bolli lagað svart kaffi 
6 msk Now kakóduft
4 tsk Rain Forest kakónibbur
5-6 dropar Better Stevia English Toffee

Aðferð:

Settu öll innihaldsefnin í gamla sultukrukku og lokaðu og geymdu í kæli yfir nótt. Þá er það eina sem þú þarft að gera um morguninn er að velta þér framúr vopnaður skeið og njóta með núvitund hverrar skeiðar. Því þú vilt aldrei að þessi máltíð taki enda. 

Mokkagr

 

Höfundur: Ragga Nagli